Tillögur Eflingar gætu hækkað skatta á millistétt að hluta Jóhann K. Jóhannsson skrifar 7. febrúar 2019 20:00 Stefán Ólafsson, hagfræðingur fer yfir tillögur skýrslunnar í dag. Vísir/Vilhelm Fjölgun skattþrepa og breyting skattkerfisins eru meðal tillagna sem Efling lagði fram á fundi í dag. Fjölgun skattþrepa gæti hafa neikvæð áhrif á launafólk í efri millistétt, en hjá þeim er gert ráð fyrir tíu prósenta hærri álagningu staðgreiðsluskatta á hluta launa. Tillögurnar voru kynntar á fundi Eflingar í morgun þar sem skýrsluhöfundar fóru yfir á breytingar í skattkerfinu. Í skýrslunni er lögð fram útfærð umbótaáætlun um sanngjarna og skilvirkara skattkerfi og leitast við að leiðrétta að hluta þá tilfærslu á skattbyrði sem hefur orðið sem færa myndi láglaunafólki og lífeyrisþegum að minnsta kosti 20 þúsund króna lækkun á staðgreiðslu á mánuði. Ein stærsta tillagan eru breytingar á skattþrepum sem í dag eru tvö.Skattbyrði launafólks í efra milli þrepi gæti hækkað verði tillögurnar að veruleika.Vísir/Stöð 2„Við leggjum þarna til í anda þess sem að ASÍ hefur samþykkt, fjögurra þrepa skattkerfi,“ sagði Stefán Ólafsson, hagfræðingur og annar skýrsluhöfunda. Í núverandi skattþrepi er álagningin tæp þrjátíu og sjö prósent á tekjum um 930 þúsund króna en hækkar í rúm fjörutíu og sex prósent á tekjur yfir það. Með breytingunum yrði 32,5 prósenta skattþrep á tekjum upp að þrjú hundruð og fimmtíu þúsund krónum, 39 prósent á tekjur frá 350 til 775 þúsund krónum, 47 prósenta álagngin á tekjur frá 775 þúsund krónum til ellefu hundruð og fimmtíu þúsund króna og 55 prósenta álagning yrði á tekjum yfir það. Með breytingunum yrði skattbyrði aukin á launþega í efri millistétt. en með fjölgun skattþrepa yrðu skattleysismörk hækkuð.Indriði H. Þorkelsson, jagbræðingur og skýrsluhöfundur.Vísir/Vilhelm„En auk þess að þá gerum við ráð fyrir og sýnum fram á að það er hægt að afla þessara tekna sem að tapast út úr tekjuskattskerfinu með því að auka jöfnuð, hækka skatta á fjármagn og tekjur þeirra sem hafa háar tekjur í þjóðfélaginu, sagði Indriði H. Þorláksson, hagfræðingur og skýrsluhöfundur. Fram kom á kynningu skýrslunnar að ekki væri svigrúm til skattalækkanna og því þyrfti að gera gagngerar breytingar á skattkerfinu. „Ef að menn líta á umræðu dagsins um skort á fé í heilbrigðiskerfi, í skólakerfi, til vegamála og svo framvegis að þá held ég að sé erfitt að fullyrða eða segja það að það sé svigrúm til almennrar skattalækkunar,“ sagði Indriði. Kjaramál Skattar og tollar Tengdar fréttir Vilja fjölga skattþrepum og hækka skattleysismörk Láglaunafólk og lífeyrisþegar geta fengið að minnsta kosti 20 þúsund króna lækkun staðgreiðslu á mánuði kæmust tillögurnar til framkvæmda 7. febrúar 2019 11:59 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
Fjölgun skattþrepa og breyting skattkerfisins eru meðal tillagna sem Efling lagði fram á fundi í dag. Fjölgun skattþrepa gæti hafa neikvæð áhrif á launafólk í efri millistétt, en hjá þeim er gert ráð fyrir tíu prósenta hærri álagningu staðgreiðsluskatta á hluta launa. Tillögurnar voru kynntar á fundi Eflingar í morgun þar sem skýrsluhöfundar fóru yfir á breytingar í skattkerfinu. Í skýrslunni er lögð fram útfærð umbótaáætlun um sanngjarna og skilvirkara skattkerfi og leitast við að leiðrétta að hluta þá tilfærslu á skattbyrði sem hefur orðið sem færa myndi láglaunafólki og lífeyrisþegum að minnsta kosti 20 þúsund króna lækkun á staðgreiðslu á mánuði. Ein stærsta tillagan eru breytingar á skattþrepum sem í dag eru tvö.Skattbyrði launafólks í efra milli þrepi gæti hækkað verði tillögurnar að veruleika.Vísir/Stöð 2„Við leggjum þarna til í anda þess sem að ASÍ hefur samþykkt, fjögurra þrepa skattkerfi,“ sagði Stefán Ólafsson, hagfræðingur og annar skýrsluhöfunda. Í núverandi skattþrepi er álagningin tæp þrjátíu og sjö prósent á tekjum um 930 þúsund króna en hækkar í rúm fjörutíu og sex prósent á tekjur yfir það. Með breytingunum yrði 32,5 prósenta skattþrep á tekjum upp að þrjú hundruð og fimmtíu þúsund krónum, 39 prósent á tekjur frá 350 til 775 þúsund krónum, 47 prósenta álagngin á tekjur frá 775 þúsund krónum til ellefu hundruð og fimmtíu þúsund króna og 55 prósenta álagning yrði á tekjum yfir það. Með breytingunum yrði skattbyrði aukin á launþega í efri millistétt. en með fjölgun skattþrepa yrðu skattleysismörk hækkuð.Indriði H. Þorkelsson, jagbræðingur og skýrsluhöfundur.Vísir/Vilhelm„En auk þess að þá gerum við ráð fyrir og sýnum fram á að það er hægt að afla þessara tekna sem að tapast út úr tekjuskattskerfinu með því að auka jöfnuð, hækka skatta á fjármagn og tekjur þeirra sem hafa háar tekjur í þjóðfélaginu, sagði Indriði H. Þorláksson, hagfræðingur og skýrsluhöfundur. Fram kom á kynningu skýrslunnar að ekki væri svigrúm til skattalækkanna og því þyrfti að gera gagngerar breytingar á skattkerfinu. „Ef að menn líta á umræðu dagsins um skort á fé í heilbrigðiskerfi, í skólakerfi, til vegamála og svo framvegis að þá held ég að sé erfitt að fullyrða eða segja það að það sé svigrúm til almennrar skattalækkunar,“ sagði Indriði.
Kjaramál Skattar og tollar Tengdar fréttir Vilja fjölga skattþrepum og hækka skattleysismörk Láglaunafólk og lífeyrisþegar geta fengið að minnsta kosti 20 þúsund króna lækkun staðgreiðslu á mánuði kæmust tillögurnar til framkvæmda 7. febrúar 2019 11:59 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
Vilja fjölga skattþrepum og hækka skattleysismörk Láglaunafólk og lífeyrisþegar geta fengið að minnsta kosti 20 þúsund króna lækkun staðgreiðslu á mánuði kæmust tillögurnar til framkvæmda 7. febrúar 2019 11:59