Gallup kannaði tölvuleikjaspilamennsku Íslendinga fyrir upplýsingatæknifyrirtækið Origo. Ríflega 700 manns 18 ára og eldri svöruðu netkönnun í fyrstu viku febrúar.

41% Íslendinga spilar tölvuleiki vikulega eða oftar. Meðaltími tölvuleikjaspilamennsku er 54 mínútur á dag.
25% spila í 3-7 klukkustundir á viku, 16% í 7-14 klukkustundir og um 12% spila tölvuleiki í meira en 14 klukkustundir á viku.

Tölvuleikjapilamennska flokkast undir rafíþróttir. Jens Christian Ringdal stofnaði elsta rafíþróttafélag Danmerkur í heimabænum Hróarskeldu. Jens segir lykilatriði rafíþrótta vera að fólk á öllum aldri hittist til að spila saman.
„Á Norðurlöndum getum við sameinast um rafíþróttir, við þurfum að ná spilamennskunni út úr barnaherbergjum og inn í klúbbana svo allir geti spilað saman.“