Tillögurnar voru kynntar á fundi Eflingar í morgun þar sem skýrsluhöfundar fóru yfir á breytingar í skattkerfinu. Í skýrslunni er lögð fram útfærð umbótaáætlun um sanngjarna og skilvirkara skattkerfi og leitast við að leiðrétta að hluta þá tilfærslu á skattbyrði sem hefur orðið sem færa myndi láglaunafólki og lífeyrisþegum að minnsta kosti 20 þúsund króna lækkun á staðgreiðslu á mánuði.
Ein stærsta tillagan eru breytingar á skattþrepum sem í dag eru tvö.

Í núverandi skattþrepi er álagningin tæp þrjátíu og sjö prósent á tekjum um 930 þúsund króna en hækkar í rúm fjörutíu og sex prósent á tekjur yfir það. Með breytingunum yrði 32,5 prósenta skattþrep á tekjum upp að þrjú hundruð og fimmtíu þúsund krónum, 39 prósent á tekjur frá 350 til 775 þúsund krónum, 47 prósenta álagngin á tekjur frá 775 þúsund krónum til ellefu hundruð og fimmtíu þúsund króna og 55 prósenta álagning yrði á tekjum yfir það.
Með breytingunum yrði skattbyrði aukin á launþega í efri millistétt. en með fjölgun skattþrepa yrðu skattleysismörk hækkuð.

Fram kom á kynningu skýrslunnar að ekki væri svigrúm til skattalækkanna og því þyrfti að gera gagngerar breytingar á skattkerfinu.
„Ef að menn líta á umræðu dagsins um skort á fé í heilbrigðiskerfi, í skólakerfi, til vegamála og svo framvegis að þá held ég að sé erfitt að fullyrða eða segja það að það sé svigrúm til almennrar skattalækkunar,“ sagði Indriði.