Rufu 43 ára einokun KR og Víkings Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. febrúar 2019 18:45 Verðlaunahafarnir. „Þetta er ansi langur tími. Fyrst var keppt í efstu deild karla 1973 og fyrstu þrjú árin vann Örninn. Svo tók við sigurganga KR á árunum 1976-94 og ég er nokkuð viss um að faðir minn hafi verið í öllum þeim liðum. Frá 1995 til 2007 vann Víkingur alltaf en síðan þá hafa Víkingur og KR skipst á að vinna,“ sagði Pétur Marteinn Urbancic Tómasson í samtali við Fréttablaðið. Pétur er hluti af liði BH sem tryggði sér um helgina sigur í Raflandsdeild karla í borðtennis. Þetta er í fyrsta sinn sem annað lið en KR eða Víkingur vinnur efstu deild í karlaflokki síðan 1975. Auk Péturs var sigurlið BH skipað bróður hans, Jóhannesi Bjarka Urbancic Tómassyni, Birgi Ívarssyni og Magnúsi Gauta Úlfarssyni. Þjálfari þeirra BH-inga er Tómas Ingi Shelton. „Við erum 5-6 sem æfum með meistaraflokki karla og svo er slatti af krökkum í yngri flokkunum,“ sagði Pétur. Höfuðstöðvar BH eru í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði en Pétur segir að félagið sé nánast búið að sprengja æfingaaðstöðuna utan af sér. Það horfi þó til betri vegar í þeim efnum. Bræðurnir Pétur og Jóhannes léku áður með KR sem og Tómas þjálfari þeirra. Magnús Gauti, sem er uppalinn hjá BH, er ríkjandi Íslandsmeistari í einliðaleik karla en hann varð fyrsti BH-ingurinn sem vinnur þann titil. Birgir hóf ferilinn hjá HK en færði sig síðan yfir í BH. Hann var fjarri góðu gamni um helgina þar sem hann er við æfingar hjá sænsku liði. „Þetta eru nokkrar túrneringar og í hverri þeirra spilarðu tvo liðaleiki. Í heildina eru þetta tíu leikir en þú spilar tvisvar sinnum við öll liðin. Félögin skiptast á að halda túrneringarnar,“ sagði Pétur um fyrirkomulag deildarkeppninnar. BH-ingar unnu allar tíu viðureignir sínar í deildinni og fengu alls 20 stig, fjórum stigum meira en Víkingur. KR varð í 3. sæti með tólf stig og HK í því fjórða með sex stig. Þessi lið komust í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn. Víkingur á þar titil að verja en liðið bar sigurorð af BH í úrslitunum í fyrra. Í undanúrslitum í karlaflokki mætast BH og HK annars vegar og Víkingur og KR hins vegar. Kvennalið BH tók í fyrsta sinn þátt í efstu deild og endaði í 4. sæti. Þær mæta Víkingum í undanúrslitum. Víkingar urðu deildarmeistarar með 18 stig. Lið Víkings skipuðu þær Nevana Tasic, Stella Karen Kristjánsdóttir, Þórunn Ásta Árnadóttir og Agnes Brynjarsdóttir. Sú síðastnefnda er aðeins tólf ára gömul og er yngsti deildarmeistarinn í borðtennis hér á landi. „Þetta var einu sinni sami titillinn, deildar- og Íslandsmeistaratitillinn, en þessu var breytt 2010. Þá var úrslitakeppninni bætt við,“ sagði Pétur. Hann hefur trú á því að BH nái að landa Íslandsmeistaratitlinum; þeim fyrsta í sögu félagsins. „Ég er nokkuð bjartsýnn. Við fórum í gegnum deildina án þess að tapa leik. Okkar leikmenn voru allir með góða tölfræði. Magnús Gauti tapaði t.a.m. ekki stökum leik,“ sagði Pétur en undanúrslitin fara fram 6. apríl og úrslitin þrettánda sama mánaðar í Strandgötunni. Aðrar íþróttir Borðtennis Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Arsenal gæti spilað á Wembley á meðan Emitrates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Önnur umferð brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjá meira
„Þetta er ansi langur tími. Fyrst var keppt í efstu deild karla 1973 og fyrstu þrjú árin vann Örninn. Svo tók við sigurganga KR á árunum 1976-94 og ég er nokkuð viss um að faðir minn hafi verið í öllum þeim liðum. Frá 1995 til 2007 vann Víkingur alltaf en síðan þá hafa Víkingur og KR skipst á að vinna,“ sagði Pétur Marteinn Urbancic Tómasson í samtali við Fréttablaðið. Pétur er hluti af liði BH sem tryggði sér um helgina sigur í Raflandsdeild karla í borðtennis. Þetta er í fyrsta sinn sem annað lið en KR eða Víkingur vinnur efstu deild í karlaflokki síðan 1975. Auk Péturs var sigurlið BH skipað bróður hans, Jóhannesi Bjarka Urbancic Tómassyni, Birgi Ívarssyni og Magnúsi Gauta Úlfarssyni. Þjálfari þeirra BH-inga er Tómas Ingi Shelton. „Við erum 5-6 sem æfum með meistaraflokki karla og svo er slatti af krökkum í yngri flokkunum,“ sagði Pétur. Höfuðstöðvar BH eru í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði en Pétur segir að félagið sé nánast búið að sprengja æfingaaðstöðuna utan af sér. Það horfi þó til betri vegar í þeim efnum. Bræðurnir Pétur og Jóhannes léku áður með KR sem og Tómas þjálfari þeirra. Magnús Gauti, sem er uppalinn hjá BH, er ríkjandi Íslandsmeistari í einliðaleik karla en hann varð fyrsti BH-ingurinn sem vinnur þann titil. Birgir hóf ferilinn hjá HK en færði sig síðan yfir í BH. Hann var fjarri góðu gamni um helgina þar sem hann er við æfingar hjá sænsku liði. „Þetta eru nokkrar túrneringar og í hverri þeirra spilarðu tvo liðaleiki. Í heildina eru þetta tíu leikir en þú spilar tvisvar sinnum við öll liðin. Félögin skiptast á að halda túrneringarnar,“ sagði Pétur um fyrirkomulag deildarkeppninnar. BH-ingar unnu allar tíu viðureignir sínar í deildinni og fengu alls 20 stig, fjórum stigum meira en Víkingur. KR varð í 3. sæti með tólf stig og HK í því fjórða með sex stig. Þessi lið komust í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn. Víkingur á þar titil að verja en liðið bar sigurorð af BH í úrslitunum í fyrra. Í undanúrslitum í karlaflokki mætast BH og HK annars vegar og Víkingur og KR hins vegar. Kvennalið BH tók í fyrsta sinn þátt í efstu deild og endaði í 4. sæti. Þær mæta Víkingum í undanúrslitum. Víkingar urðu deildarmeistarar með 18 stig. Lið Víkings skipuðu þær Nevana Tasic, Stella Karen Kristjánsdóttir, Þórunn Ásta Árnadóttir og Agnes Brynjarsdóttir. Sú síðastnefnda er aðeins tólf ára gömul og er yngsti deildarmeistarinn í borðtennis hér á landi. „Þetta var einu sinni sami titillinn, deildar- og Íslandsmeistaratitillinn, en þessu var breytt 2010. Þá var úrslitakeppninni bætt við,“ sagði Pétur. Hann hefur trú á því að BH nái að landa Íslandsmeistaratitlinum; þeim fyrsta í sögu félagsins. „Ég er nokkuð bjartsýnn. Við fórum í gegnum deildina án þess að tapa leik. Okkar leikmenn voru allir með góða tölfræði. Magnús Gauti tapaði t.a.m. ekki stökum leik,“ sagði Pétur en undanúrslitin fara fram 6. apríl og úrslitin þrettánda sama mánaðar í Strandgötunni.
Aðrar íþróttir Borðtennis Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Arsenal gæti spilað á Wembley á meðan Emitrates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Önnur umferð brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjá meira