Bókin er myndrænni en áður og er ætlað að svara auðveldlega spurningum sem koma upp í huga fólks þegar það greinist með krabbamein eða þegar ástvinur greinist.
„Undirtitill bókarinnar hittir beint í mark þó hann sé vissulega ögrandi líka en hann er Fokk, ég er með krabbamein, sem er jú kannski fyrsta hugsunin sem kemur upp þegar maður fær svona fréttir,“ segir Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts.
Allir sem greinast með krabbamein á aldrinum 18-45 ára og fjölmargir fleiri fá bókina afhenta sér að kostnaðarlausu en hún liggur einnig frammi á öllum spítölum landsins. Einnig er bókin á vefsíðu Krafts, www.kraftur.org.



