Icelandair tapaði 6,6 milljörðum í fyrra Birgir Olgeirsson skrifar 7. febrúar 2019 18:11 Boeing 737 Max 8 þota Icelandair. FBL/Sigtryggur Flugfélagið Icelandair tapaði 56 milljónum Bandaríkjadala, eða því sem um 6,6 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, eftir skatta í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu sem ber yfirskriftina „Erfitt rekstrarár að baki“. Eiginfjárhlutfall flugfélagsins í lok árs nam 32 prósentum en handbært fé nam 299,6 milljónum Bandaríkjadala, eða því sem nemur um 35 milljörðum íslenskra króna. Þetta mikla tap árið 2018 var mikill viðsnúningur frá árinu 2017 þar sem hagnaðurinn var 37,5 milljónir Bandaríkjadala, eða 4,5 milljarðar íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag.Hörð samkeppni Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir í tilkynningunni að rekstrarniðurstaða ársins hafi verið mun lakari en lagt var upp með í byrjun árs og endurspeglar harða samkeppni í millilandaflugi, lág og oft ósjálfbær fargjöld og mikla hækkun eldsneytisverðs. „Jafnframt höfðu breytingar á sölu- og markaðsstarfsemi félagsins, sem og ójafnvægi í leiðakerfi neikvæð áhrif á afkomuna, eins og áður hefur verið kynnt,“ segir Bogi í tilkynningunni.Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group.Vísir/Jói KBæta arðsemi og rekstur Bogi Nils segir markmið félagsins skýrt, að bæta arðsemi og rekstur félagsins til framtíðar. „Nú þegar hafa verið gerðar breytingar á skipulagi félagsins sem endurspegla áherslur á kjarnastarfsemina, flugrekstur. Unnið er að fjölmörgum aðgerðum bæði á tekju- og kostnaðarhlið sem eiga að skila sér í bættum rekstri strax á árinu 2019. Þar má meðal annars nefna breytingu á framboði sem stuðlar að betra jafnvægi milli Evrópu og N-Ameríku í leiðakerfi félagsins sem auðveldar stýringu þess og hámörkun tekna. Þá höfum við lagt aukna áherslu á hliðartekjur sem þegar hefur skilað árangri, sölu- og markaðsstarf félagsins verið eflt, auk þess sem innleiðing á nýju tekjustýringakerfi er á lokametrunum. Í vor, til viðbótar við núverandi tengibanka, hefst flug í nýjum tengibanka sem mun bæta nýtingu flota og flugáhafna, auka framboð og tekjur félagsins. Þar að auki er unnið að endurskoðun innanlandsflugs félagsins.“ Hann segir ljóst að áfram ríki óvissa í rekstrarumhverfi félagsins auk þess sem breytingar muni eiga sér stað á samkeppnisumhverfinu. „Það býr hins vegar mikill kraftur og þekking í félaginu og starfsfólki okkar. Fjárhagstaðan er sterk og ég er sannfærður um að við séum vel í stakk búin til að takast á við þær áskoranir og grípa þau tækifæri sem framundan eru.“ Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Sextán starfsmönnum á skrifstofu Icelandair sagt upp Icelandair sagði upp fjölda starfsmanna á skrifstofu fyrirtækisins í Reykjavík í gær. 30. janúar 2019 11:18 Miklar breytingar á skipulagi Icelandair og sala á Iceland Travel í bígerð Icelandair Group, móðurfélag Icelandair og annarra félaga, tilkynnti í dag um talsverðar breytingar á skipulagi félagsins. Þá hefur verið tekin ákvörðun um að hefja undirbúning á sölu á ferðaskrifstofunni Iceland Travel. 6. febrúar 2019 12:51 Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Fleiri fréttir Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sjá meira
