Sjúkrahús að fyllast í „menguðustu borg Evrópu“ Samúel Karl Ólason skrifar 31. janúar 2019 17:01 Ríkisstjórn Makedóníu segir mengunina að mestu vera til komna vegna þess hve margar fjölskyldur brenna við til að hita heimili sín. Vísir/Getty Sjúkrahús eru að fyllast og börn mæta ekki í skóla vegna gífurlegrar mengunar í borginni Skopje í Makedóníu, menguðustu borg Evrópu. Ríkisstjórn Makedóníu segir mengunina að mestu vera til komna vegna þess hve margar fjölskyldur brenna við til að hita heimili sín. Þá er borgin umkringd fjöllum sem valda því að mengunin hangir yfir borginni. Aðrir segja þó borgina vera illa skipulagða og mikil fátækt valdi því að fólk neyðist til að brenna við til að hita heimili sín.AFP fréttaveitan vísar í könnun frá UNDP þar sem þriðjungur íbúa borgarinnar sagðist brenna við á heimilum sínum. Þá sögðust margir stundum brenna plastúrgang og dekk. Þá veldur útblástur bíla og iðnaður, þar sem mikið er notast við kol, einnig mikilli mengun.Mengunin hefur komið sérstaklega niður á börnum og öldruðum. AFP ræddi við eina konu sem þurfti að taka tveggja mánaða frí frá vinnu til að annast 16 mánaða barn sitt á sjúkrahúsi. Hún segir son sinn hafa fæðst heilbrigðan en hann sé nú kominn með mikinn astma. Um hálf milljón manna búa í Skopje en þar eru minnst hundrað börn á sjúkrahúsum vegna öndunartengdra sjúkdóma. Það yngsta er tveggja mánaða gamalt. Magn PM10 (eindir sem eru undir tíu míkrómetrum í þvermál) fór yfir 188 míkrógrömm í hverjum rúmmetra tvo daga í röð í síðustu viku. Það er nærri því fjórfalt hærra en heilbrigðisviðmið Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Svipaða sögu er að segja af PM2,5. Borgaryfirvöld lokuðu skólum í tvo daga, stöðvuðu stór byggingarverkefni og almenningssamgöngur voru ókeypis.Nú hafa yfirvöld borgarinnar ákveðið að reyna að draga úr mengun um helming á næstu tveimur árum. Meðal þess sem stendur til að gera er að leggja gasleiðslur til heimila svo íbúar geti hætt að brenna við og rusl. Norður-Makedónía Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Fleiri fréttir Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Sjá meira
Sjúkrahús eru að fyllast og börn mæta ekki í skóla vegna gífurlegrar mengunar í borginni Skopje í Makedóníu, menguðustu borg Evrópu. Ríkisstjórn Makedóníu segir mengunina að mestu vera til komna vegna þess hve margar fjölskyldur brenna við til að hita heimili sín. Þá er borgin umkringd fjöllum sem valda því að mengunin hangir yfir borginni. Aðrir segja þó borgina vera illa skipulagða og mikil fátækt valdi því að fólk neyðist til að brenna við til að hita heimili sín.AFP fréttaveitan vísar í könnun frá UNDP þar sem þriðjungur íbúa borgarinnar sagðist brenna við á heimilum sínum. Þá sögðust margir stundum brenna plastúrgang og dekk. Þá veldur útblástur bíla og iðnaður, þar sem mikið er notast við kol, einnig mikilli mengun.Mengunin hefur komið sérstaklega niður á börnum og öldruðum. AFP ræddi við eina konu sem þurfti að taka tveggja mánaða frí frá vinnu til að annast 16 mánaða barn sitt á sjúkrahúsi. Hún segir son sinn hafa fæðst heilbrigðan en hann sé nú kominn með mikinn astma. Um hálf milljón manna búa í Skopje en þar eru minnst hundrað börn á sjúkrahúsum vegna öndunartengdra sjúkdóma. Það yngsta er tveggja mánaða gamalt. Magn PM10 (eindir sem eru undir tíu míkrómetrum í þvermál) fór yfir 188 míkrógrömm í hverjum rúmmetra tvo daga í röð í síðustu viku. Það er nærri því fjórfalt hærra en heilbrigðisviðmið Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Svipaða sögu er að segja af PM2,5. Borgaryfirvöld lokuðu skólum í tvo daga, stöðvuðu stór byggingarverkefni og almenningssamgöngur voru ókeypis.Nú hafa yfirvöld borgarinnar ákveðið að reyna að draga úr mengun um helming á næstu tveimur árum. Meðal þess sem stendur til að gera er að leggja gasleiðslur til heimila svo íbúar geti hætt að brenna við og rusl.
Norður-Makedónía Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Fleiri fréttir Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Sjá meira