Á ýmsu hefur fengið í Venesúela frá því að Guaido lýsti sjálfan sig forseta eftir að Maduro náði endurkjöri sem forseti í kosningum sem stjórnarandstaðan og fjöldi erlendra ríkja telur að hafi ekki farið heiðarlega fram.
Kanada og hópur ríkja í Rómönsku Ameríku hefur lýst yfir stuðningi við Guaidó en Kínverjar og Rússar halda tryggð við Maduro. Mörg Evrópuríki bíða átekta og hafa gefið Maduro frest til morguns til þess að boða til nýrra kosninga.
Í myndbandi sem hershöfðinginn Francisco Yanez setti á YouTube lýsti hann yfir stuðningi við Guaido.
„Lýðræðið er á leiðinni,“ sagði hann meðal annars í myndbandinu en í samtali við AP staðfesti hann að myndbandið væri ófalsað.
Sé staðhæfing Yanez rétt um að herinn hafi snúist á sveif með Guaido má ætla að Maduro endist ekki lengi áfram valdastól. Herinn lék lykilhlutverk í að halda Maduro í embætti í fjölmennum mótmælum árið 2014 og 2017, með því að handtaka og kveða niður mótmælendur.
Í frétt AP segir þó að alls óvíst sé hvort að meirihluti hers Venesúela styðji nú Maduro en skömmu eftir að mótmæli brutust út gegn stjórn Maduro í síðustu viku lýstu helstu hershöfðingjar hersins yfir stuðningi við Maduro.