Segir að íbúðir spretti ekki upp eins og gorkúlur vegna bílskúrsbreytingar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. febrúar 2019 11:30 Reykjavíkurborg kynnti í janúar tillögu að nýju hverfaskipulagi fyrir Árbæ, Selás og Ártúnsholt. Íbúar í þessum hverfum fá samkvæmt tillögunni stóraukið frelsi til þess að nýta eignir sínar til þéttingar byggðar en í henni felst meðal annars að húseigendur fái leyfi til að breyta bílskúrum í íbúðir. vísir/vilhelm Sigurður Helgi Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og formaður Húseigendafélagsins, segir að breytt viðhorf Reykjavíkurborgar til þess að breyta bílskúrum í íbúðir sé gott mál að því leyti að skipulags- og byggingarforskriftir verði sveigjanlegri. Breytingin þýðir þó ekki að nýjar íbúðir muni spretta upp eins og gorkúlur. Reykjavíkurborg kynnti í janúar tillögu að nýju hverfaskipulagi fyrir Árbæ, Selás og Ártúnsholt. Íbúar í þessum hverfum fá samkvæmt tillögunni stóraukið frelsi til þess að nýta eignir sínar til þéttingar byggðar en í henni felst meðal annars að húseigendur fái leyfi til að breyta bílskúrum í íbúðir. Sigurður Helgi ræddi þessa breytingu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann var spurður út í það hvaða vandamál gætu skapast við breytinguna. „Þetta er svona margþætt mál og getur verið snúið og flókið. Ef um einbýlishús er að ræða þá er þetta einfaldara en það þarf samt að teikna og skipuleggja breytingar. Ef að einbýlishús breytist í fjöleignarhús við það að fleiri eigendur koma þá þarf að gera eignaskiptayfirlýsingu og þetta getur bæði verið flókið og tímafrekt jafnvel í sinni einföldustu mynd,“ sagði Sigurður.Sigurður Helgi Guðjónsson.fréttablaðið/arnþórEf um væri svo að ræða stækkun á fjölbýlishúsum þyrftu svo allir að samþykkja. Það gæti reynst þrautin þyngri. „Fúll á móti er yfirleitt til staðar og sprelllifandi alls staðar,“ sagði Sigurður. Hann sagði erfiðustu málin sem kæmu inn á hans borð tengdust einmitt fjöleignarhúsum sem í upphafi voru einbýlishús eða einföld hús. „Eignarhlutum hefur fjölgað svona hipsum og hapsu og koll af kolli með alls konar reddingum. Húsið og sameignin er ekki hannað með svo mörgum eignarhlutum í huga og þá rekst hvert á annað horn. Breytingin er gott mál að því leyti að skipulags- og byggingarforskriftir verða sveigjanlegri og auðvelda breytingar en það spretta samt ekki upp nýjar íbúðir eins og gorkúlur. Þegar þetta er kynnt svona eins og það var að þarna væru leyniíbúðir sem myndu spretta á markaðinn, það er meira svona eins og barbabrella,“ sagði Sigurður en viðtalið við hann má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan. Húsnæðismál Bítið Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Borgin tekur U-beygju í viðhorfi til breytinga á bílskúrum í íbúðir Segir almenna ánægju með þessar breytingar. 24. janúar 2019 11:10 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Sjá meira
Sigurður Helgi Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og formaður Húseigendafélagsins, segir að breytt viðhorf Reykjavíkurborgar til þess að breyta bílskúrum í íbúðir sé gott mál að því leyti að skipulags- og byggingarforskriftir verði sveigjanlegri. Breytingin þýðir þó ekki að nýjar íbúðir muni spretta upp eins og gorkúlur. Reykjavíkurborg kynnti í janúar tillögu að nýju hverfaskipulagi fyrir Árbæ, Selás og Ártúnsholt. Íbúar í þessum hverfum fá samkvæmt tillögunni stóraukið frelsi til þess að nýta eignir sínar til þéttingar byggðar en í henni felst meðal annars að húseigendur fái leyfi til að breyta bílskúrum í íbúðir. Sigurður Helgi ræddi þessa breytingu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann var spurður út í það hvaða vandamál gætu skapast við breytinguna. „Þetta er svona margþætt mál og getur verið snúið og flókið. Ef um einbýlishús er að ræða þá er þetta einfaldara en það þarf samt að teikna og skipuleggja breytingar. Ef að einbýlishús breytist í fjöleignarhús við það að fleiri eigendur koma þá þarf að gera eignaskiptayfirlýsingu og þetta getur bæði verið flókið og tímafrekt jafnvel í sinni einföldustu mynd,“ sagði Sigurður.Sigurður Helgi Guðjónsson.fréttablaðið/arnþórEf um væri svo að ræða stækkun á fjölbýlishúsum þyrftu svo allir að samþykkja. Það gæti reynst þrautin þyngri. „Fúll á móti er yfirleitt til staðar og sprelllifandi alls staðar,“ sagði Sigurður. Hann sagði erfiðustu málin sem kæmu inn á hans borð tengdust einmitt fjöleignarhúsum sem í upphafi voru einbýlishús eða einföld hús. „Eignarhlutum hefur fjölgað svona hipsum og hapsu og koll af kolli með alls konar reddingum. Húsið og sameignin er ekki hannað með svo mörgum eignarhlutum í huga og þá rekst hvert á annað horn. Breytingin er gott mál að því leyti að skipulags- og byggingarforskriftir verða sveigjanlegri og auðvelda breytingar en það spretta samt ekki upp nýjar íbúðir eins og gorkúlur. Þegar þetta er kynnt svona eins og það var að þarna væru leyniíbúðir sem myndu spretta á markaðinn, það er meira svona eins og barbabrella,“ sagði Sigurður en viðtalið við hann má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan.
Húsnæðismál Bítið Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Borgin tekur U-beygju í viðhorfi til breytinga á bílskúrum í íbúðir Segir almenna ánægju með þessar breytingar. 24. janúar 2019 11:10 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Sjá meira
Borgin tekur U-beygju í viðhorfi til breytinga á bílskúrum í íbúðir Segir almenna ánægju með þessar breytingar. 24. janúar 2019 11:10