Fulltrúi Frakka í Eurovision tilkynnir morðhótanir og hatursummæli til lögreglu Atli Ísleifsson skrifar 31. janúar 2019 08:25 Bilal Hassani mun flytja lagið Roi í Eurovision-keppninni. Eurovision.tv Fulltrúi Frakka í Eurovision hefur tilkynnt morðhótanir og hatursummæli sem honum hafa borist til lögreglu. Franskir fjölmiðlar segja að söngvaranum, Bilal Hassani, hafi verið hótað vegna samkynhneigðar sinnar. Hinn nítján ára Bilal Hassani, sem mun flytja lagið Roi í keppninni í Ísrael í maí. Lögmaður hans, Etienne Deshoulières, segir í samtali við Le Monde að þeir hafi tilkynnt fjölda fólks fyrir meiðyrði, hatursummæli og hótanir um líkamsmeiðingar. Hassani þakkaði fyrir þann stuðning, sem hann hafi fengið eftir að hann tilkynnti málin til lögreglu, á Twitter í gær. Segir hann skilaboðahólf sín full af hlýjum orðum frá stuðningsmönnum.Il y’a surtout beaucoup d’amour , pleins de messages de soutien... #SpreadLoveNotHatehttps://t.co/1KYJwR9x8e — Bilal Hassani (@iambilalhassani) January 30, 2019Hassani kemur frá París og er af marokkóskum uppruna. Hann sló í gegn í Frakklandi eftir þátttöku sína í The Voice árið 2015 þar sem hann söng meðal annars lagið Rise Like a Phoenix sem Conchita Wurst söng í Eurovision árið 2014 og skilaði Austurríkismönnum sigri. Lagið Roi, sem útleggst á íslensku sem Kóngur, ku fjalla um það að vera trúr sjálfum sér. Lokakeppni Eurovision fer fram dagana 14., 16. og 18. maí í Tel Avív í Ísrael. Þar sem Frakkland er eitt „hinna fimm stóru“ mun Hassani ekki þurfa að taka þátt á öðru undanúrslitakvöldinu, heldur stígur fyrst á stokk á úrslitakvöldinu sjálfu. Eurovision Frakkland Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
Fulltrúi Frakka í Eurovision hefur tilkynnt morðhótanir og hatursummæli sem honum hafa borist til lögreglu. Franskir fjölmiðlar segja að söngvaranum, Bilal Hassani, hafi verið hótað vegna samkynhneigðar sinnar. Hinn nítján ára Bilal Hassani, sem mun flytja lagið Roi í keppninni í Ísrael í maí. Lögmaður hans, Etienne Deshoulières, segir í samtali við Le Monde að þeir hafi tilkynnt fjölda fólks fyrir meiðyrði, hatursummæli og hótanir um líkamsmeiðingar. Hassani þakkaði fyrir þann stuðning, sem hann hafi fengið eftir að hann tilkynnti málin til lögreglu, á Twitter í gær. Segir hann skilaboðahólf sín full af hlýjum orðum frá stuðningsmönnum.Il y’a surtout beaucoup d’amour , pleins de messages de soutien... #SpreadLoveNotHatehttps://t.co/1KYJwR9x8e — Bilal Hassani (@iambilalhassani) January 30, 2019Hassani kemur frá París og er af marokkóskum uppruna. Hann sló í gegn í Frakklandi eftir þátttöku sína í The Voice árið 2015 þar sem hann söng meðal annars lagið Rise Like a Phoenix sem Conchita Wurst söng í Eurovision árið 2014 og skilaði Austurríkismönnum sigri. Lagið Roi, sem útleggst á íslensku sem Kóngur, ku fjalla um það að vera trúr sjálfum sér. Lokakeppni Eurovision fer fram dagana 14., 16. og 18. maí í Tel Avív í Ísrael. Þar sem Frakkland er eitt „hinna fimm stóru“ mun Hassani ekki þurfa að taka þátt á öðru undanúrslitakvöldinu, heldur stígur fyrst á stokk á úrslitakvöldinu sjálfu.
Eurovision Frakkland Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira