Heyr heyr hrópuðu þingkonur eftir ræðu Miðflokksmanns Jakob Bjarnar skrifar 30. janúar 2019 16:23 Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins flutti nú fyrir stundu ræðu á þingi þar sem hann fordæmdi kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi.Birgir Þórarinsson.aðsend mynd„Háttvirtir þingmenn, stöndum saman!“ Þannig lauk Birgir ræðu sinni á Alþingi og við kváðu húrrahróp í salnum, eða að hætti þingheims: „Heyr, heyr!“ En áður hafði Birgir hvatt til þess að kynferðislegri áreitni yrði útrýmt af þinginu. Birgir vakti athygli í dag fyrir að gera skýran greinarmun á sér og svo öðrum þingmönnum Miðflokksins, sem einmitt eru nú flestir hverjir kenndir við Klaustur bar eftir að upptökur sem meðal annars þykja óræk sönnun fyrir megnri kvenfyrirlitningu, voru opinberaðar. Birgir vill að boðað verði til flokksráðsfundar vegna þeirrar stöðu sem upp er komin og telur stöðu Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar ekki geta verið þá sömu, eftir sem áður. Björn Ingi Hrafnsson, sem rekur vefmiðilinn Viljann, sagði í Facebookfærslu að rökrétt ályktun sem draga mætti af þessu væri sú að Birgir vildi styrkja stöðu sína innan flokksins. En, það var ekki á Birgi að heyra að þar hengi á spýtunni. Því í ræðu Birgis kom fram að hann hafi verið viðstaddur ráðstefnu Evrópuráðsins nýverið. Þar voru einnig Rósa Björk Brynjólfsdóttir VG og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírötum. Þar var boðað sérstakt átak gegn kynferðislegu ofbeldi á þjóðþingum undir slagorðinu: Not in my Parliament. Greinilegt er að Birgir var innblásinn eftir þá ferð og lyfti hann skilti með slagorðinu á og vildi að forseti Alþingis gengi í að láta prenta hliðstæð spjöld á íslensku.Birgir lyfti spjaldi sem hann vill að Steingrímur láti prenta í íslenskri útgáfu: Ekki í okkar þingheimi!Birgir vitnaði í rannsókn sem var gerð á vegum Evrópuráðsins, meðal 80 þingkvenna í 45 löndum sem fjallaði um kynferðislegt ofbeldi og áreitni. „Niðurstöðurnar eru sláandi. Daglega verða þingkonur í Evrópu fyrir kynferðislegu ofbeldi. Rúmlega 40 prósent af þingkonum í þjóðþingum Evrópu hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni, og í 70 prósent tilfella eru gerendurnir karlkyns þingmenn. Helmingur þingkvenna hefur orðið fyrir kynferðislegum athugasemdum þar sem mikill meirihluti gerenda eru karlkyns þingmenn,“ sagði Birgir meðal annars í ræðu sinni sem féll í afar vel í kramið, ekki síst meðal kvenna í þingmannaliðinu. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Birgir segir ekki rétt að Gunnar Bragi og Bergþór gangi að embættum sínum vísum Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins segir ekkert til í fullyrðingum um að hann hugsi sér til hreyfings úr flokknum vegna endurkomu Klaustur tvímenningana á þing. 30. janúar 2019 12:30 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Sjá meira
Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins flutti nú fyrir stundu ræðu á þingi þar sem hann fordæmdi kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi.Birgir Þórarinsson.aðsend mynd„Háttvirtir þingmenn, stöndum saman!“ Þannig lauk Birgir ræðu sinni á Alþingi og við kváðu húrrahróp í salnum, eða að hætti þingheims: „Heyr, heyr!“ En áður hafði Birgir hvatt til þess að kynferðislegri áreitni yrði útrýmt af þinginu. Birgir vakti athygli í dag fyrir að gera skýran greinarmun á sér og svo öðrum þingmönnum Miðflokksins, sem einmitt eru nú flestir hverjir kenndir við Klaustur bar eftir að upptökur sem meðal annars þykja óræk sönnun fyrir megnri kvenfyrirlitningu, voru opinberaðar. Birgir vill að boðað verði til flokksráðsfundar vegna þeirrar stöðu sem upp er komin og telur stöðu Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar ekki geta verið þá sömu, eftir sem áður. Björn Ingi Hrafnsson, sem rekur vefmiðilinn Viljann, sagði í Facebookfærslu að rökrétt ályktun sem draga mætti af þessu væri sú að Birgir vildi styrkja stöðu sína innan flokksins. En, það var ekki á Birgi að heyra að þar hengi á spýtunni. Því í ræðu Birgis kom fram að hann hafi verið viðstaddur ráðstefnu Evrópuráðsins nýverið. Þar voru einnig Rósa Björk Brynjólfsdóttir VG og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírötum. Þar var boðað sérstakt átak gegn kynferðislegu ofbeldi á þjóðþingum undir slagorðinu: Not in my Parliament. Greinilegt er að Birgir var innblásinn eftir þá ferð og lyfti hann skilti með slagorðinu á og vildi að forseti Alþingis gengi í að láta prenta hliðstæð spjöld á íslensku.Birgir lyfti spjaldi sem hann vill að Steingrímur láti prenta í íslenskri útgáfu: Ekki í okkar þingheimi!Birgir vitnaði í rannsókn sem var gerð á vegum Evrópuráðsins, meðal 80 þingkvenna í 45 löndum sem fjallaði um kynferðislegt ofbeldi og áreitni. „Niðurstöðurnar eru sláandi. Daglega verða þingkonur í Evrópu fyrir kynferðislegu ofbeldi. Rúmlega 40 prósent af þingkonum í þjóðþingum Evrópu hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni, og í 70 prósent tilfella eru gerendurnir karlkyns þingmenn. Helmingur þingkvenna hefur orðið fyrir kynferðislegum athugasemdum þar sem mikill meirihluti gerenda eru karlkyns þingmenn,“ sagði Birgir meðal annars í ræðu sinni sem féll í afar vel í kramið, ekki síst meðal kvenna í þingmannaliðinu.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Birgir segir ekki rétt að Gunnar Bragi og Bergþór gangi að embættum sínum vísum Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins segir ekkert til í fullyrðingum um að hann hugsi sér til hreyfings úr flokknum vegna endurkomu Klaustur tvímenningana á þing. 30. janúar 2019 12:30 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Sjá meira
Birgir segir ekki rétt að Gunnar Bragi og Bergþór gangi að embættum sínum vísum Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins segir ekkert til í fullyrðingum um að hann hugsi sér til hreyfings úr flokknum vegna endurkomu Klaustur tvímenningana á þing. 30. janúar 2019 12:30