Flugfélagið Icelandair tapaði 56 milljónum Bandaríkjadala, eða því sem um 6,6 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, eftir skatta í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu sem ber yfirskriftina „Erfitt rekstrarár að baki“. Eiginfjárhlutfall flugfélagsins í lok árs nam 32 prósentum en handbært fé nam 299,6 milljónum Bandaríkjadala, eða því sem nemur um 35 milljörðum íslenskra króna. Þetta mikla tap árið 2018 var mikill viðsnúningur frá árinu 2017 þar sem hagnaðurinn var 37,5 milljónir Bandaríkjadala, eða 4,5 milljarðar íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag.Hörð samkeppni Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir í tilkynningunni að rekstrarniðurstaða ársins hafi verið mun lakari en lagt var upp með í byrjun árs og endurspeglar harða samkeppni í millilandaflugi, lág og oft ósjálfbær fargjöld og mikla hækkun eldsneytisverðs. „Jafnframt höfðu breytingar á sölu- og markaðsstarfsemi félagsins, sem og ójafnvægi í leiðakerfi neikvæð áhrif á afkomuna, eins og áður hefur verið kynnt,“ segir Bogi í tilkynningunni.Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group.Vísir/Jói KBæta arðsemi og rekstur Bogi Nils segir markmið félagsins skýrt, að bæta arðsemi og rekstur félagsins til framtíðar. „Nú þegar hafa verið gerðar breytingar á skipulagi félagsins sem endurspegla áherslur á kjarnastarfsemina, flugrekstur. Unnið er að fjölmörgum aðgerðum bæði á tekju- og kostnaðarhlið sem eiga að skila sér í bættum rekstri strax á árinu 2019. Þar má meðal annars nefna breytingu á framboði sem stuðlar að betra jafnvægi milli Evrópu og N-Ameríku í leiðakerfi félagsins sem auðveldar stýringu þess og hámörkun tekna. Þá höfum við lagt aukna áherslu á hliðartekjur sem þegar hefur skilað árangri, sölu- og markaðsstarf félagsins verið eflt, auk þess sem innleiðing á nýju tekjustýringakerfi er á lokametrunum. Í vor, til viðbótar við núverandi tengibanka, hefst flug í nýjum tengibanka sem mun bæta nýtingu flota og flugáhafna, auka framboð og tekjur félagsins. Þar að auki er unnið að endurskoðun innanlandsflugs félagsins.“ Hann segir ljóst að áfram ríki óvissa í rekstrarumhverfi félagsins auk þess sem breytingar muni eiga sér stað á samkeppnisumhverfinu. „Það býr hins vegar mikill kraftur og þekking í félaginu og starfsfólki okkar. Fjárhagstaðan er sterk og ég er sannfærður um að við séum vel í stakk búin til að takast á við þær áskoranir og grípa þau tækifæri sem framundan eru.“
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Sextán starfsmönnum á skrifstofu Icelandair sagt upp Icelandair sagði upp fjölda starfsmanna á skrifstofu fyrirtækisins í Reykjavík í gær. 30. janúar 2019 11:18 Miklar breytingar á skipulagi Icelandair og sala á Iceland Travel í bígerð Icelandair Group, móðurfélag Icelandair og annarra félaga, tilkynnti í dag um talsverðar breytingar á skipulagi félagsins. Þá hefur verið tekin ákvörðun um að hefja undirbúning á sölu á ferðaskrifstofunni Iceland Travel. 6. febrúar 2019 12:51 Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Fleiri fréttir Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sjá meira
Sextán starfsmönnum á skrifstofu Icelandair sagt upp Icelandair sagði upp fjölda starfsmanna á skrifstofu fyrirtækisins í Reykjavík í gær. 30. janúar 2019 11:18
Miklar breytingar á skipulagi Icelandair og sala á Iceland Travel í bígerð Icelandair Group, móðurfélag Icelandair og annarra félaga, tilkynnti í dag um talsverðar breytingar á skipulagi félagsins. Þá hefur verið tekin ákvörðun um að hefja undirbúning á sölu á ferðaskrifstofunni Iceland Travel. 6. febrúar 2019 12:51