Russell Westbrook var með þrennu í fjórða leiknum í röð í NBA-deildinni í nótt þegar hann bauð upp á 23 stig, 14 fráköst og 14 stoðsendingar í sigri Oklahoma City Thunder á Orlando Magic.
Westbrook var einnig með þrennu í leikjunum á undan sem voru á móti Portland Trail Blazers, New Orleans Pelicans og Milwaukee Bucks.
Westbrook var með 29 stig, 10 fráköst og 14 stoðsendingar á móti Portland, 23 stig, 17 fráköst og 16 stoðsendingar á móti New Orleans og 13 stig, 13 fráköst og 11 stoðsendingar á móti Milwaukee.
4th straight triple-double & 17th of the season for @russwest44 in the @okcthunder win! #SAPStatLineOfTheNightpic.twitter.com/fDgOecR6dq
— NBA.com/Stats (@nbastats) January 30, 2019
Russell Westbrook er nú kominn með sautján þrennur á tímabilinu eða níu fleiri en næsti maður á lista sem er Ben Simmons hjá Philadelphia 76ers með átta.
Westbrook hefur verið með þrefalda tvennu að meðaltali undanfarin tvö tímabil. Aðeins einn leikmaður hefur náð því á einu tímabili en enginn hefur gert það tvisvar hvað þá þrjú ár í röð eins og stefnir í hjá Westbrook.
Það liðir 55 ár á milli þess að Oscar Robertson var með þrennu að meðaltali leiktíðina 1961–62 með Cincinnati Royals þar til að Westbrook lék það eftir leiktíðina 2016-17.
Russell Westbrook's rewriting the record books. Appreciate elite, historic talent. pic.twitter.com/8rcto2VISW
— SLAM (@SLAMonline) January 27, 2019
Russell Westbrook var „bara“ með 8,3 fráköst og 8,9 stoðsendingar í fyrstu þrettán leikjum tímabilsins en hefur komist meira og meira í gírinn eftir því sem liðið hefur á leiktíðina. Hann fór í aðgerð rétt fyrir tímabilið og missti af leikjum í upphafi.
Í þrettán leikjum sínum á nýju ári er Russell Westbrook aftur á móti með 23,1 stig, 11,0 fráköst og 12,1 stoðsendingu að meðaltali í leik en hann hefur þegar náð níu þrennum á árinu 2019.
Tonight marked the 40th time in Westbrook's career that he got a triple-double in three quarters. James Harden is next with 12 pic.twitter.com/b8feZB7aZK
— SportsCenter (@SportsCenter) January 30, 2019
Það stefnir því allt í það að Russell Westbrook nái þeim einstaka árangri að vera með þrennu þriðja tímabilið í röð.