Þróun verðlags á Íslandi Erna Bjarnardóttir skrifar 8. febrúar 2019 11:00 ASÍ birti nýverið niðurstöður samanburðar á verði 18 vörutegunda í höfuðborgum Norðurlandanna fimm.Af 18 vörum voru 11 úr flokki kjöt og mjólkurvara eða 61%. Hlutur kjöts mjólkurvara og eggja í útgjöldum heimila er hins vegar um 40%. Samkvæmt vísitölu neysluverðs hefur verð á matvörum hækkað um 72,6% frá janúar 2008 eða sl. 11 ár. Á sama tíma hefur verð á kjöti hækkað um 40,5%, minnst á svínakjöti um 18,3%. Verð á mjólk ostum og eggjum hefur hins vegar hækkað um 85,5%. Verð á brauði og kornvörum sem eru að uppstöðu innflutt matvæli, hefur hækkað um 86%, olíum og feitmeti um 135,6%, grænmeti og kartöflum um 63,4%, sykur súkkulaði og sælgæti um 56,1% og drykkjarvörur um 61,5%. Rétt er að nefna að vörugjald á sykur var afnumið 1. janúar 2015 auk þess sem breytingar hafa orðið á tímabilinu á virðisaukaskatti. Í alþjóðlegum verðsamanburði hefur verðlag á Íslandi þróast mjög í takt við þróun gengis krónunnar. Þegar krónan hefur verið sterk eins og á árunum fyrir hrun hefur Ísland trónað á toppnum í verðsamanburði Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins. Þannig var hlutfallslegt verð á matvörum 164 fyrir Ísland árið 2006 (það er 64% hærra en meðaltalið), þegar meðaltal ESB landanna 28 var = 100. Þremur árum var hlutfallslegt verðlag á Íslandi 104 árið 2009 og lægst á Norðurlöndunum. Árið 2012 var Ísland lægst Norðurlandanna, hlutfallslegt verðlag 117. Síðan hefur hlutfallslegt verðlag á Íslandi farið hækkandi og var árið 2018 57% hærra en að meðaltali innan ESB. Verðlag á matvöru mældist þó hærra í Noregi eða 64% hærra en að meðaltali. Það hefði verið forvitnilegt að sjá niðurstöður könnunar ASÍ þegar gengi krónunnar var sem veikast, til dæmis árin 2009 eða 2012, í stað þess að láta 12 ár líða á milli kannana. Mun nær lagi er að skoða hlutfall útgjalda neytenda til kaupa á nauðsynjavörum til að leggja mat á kaupmátt launa og lífskjör. Meðaltal ESB landa var 12,2% árið 2017 (samkvæmt Eurostat) en samkvæmt Hagstofu Íslands nam þetta hlutfall hér á landi 13,07% árið 2017 og í janúar 2018 var það komið niður í 12,19%. Verðlag tekur eðlilega alltaf mið af launum í viðkomandi landi. Samanburður milli landa og gjaldmiðla er vandmeðfarinn en þegar upp er staðið er það kaupmátturinn sem raunverulega skiptir máli. Umræðan um áhrif tolla á verðlag hér á landi er fremur villandi þegar rýnt er í tölur um Evrópskan verðsamanburð fyrir árið 2017. Þannig var hlutfallslegt verð hæst á Íslandi af öllum löndum sem Eurostat tók með í sínum samanburði árið 2017, á húsgögnum og gólfefnum (+31%), heimilistækjum (+59%) og raftækjum (+48%). Sömu sögu er að segja af fatnaði (+71%) og skóm (+81%) sama ár. Engir tollar eru lagðir á þessar vörur við innflutning. Vissulega nýtur landbúnaður tollverndar til að jafna stöðu innlendrar framleiðslu gagnvart innflutningi en yrði hún afnumin er engin trygging fyrir því að hún skili sér til neytenda ef taka má hliðsjón af öðrum innfluttum vörum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Neytendur Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
ASÍ birti nýverið niðurstöður samanburðar á verði 18 vörutegunda í höfuðborgum Norðurlandanna fimm.Af 18 vörum voru 11 úr flokki kjöt og mjólkurvara eða 61%. Hlutur kjöts mjólkurvara og eggja í útgjöldum heimila er hins vegar um 40%. Samkvæmt vísitölu neysluverðs hefur verð á matvörum hækkað um 72,6% frá janúar 2008 eða sl. 11 ár. Á sama tíma hefur verð á kjöti hækkað um 40,5%, minnst á svínakjöti um 18,3%. Verð á mjólk ostum og eggjum hefur hins vegar hækkað um 85,5%. Verð á brauði og kornvörum sem eru að uppstöðu innflutt matvæli, hefur hækkað um 86%, olíum og feitmeti um 135,6%, grænmeti og kartöflum um 63,4%, sykur súkkulaði og sælgæti um 56,1% og drykkjarvörur um 61,5%. Rétt er að nefna að vörugjald á sykur var afnumið 1. janúar 2015 auk þess sem breytingar hafa orðið á tímabilinu á virðisaukaskatti. Í alþjóðlegum verðsamanburði hefur verðlag á Íslandi þróast mjög í takt við þróun gengis krónunnar. Þegar krónan hefur verið sterk eins og á árunum fyrir hrun hefur Ísland trónað á toppnum í verðsamanburði Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins. Þannig var hlutfallslegt verð á matvörum 164 fyrir Ísland árið 2006 (það er 64% hærra en meðaltalið), þegar meðaltal ESB landanna 28 var = 100. Þremur árum var hlutfallslegt verðlag á Íslandi 104 árið 2009 og lægst á Norðurlöndunum. Árið 2012 var Ísland lægst Norðurlandanna, hlutfallslegt verðlag 117. Síðan hefur hlutfallslegt verðlag á Íslandi farið hækkandi og var árið 2018 57% hærra en að meðaltali innan ESB. Verðlag á matvöru mældist þó hærra í Noregi eða 64% hærra en að meðaltali. Það hefði verið forvitnilegt að sjá niðurstöður könnunar ASÍ þegar gengi krónunnar var sem veikast, til dæmis árin 2009 eða 2012, í stað þess að láta 12 ár líða á milli kannana. Mun nær lagi er að skoða hlutfall útgjalda neytenda til kaupa á nauðsynjavörum til að leggja mat á kaupmátt launa og lífskjör. Meðaltal ESB landa var 12,2% árið 2017 (samkvæmt Eurostat) en samkvæmt Hagstofu Íslands nam þetta hlutfall hér á landi 13,07% árið 2017 og í janúar 2018 var það komið niður í 12,19%. Verðlag tekur eðlilega alltaf mið af launum í viðkomandi landi. Samanburður milli landa og gjaldmiðla er vandmeðfarinn en þegar upp er staðið er það kaupmátturinn sem raunverulega skiptir máli. Umræðan um áhrif tolla á verðlag hér á landi er fremur villandi þegar rýnt er í tölur um Evrópskan verðsamanburð fyrir árið 2017. Þannig var hlutfallslegt verð hæst á Íslandi af öllum löndum sem Eurostat tók með í sínum samanburði árið 2017, á húsgögnum og gólfefnum (+31%), heimilistækjum (+59%) og raftækjum (+48%). Sömu sögu er að segja af fatnaði (+71%) og skóm (+81%) sama ár. Engir tollar eru lagðir á þessar vörur við innflutning. Vissulega nýtur landbúnaður tollverndar til að jafna stöðu innlendrar framleiðslu gagnvart innflutningi en yrði hún afnumin er engin trygging fyrir því að hún skili sér til neytenda ef taka má hliðsjón af öðrum innfluttum vörum.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun