Sjúkrahús að fyllast í „menguðustu borg Evrópu“ Samúel Karl Ólason skrifar 31. janúar 2019 17:01 Ríkisstjórn Makedóníu segir mengunina að mestu vera til komna vegna þess hve margar fjölskyldur brenna við til að hita heimili sín. Vísir/Getty Sjúkrahús eru að fyllast og börn mæta ekki í skóla vegna gífurlegrar mengunar í borginni Skopje í Makedóníu, menguðustu borg Evrópu. Ríkisstjórn Makedóníu segir mengunina að mestu vera til komna vegna þess hve margar fjölskyldur brenna við til að hita heimili sín. Þá er borgin umkringd fjöllum sem valda því að mengunin hangir yfir borginni. Aðrir segja þó borgina vera illa skipulagða og mikil fátækt valdi því að fólk neyðist til að brenna við til að hita heimili sín.AFP fréttaveitan vísar í könnun frá UNDP þar sem þriðjungur íbúa borgarinnar sagðist brenna við á heimilum sínum. Þá sögðust margir stundum brenna plastúrgang og dekk. Þá veldur útblástur bíla og iðnaður, þar sem mikið er notast við kol, einnig mikilli mengun.Mengunin hefur komið sérstaklega niður á börnum og öldruðum. AFP ræddi við eina konu sem þurfti að taka tveggja mánaða frí frá vinnu til að annast 16 mánaða barn sitt á sjúkrahúsi. Hún segir son sinn hafa fæðst heilbrigðan en hann sé nú kominn með mikinn astma. Um hálf milljón manna búa í Skopje en þar eru minnst hundrað börn á sjúkrahúsum vegna öndunartengdra sjúkdóma. Það yngsta er tveggja mánaða gamalt. Magn PM10 (eindir sem eru undir tíu míkrómetrum í þvermál) fór yfir 188 míkrógrömm í hverjum rúmmetra tvo daga í röð í síðustu viku. Það er nærri því fjórfalt hærra en heilbrigðisviðmið Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Svipaða sögu er að segja af PM2,5. Borgaryfirvöld lokuðu skólum í tvo daga, stöðvuðu stór byggingarverkefni og almenningssamgöngur voru ókeypis.Nú hafa yfirvöld borgarinnar ákveðið að reyna að draga úr mengun um helming á næstu tveimur árum. Meðal þess sem stendur til að gera er að leggja gasleiðslur til heimila svo íbúar geti hætt að brenna við og rusl. Norður-Makedónía Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Fleiri fréttir Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnavæðir fjársvik til að refsa bláum ríkjum Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Sjá meira
Sjúkrahús eru að fyllast og börn mæta ekki í skóla vegna gífurlegrar mengunar í borginni Skopje í Makedóníu, menguðustu borg Evrópu. Ríkisstjórn Makedóníu segir mengunina að mestu vera til komna vegna þess hve margar fjölskyldur brenna við til að hita heimili sín. Þá er borgin umkringd fjöllum sem valda því að mengunin hangir yfir borginni. Aðrir segja þó borgina vera illa skipulagða og mikil fátækt valdi því að fólk neyðist til að brenna við til að hita heimili sín.AFP fréttaveitan vísar í könnun frá UNDP þar sem þriðjungur íbúa borgarinnar sagðist brenna við á heimilum sínum. Þá sögðust margir stundum brenna plastúrgang og dekk. Þá veldur útblástur bíla og iðnaður, þar sem mikið er notast við kol, einnig mikilli mengun.Mengunin hefur komið sérstaklega niður á börnum og öldruðum. AFP ræddi við eina konu sem þurfti að taka tveggja mánaða frí frá vinnu til að annast 16 mánaða barn sitt á sjúkrahúsi. Hún segir son sinn hafa fæðst heilbrigðan en hann sé nú kominn með mikinn astma. Um hálf milljón manna búa í Skopje en þar eru minnst hundrað börn á sjúkrahúsum vegna öndunartengdra sjúkdóma. Það yngsta er tveggja mánaða gamalt. Magn PM10 (eindir sem eru undir tíu míkrómetrum í þvermál) fór yfir 188 míkrógrömm í hverjum rúmmetra tvo daga í röð í síðustu viku. Það er nærri því fjórfalt hærra en heilbrigðisviðmið Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Svipaða sögu er að segja af PM2,5. Borgaryfirvöld lokuðu skólum í tvo daga, stöðvuðu stór byggingarverkefni og almenningssamgöngur voru ókeypis.Nú hafa yfirvöld borgarinnar ákveðið að reyna að draga úr mengun um helming á næstu tveimur árum. Meðal þess sem stendur til að gera er að leggja gasleiðslur til heimila svo íbúar geti hætt að brenna við og rusl.
Norður-Makedónía Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Fleiri fréttir Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnavæðir fjársvik til að refsa bláum ríkjum Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Sjá meira