Þrífösun rafmagns: Skaftárhreppur og Mýrar í forgang Atli Ísleifsson skrifar 30. janúar 2019 13:28 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, er ferðamála-, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. vísir/vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hyggst leggja til þriggja ára átak í að flýta þrífösun rafmagns í væntanlegri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020 til 2024. Í frétt á vef atvinnuvegna og nýsköpunarráðuneytisins segir að til standi í fyrsta áfanga verði lögð áhersla á að ljúka þrífösun á tveimur svæðum: Skaftárhreppi og Mýrum. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar er kveðið á um að flýta áformum um þrífösun. Hafi átakið þannig einnig beina skírskotun til byggðaáætlunar sem Alþingi samþykkti síðastliðið sumar, þar sem áhersla sé lögð á þrífösun.Á að ljúka 2035 „Í dag er meira en fjórðungur af öllu dreifikerfi RARIK einfasa, sem takmarkar bæði flutningsgetu kerfisins og það hve öflugan rafbúnað er hægt er að nota á hverjum og einum stað. Þrífösun er því mikilvæg út frá orkuskiptum, byggðasjónarmiðum, ferðaþjónustu, landbúnaði og öðrum atvinnutækifærum. Auk þess má nefna að nýir strengir eru iðulega lagðir í jörð, í samræmi við stefnu stjórnvalda, sem hefur jákvæð umhverfisáhrif. Samkvæmt núgildandi áætlunum verður þrífösun ekki lokið fyrr en eftir 16 ár eða árið 2035. Tillagan gengur út á tvennt: í fyrsta lagi aukið fjármagn, um 80 milljónir kr. á ári í þrjú ár, og í öðru lagi breytta forgangsröðun. Í stað þess að forgangsraða eftir aldri núverandi raflína og álagi á þær verði einnig horft til þess hve mikil þörf er fyrir þrífösun og hvort samlegðaráhrif séu með áætlunum um lagningu ljósleiðara. Féð verður notað til að standa straum af flýtigjaldi sem RARIK tekur fyrir að flýta framkvæmdum. Í þessum þriggja ára áfanga, árin 2020-2022, verður lögð áhersla á að ljúka þrífösun á tveimur svæðum: Skaftárhreppi og Mýrum. Skaftárhreppur er eina sveitarfélagið á Suðurlandi sem ekki nýtur þriggja fasa rafmagns. Sveitarfélagið er hið næststærsta á landinu að flatarmáli og er skilgreint sem brotthætt byggð. Mikill ferðamannastraumur á svæðinu veldur álagi á innviði. Á Mýrum fer saman brýn þörf fyrir þrífösun vegna landbúnaðar og sú staðreynd að unnið er að útboði á lagningu ljósleiðara á svæðinu sem hefði í för með sér töluverð samlegðaráhrif. Svæðið sem um ræðir er frá Hvítárósum vestur að mörkum Eyja- og Miklaholtshrepps,“ segir í fréttinni. Byggðamál Orkumál Skaftárhreppur Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hyggst leggja til þriggja ára átak í að flýta þrífösun rafmagns í væntanlegri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020 til 2024. Í frétt á vef atvinnuvegna og nýsköpunarráðuneytisins segir að til standi í fyrsta áfanga verði lögð áhersla á að ljúka þrífösun á tveimur svæðum: Skaftárhreppi og Mýrum. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar er kveðið á um að flýta áformum um þrífösun. Hafi átakið þannig einnig beina skírskotun til byggðaáætlunar sem Alþingi samþykkti síðastliðið sumar, þar sem áhersla sé lögð á þrífösun.Á að ljúka 2035 „Í dag er meira en fjórðungur af öllu dreifikerfi RARIK einfasa, sem takmarkar bæði flutningsgetu kerfisins og það hve öflugan rafbúnað er hægt er að nota á hverjum og einum stað. Þrífösun er því mikilvæg út frá orkuskiptum, byggðasjónarmiðum, ferðaþjónustu, landbúnaði og öðrum atvinnutækifærum. Auk þess má nefna að nýir strengir eru iðulega lagðir í jörð, í samræmi við stefnu stjórnvalda, sem hefur jákvæð umhverfisáhrif. Samkvæmt núgildandi áætlunum verður þrífösun ekki lokið fyrr en eftir 16 ár eða árið 2035. Tillagan gengur út á tvennt: í fyrsta lagi aukið fjármagn, um 80 milljónir kr. á ári í þrjú ár, og í öðru lagi breytta forgangsröðun. Í stað þess að forgangsraða eftir aldri núverandi raflína og álagi á þær verði einnig horft til þess hve mikil þörf er fyrir þrífösun og hvort samlegðaráhrif séu með áætlunum um lagningu ljósleiðara. Féð verður notað til að standa straum af flýtigjaldi sem RARIK tekur fyrir að flýta framkvæmdum. Í þessum þriggja ára áfanga, árin 2020-2022, verður lögð áhersla á að ljúka þrífösun á tveimur svæðum: Skaftárhreppi og Mýrum. Skaftárhreppur er eina sveitarfélagið á Suðurlandi sem ekki nýtur þriggja fasa rafmagns. Sveitarfélagið er hið næststærsta á landinu að flatarmáli og er skilgreint sem brotthætt byggð. Mikill ferðamannastraumur á svæðinu veldur álagi á innviði. Á Mýrum fer saman brýn þörf fyrir þrífösun vegna landbúnaðar og sú staðreynd að unnið er að útboði á lagningu ljósleiðara á svæðinu sem hefði í för með sér töluverð samlegðaráhrif. Svæðið sem um ræðir er frá Hvítárósum vestur að mörkum Eyja- og Miklaholtshrepps,“ segir í fréttinni.
Byggðamál Orkumál Skaftárhreppur Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira