Plástralækning Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 9. febrúar 2019 09:00 Ríkið ætlar að styrkja einkarekna fjölmiðla um 300 til 400 milljónir króna á ári samkvæmt nýju frumvarpi menntamálaráðherra. Stuðningurinn felst einkum í endurgreiðslu 25% ritstjórnarkostnaðar, þó þannig að hver einstakur miðill fái að hámarki 50 milljónir á ári. Ekki þarf mikið til að öðlast rétt til að sækja um styrki. Starfsmenn í fullu starfi þurfa ekki að vera fleiri en þrír og netmiðlum nægir að miðla nýju efni daglega. Styrktarkerfið mun því aðallega gagnast smærri miðlum. Varla verður fram hjá því litið hvað felst í því að reka ritstjórn eða fréttastofu. Á Íslandi eru reknar þrjár fréttastofur í einkaeigu sem rísa undir nafni. Fréttastofa Stöðvar 2, og ritstjórnir Morgunblaðsins og Fréttablaðsins. Á þessum fréttastofum starfar fjöldi fagfólks. Miðlarnir sinna alhliða fréttaöflun og afþreyingu, auk þess að sinna almannaþjónustu. Eftirtektarvert hefur verið undanfarin ár að einkamiðlarnir, og þá einkum þeir sem Sýn rekur núna, hafa æ ofan í æ verið fyrstir til að flytja fregnir af yfirvofandi hættu, náttúruhamförum til dæmis – á undan sjálfum ríkismiðlinum. Ef miðað er við þróun undanfarin ár bendir flest til að slík starfsemi eigi undir högg að sækja. Engin vöntun hefur verið á smærri miðlum, sérstaklega frá 2008. Líklega hefur aldrei í Íslandssögunni verið meiri gróska á þeim vettvangi en nú. Tillaga menntamálaráðherra hefur í för með sér enn hærri framlög ríkisins til fjölmiðla. Nú þegar er beint framlag til Ríkisútvarpsins um 4,7 milljarðar á ári. RÚV sækir sér svo um 2,3 milljarða til viðbótar með auglýsingasölu í samkeppni við einkareknu miðlana. Frumvarpið gerir ráð fyrir að framlag ríkisins til einkamiðlanna nemi um 5% af árlegri forgjöf RÚV. Þeir fjármunir verða sóttir í ríkissjóð. Framlög til RÚV jukust um ríflega 500 milljónir milli áranna 2018 og 2019. Árlegt framlag mun hafa vaxið um milljarð frá því skrifað var undir gildandi þjónustusamning við RÚV. Stofnunin virðist í áskrift að auknum framlögum þrátt fyrir merki um viðvarandi óráðsíu í rekstrinum. RÚV keppir um erlent afþreyingarefni, greiðir hæstu launin, kaupir margfalt dýrari búnað en keppinautarnir og svo mætti áfram telja. Þrátt fyrir það eru afköst sambærilegra miðla Sýnar margföld á við fjölmiðla RÚV. Í stað þess að auka framlög til stofnunarinnar væri rétt að gera til hennar eðlilega sparnaðarkröfu. Með því að helminga þátttöku RÚV á auglýsingamarkaði, og endurúthluta til einkamiðlanna þeim aukafjármunum sem stofnunin hefur fengið í sinn hlut frá gerð síðasta þjónustusamnings, mætti rétta af hlut frjálsra fjölmiðla svo bragð væri að. Með því hefðu þeir úr ríflega tveimur milljörðum aukalega að spila á ári hverju. Og ríkið þyrfti ekki að greiða viðbótarkrónu til fjölmiðla. Menntamálaráðherra hefur ákveðið að taka enga afstöðu til fílsins í herberginu. Þess vegna er frumvarp hennar hvorki fugl né fiskur, í besta falli plástralækning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Ríkið ætlar að styrkja einkarekna fjölmiðla um 300 til 400 milljónir króna á ári samkvæmt nýju frumvarpi menntamálaráðherra. Stuðningurinn felst einkum í endurgreiðslu 25% ritstjórnarkostnaðar, þó þannig að hver einstakur miðill fái að hámarki 50 milljónir á ári. Ekki þarf mikið til að öðlast rétt til að sækja um styrki. Starfsmenn í fullu starfi þurfa ekki að vera fleiri en þrír og netmiðlum nægir að miðla nýju efni daglega. Styrktarkerfið mun því aðallega gagnast smærri miðlum. Varla verður fram hjá því litið hvað felst í því að reka ritstjórn eða fréttastofu. Á Íslandi eru reknar þrjár fréttastofur í einkaeigu sem rísa undir nafni. Fréttastofa Stöðvar 2, og ritstjórnir Morgunblaðsins og Fréttablaðsins. Á þessum fréttastofum starfar fjöldi fagfólks. Miðlarnir sinna alhliða fréttaöflun og afþreyingu, auk þess að sinna almannaþjónustu. Eftirtektarvert hefur verið undanfarin ár að einkamiðlarnir, og þá einkum þeir sem Sýn rekur núna, hafa æ ofan í æ verið fyrstir til að flytja fregnir af yfirvofandi hættu, náttúruhamförum til dæmis – á undan sjálfum ríkismiðlinum. Ef miðað er við þróun undanfarin ár bendir flest til að slík starfsemi eigi undir högg að sækja. Engin vöntun hefur verið á smærri miðlum, sérstaklega frá 2008. Líklega hefur aldrei í Íslandssögunni verið meiri gróska á þeim vettvangi en nú. Tillaga menntamálaráðherra hefur í för með sér enn hærri framlög ríkisins til fjölmiðla. Nú þegar er beint framlag til Ríkisútvarpsins um 4,7 milljarðar á ári. RÚV sækir sér svo um 2,3 milljarða til viðbótar með auglýsingasölu í samkeppni við einkareknu miðlana. Frumvarpið gerir ráð fyrir að framlag ríkisins til einkamiðlanna nemi um 5% af árlegri forgjöf RÚV. Þeir fjármunir verða sóttir í ríkissjóð. Framlög til RÚV jukust um ríflega 500 milljónir milli áranna 2018 og 2019. Árlegt framlag mun hafa vaxið um milljarð frá því skrifað var undir gildandi þjónustusamning við RÚV. Stofnunin virðist í áskrift að auknum framlögum þrátt fyrir merki um viðvarandi óráðsíu í rekstrinum. RÚV keppir um erlent afþreyingarefni, greiðir hæstu launin, kaupir margfalt dýrari búnað en keppinautarnir og svo mætti áfram telja. Þrátt fyrir það eru afköst sambærilegra miðla Sýnar margföld á við fjölmiðla RÚV. Í stað þess að auka framlög til stofnunarinnar væri rétt að gera til hennar eðlilega sparnaðarkröfu. Með því að helminga þátttöku RÚV á auglýsingamarkaði, og endurúthluta til einkamiðlanna þeim aukafjármunum sem stofnunin hefur fengið í sinn hlut frá gerð síðasta þjónustusamnings, mætti rétta af hlut frjálsra fjölmiðla svo bragð væri að. Með því hefðu þeir úr ríflega tveimur milljörðum aukalega að spila á ári hverju. Og ríkið þyrfti ekki að greiða viðbótarkrónu til fjölmiðla. Menntamálaráðherra hefur ákveðið að taka enga afstöðu til fílsins í herberginu. Þess vegna er frumvarp hennar hvorki fugl né fiskur, í besta falli plástralækning.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun