Durant las fréttamönnum pistilinn: „Ég treysti ykkur ekki“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. febrúar 2019 13:00 Kevin Durant vill bara spila körfubolta. vísir/getty Kevin Durant var stigahæstur Golden State Warriors í nótt þegar að liðið rústaði San Antonio Spurs en það lá samt ekkert sérstaklega vel á honum á fréttamannafundi eftir leik. Durant hefur ekkert tjáð sig við fjölmiðlamenn undanfarna daga og vildu þeir fá að vita hvers vegna. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Durants undanfarnar vikur og vilja margir meina að hann sé á leið til New York Knicks. „Hvers vegna ertu að spá í þessu? Mig langaði bara ekki að tala síðustu daga,“ sagði Durant þegar að hann var spurður hvers vegna hann hefði forðast fjölmiðla undanfarna daga og fékk hann þá spurninguna um leikmannamarkaðinn. „Það er eitthvað sem að þið talið um. Það er ykkar starf. Þetta er algjör óþarfi hjá ykkur. Eins og Ethan Strauss [Blaðamaður ESPN] sem labbar bara hér um gangana og segir sína skoðun á hlutunum. Hann talar ekki við mig eða neinn annan. Hann skrifar bara það sem hann vill og svo ráðist þig á mig út af skrifum hans,“ sagði Durant en Strauss heldur því fram að Durant fari til New York.Kevin Durant vildi ekki tala við fjölmiðla í nokkra daga.vísir/gettyNew York Knicks skipti frá sér Lettanum stóra Kristaps Porzingis á dögunum og er með pláss fyrir tvær risastjörnur í sumar. „Ég ræð engu hjá New York Knicks og ég veit ekki hver sendi Porzingis í burtu. Þetta kemur mér bara ekki við. Ég er bara að spila körfubolta. Þið spyrjið mig á hverjum degi um leikmannamarkaðinn og æsið upp samherja mína, þjálfara og stuðningsmenn með þessu. Leyfið okkur bara að spila körfubolta,“ sagði pirraður Durant. „Svo þegar að ég vil ekki tala við ykkur þá er það mitt vandamál. Í alvöru, reynið að þroskast. Ég mæti á hverjum degi á æfingu og geri mitt besta og er ekki með neitt vesen. Ég reyni að spila á réttan hátt og gera mitt allra besta í hvert sinn sem ég er með boltann. Hvað er vandamálið? Hvað gerði ég ykkur?“ sagði Durant. Einn blaðamaðurinn í salnum benti á að Durant væri vanalega mjög málglaður og óhræddur við að segja skoðun sína á flestum málefnum. Því hefðu stuðningsmenn Golden State viljað fá svör við því hvers vegna hann væri allt í einu svona þögull. „Hvað með það? Hvers vegna þarf ég að tala við ykkur? Verð ég betri í vinnunni minni ef ég tala við ykkur? Mig langaði bara ekki að tala við ykkur. Ég treysti ykkur ekki. Í hvert skipti sem ég tjái mig er snúið út úr orðum mínum og svo þegar að ég segi ekki neitt er það vandamál líka. Mig langar bara að spila körfubolta,“ sagði Kevin Durant. NBA Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn Í beinni: Þór Þ. - Valur | Meistararnir komnir á skrið? „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira
Kevin Durant var stigahæstur Golden State Warriors í nótt þegar að liðið rústaði San Antonio Spurs en það lá samt ekkert sérstaklega vel á honum á fréttamannafundi eftir leik. Durant hefur ekkert tjáð sig við fjölmiðlamenn undanfarna daga og vildu þeir fá að vita hvers vegna. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Durants undanfarnar vikur og vilja margir meina að hann sé á leið til New York Knicks. „Hvers vegna ertu að spá í þessu? Mig langaði bara ekki að tala síðustu daga,“ sagði Durant þegar að hann var spurður hvers vegna hann hefði forðast fjölmiðla undanfarna daga og fékk hann þá spurninguna um leikmannamarkaðinn. „Það er eitthvað sem að þið talið um. Það er ykkar starf. Þetta er algjör óþarfi hjá ykkur. Eins og Ethan Strauss [Blaðamaður ESPN] sem labbar bara hér um gangana og segir sína skoðun á hlutunum. Hann talar ekki við mig eða neinn annan. Hann skrifar bara það sem hann vill og svo ráðist þig á mig út af skrifum hans,“ sagði Durant en Strauss heldur því fram að Durant fari til New York.Kevin Durant vildi ekki tala við fjölmiðla í nokkra daga.vísir/gettyNew York Knicks skipti frá sér Lettanum stóra Kristaps Porzingis á dögunum og er með pláss fyrir tvær risastjörnur í sumar. „Ég ræð engu hjá New York Knicks og ég veit ekki hver sendi Porzingis í burtu. Þetta kemur mér bara ekki við. Ég er bara að spila körfubolta. Þið spyrjið mig á hverjum degi um leikmannamarkaðinn og æsið upp samherja mína, þjálfara og stuðningsmenn með þessu. Leyfið okkur bara að spila körfubolta,“ sagði pirraður Durant. „Svo þegar að ég vil ekki tala við ykkur þá er það mitt vandamál. Í alvöru, reynið að þroskast. Ég mæti á hverjum degi á æfingu og geri mitt besta og er ekki með neitt vesen. Ég reyni að spila á réttan hátt og gera mitt allra besta í hvert sinn sem ég er með boltann. Hvað er vandamálið? Hvað gerði ég ykkur?“ sagði Durant. Einn blaðamaðurinn í salnum benti á að Durant væri vanalega mjög málglaður og óhræddur við að segja skoðun sína á flestum málefnum. Því hefðu stuðningsmenn Golden State viljað fá svör við því hvers vegna hann væri allt í einu svona þögull. „Hvað með það? Hvers vegna þarf ég að tala við ykkur? Verð ég betri í vinnunni minni ef ég tala við ykkur? Mig langaði bara ekki að tala við ykkur. Ég treysti ykkur ekki. Í hvert skipti sem ég tjái mig er snúið út úr orðum mínum og svo þegar að ég segi ekki neitt er það vandamál líka. Mig langar bara að spila körfubolta,“ sagði Kevin Durant.
NBA Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn Í beinni: Þór Þ. - Valur | Meistararnir komnir á skrið? „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira