„Finninn fljúgandi“ er látinn Atli Ísleifsson skrifar 4. febrúar 2019 08:26 Matti Nykänen á Ólympíuleikunum í Calgary í Kanada árið 1988. Getty Matti Nykänen, einn fremsti íþróttamaður í sögu Finnlands, er látinn, 55 ára að aldri. Finnskir fjölmiðlar greina frá því að Nykänen, sem vann til fjölda verðlauna í skíðastökki á Ólympíuleikum og heimsmeistaramótum, hafi andast í nótt. Nykänen rataði ítrekað í fréttirnar eftir að ferlinum lauk, en hann glímdi við alkóhólisma og afplánaði nokkra fangelsisdóma, meðal annars fyrir hnífstunguárásir. „Finninn fljúgandi“ vann til fernra gullverðlauna á Ólympíuleikum og sex á heimsmeistaramótum. Á Ólympíuleikunum í Calgary árið 1988 varð hann fyrsti skíðastökkvarinn til að vinna til þrennra gullverðlauna á sömu leikum. Hann vann fyrstu gullverðlaun sín á heimsmeistaramóti árið 1982, þá átján ára gamall, auk þess að hann vann fjórum sinnum heimsbikarinn í skíðastökki – met sem hann deilir einungis með Pólverjanum Adam Małysz. Nykänen lagði skíðin á hilluna árið 1991.Vann mót ölvaður Að ferlinum loknum voru oft sagðar fréttir í finnskum fjölmiðlum af ósæmilegri og glæpsamlegri hegðun þessarar þjóðhetju Finnlands. Glíma Nykänen við áfengi hófst þegar hann var enn að keppa í skíðastökki og ágerðist eftir að ferlinum lauk. Í kvikmynd um manninn frá árinu 2006 sagði fyrrverandi landsliðsþjálfari Finnlands, Matti Pulli, frá keppni á þeim tíma þegar ferill Nykänen stóð sem hæst. „Ég man eitt sinn í Holmenkollen [í Noregi], þá fundum við Matti Nykänen ölvaðan og sofandi klukkan fjögur um nótt. Við héldum á honum upp í rúm og héldum að hann myndi ekki keppa daginn eftir. Vegna þoku var keppni frestað um tvær klukkustundir. Það gaf honum auka tvo tíma til að jafna sig. Hann var ekki allsgáður þegar keppnin stóð yfir, en hann stökk tíu metrum lengra en nokkur annar. Slíkir voru yfirburðirnir,“ segir Pulli.Matti Nykänen rataði ítrekað í fréttirnar eftir að ferli hans lauk.GettyStakk eiginkonu sína Árið 2004 var Nykänen dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa stungið nágranna sinn með hnífi. Sex árum síðar hlaut hann annan dóm fyrir að stinga þáverandi eiginkonu sína, Mervi Tapola, einnig með hnífi. Nykänen gekk alls fimm sinnum í hjónaband og eignaðist þrjú börn. Andlát Finnland Skíðasvæði Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Sjá meira
Matti Nykänen, einn fremsti íþróttamaður í sögu Finnlands, er látinn, 55 ára að aldri. Finnskir fjölmiðlar greina frá því að Nykänen, sem vann til fjölda verðlauna í skíðastökki á Ólympíuleikum og heimsmeistaramótum, hafi andast í nótt. Nykänen rataði ítrekað í fréttirnar eftir að ferlinum lauk, en hann glímdi við alkóhólisma og afplánaði nokkra fangelsisdóma, meðal annars fyrir hnífstunguárásir. „Finninn fljúgandi“ vann til fernra gullverðlauna á Ólympíuleikum og sex á heimsmeistaramótum. Á Ólympíuleikunum í Calgary árið 1988 varð hann fyrsti skíðastökkvarinn til að vinna til þrennra gullverðlauna á sömu leikum. Hann vann fyrstu gullverðlaun sín á heimsmeistaramóti árið 1982, þá átján ára gamall, auk þess að hann vann fjórum sinnum heimsbikarinn í skíðastökki – met sem hann deilir einungis með Pólverjanum Adam Małysz. Nykänen lagði skíðin á hilluna árið 1991.Vann mót ölvaður Að ferlinum loknum voru oft sagðar fréttir í finnskum fjölmiðlum af ósæmilegri og glæpsamlegri hegðun þessarar þjóðhetju Finnlands. Glíma Nykänen við áfengi hófst þegar hann var enn að keppa í skíðastökki og ágerðist eftir að ferlinum lauk. Í kvikmynd um manninn frá árinu 2006 sagði fyrrverandi landsliðsþjálfari Finnlands, Matti Pulli, frá keppni á þeim tíma þegar ferill Nykänen stóð sem hæst. „Ég man eitt sinn í Holmenkollen [í Noregi], þá fundum við Matti Nykänen ölvaðan og sofandi klukkan fjögur um nótt. Við héldum á honum upp í rúm og héldum að hann myndi ekki keppa daginn eftir. Vegna þoku var keppni frestað um tvær klukkustundir. Það gaf honum auka tvo tíma til að jafna sig. Hann var ekki allsgáður þegar keppnin stóð yfir, en hann stökk tíu metrum lengra en nokkur annar. Slíkir voru yfirburðirnir,“ segir Pulli.Matti Nykänen rataði ítrekað í fréttirnar eftir að ferli hans lauk.GettyStakk eiginkonu sína Árið 2004 var Nykänen dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa stungið nágranna sinn með hnífi. Sex árum síðar hlaut hann annan dóm fyrir að stinga þáverandi eiginkonu sína, Mervi Tapola, einnig með hnífi. Nykänen gekk alls fimm sinnum í hjónaband og eignaðist þrjú börn.
Andlát Finnland Skíðasvæði Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Sjá meira