Landeigendur ekki fyrirstaða heldur verkhönnun við breikkun Vesturlandsvegar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. febrúar 2019 12:01 Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Anton Brink Framkvæmdum á Vesturlandsvegi seinkar um nokkra mánuði vegna þess að verkhönnun Vegagerðarinnar liggur ekki fyrir að sögn nefndarmanns í umhverfis- og samgöngunefnd. Eftir það semji Vegagerðin við landeigendur á svæðinu um bætur ef breikkun vegarins nái inná þeirra land. Verklokum eigi ekki að seinka. Við sögðum frá því í gær að landeigendur á Kjalarnesi eru undrandi yfir því að umhverfis-og samgöngunefnd Alþingis hafi gefið út að rekja megi frestun á breikkun Vesturlandsvegar til þess að ekki hafi náðst samningar við þá. Þeir hafi þvert á móti lýst yfir ánægju með áformin. En í tillögu nefndarinnar kemur fram að eins milljarðs króna fjárveiting sem ætluð var til verksins næstu tvö ár verði skorin niður í 400 milljónir króna. Ástæðan er sögð tafir við verkhönnun og að samningar hafi ekki náðst við landeigendur. Vilhjálmur Árnason sem situr í umhverfis-og samgöngunefnd segir að málið snúist fyrst og fremst um seinkun á verkhönnun vegarins svo hægt sé að gefa út framkvæmdaleyfi. Þegar Vegagerðin hafi lokið því þá fari af stað samningaviðræður við landeigendur á svæðinu. „Ég held að það sé ekki fyrirstaða landeiganda heldur það liggur ekki fyrir hvað þarf að vera inní samningunum því verkhönnun vegarins er ekki lokið hjá Vegagerðinni og framkvæmdarleyfi liggur því ekki fyrir,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að eftir að verkhönnun sé lokið verði samið um bætur við landeigendur á svæðinu en hefur ekki upplýsingar um hversu háar þær verða. Þetta eigi þó ekki að þýða að fresta þurfi verklokum. Aðspurður um hvers vegna verkhönnun hafi ekki verið lokið fyrr þar sem fyrir lá að breikka átti Vesturlandsveg segir Vilhjálmur. „Einhvern veginn hefur kannski hefur kannski eitthvað komið uppá en Vegagerðin verður að svara fyrir það. En það er ekkert svo langt síðan Samgönguáætlun var lögð fram, það var síðasta haust,“ segir hann. Fjáveiting sem fara átti í Vesturlandsveg var að hluta til flutt til Grindarvíkurvegar. Vilhjálmur segir að verkhönnun hafi verði komnar lengra þar og framkvæmdir hafi verið hafnar. Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri Borgarbyggðar gerir alvarlegar athugasemdir við að teknar hafi verið ákvarðanir um að flytja fjármagn frá fyrirhugaðri uppbyggingu vegarins á Kjalarnesi til annarra verkefna. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í morgun kemur fram að slík ákvörðun þýði mikla og óásættanlega seinkun á nauðsynlegum samgöngubótum. Borgarstjórn Mosfellsbær Reykjavík Samgöngur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Framkvæmdum á Vesturlandsvegi seinkar um nokkra mánuði vegna þess að verkhönnun Vegagerðarinnar liggur ekki fyrir að sögn nefndarmanns í umhverfis- og samgöngunefnd. Eftir það semji Vegagerðin við landeigendur á svæðinu um bætur ef breikkun vegarins nái inná þeirra land. Verklokum eigi ekki að seinka. Við sögðum frá því í gær að landeigendur á Kjalarnesi eru undrandi yfir því að umhverfis-og samgöngunefnd Alþingis hafi gefið út að rekja megi frestun á breikkun Vesturlandsvegar til þess að ekki hafi náðst samningar við þá. Þeir hafi þvert á móti lýst yfir ánægju með áformin. En í tillögu nefndarinnar kemur fram að eins milljarðs króna fjárveiting sem ætluð var til verksins næstu tvö ár verði skorin niður í 400 milljónir króna. Ástæðan er sögð tafir við verkhönnun og að samningar hafi ekki náðst við landeigendur. Vilhjálmur Árnason sem situr í umhverfis-og samgöngunefnd segir að málið snúist fyrst og fremst um seinkun á verkhönnun vegarins svo hægt sé að gefa út framkvæmdaleyfi. Þegar Vegagerðin hafi lokið því þá fari af stað samningaviðræður við landeigendur á svæðinu. „Ég held að það sé ekki fyrirstaða landeiganda heldur það liggur ekki fyrir hvað þarf að vera inní samningunum því verkhönnun vegarins er ekki lokið hjá Vegagerðinni og framkvæmdarleyfi liggur því ekki fyrir,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að eftir að verkhönnun sé lokið verði samið um bætur við landeigendur á svæðinu en hefur ekki upplýsingar um hversu háar þær verða. Þetta eigi þó ekki að þýða að fresta þurfi verklokum. Aðspurður um hvers vegna verkhönnun hafi ekki verið lokið fyrr þar sem fyrir lá að breikka átti Vesturlandsveg segir Vilhjálmur. „Einhvern veginn hefur kannski hefur kannski eitthvað komið uppá en Vegagerðin verður að svara fyrir það. En það er ekkert svo langt síðan Samgönguáætlun var lögð fram, það var síðasta haust,“ segir hann. Fjáveiting sem fara átti í Vesturlandsveg var að hluta til flutt til Grindarvíkurvegar. Vilhjálmur segir að verkhönnun hafi verði komnar lengra þar og framkvæmdir hafi verið hafnar. Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri Borgarbyggðar gerir alvarlegar athugasemdir við að teknar hafi verið ákvarðanir um að flytja fjármagn frá fyrirhugaðri uppbyggingu vegarins á Kjalarnesi til annarra verkefna. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í morgun kemur fram að slík ákvörðun þýði mikla og óásættanlega seinkun á nauðsynlegum samgöngubótum.
Borgarstjórn Mosfellsbær Reykjavík Samgöngur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira