Erlent

Líkamsleifar sem geymdar voru á safni jarðsettar

Andri Eysteinsson skrifar
Líkamsleifarnar voru í geymslu stríðsminjasafnsins í London.
Líkamsleifarnar voru í geymslu stríðsminjasafnsins í London. EPA/Andy Rain
Líkamsleifar sex óþekktra fórnarlamba helfararinnar voru í dag borin til grafar rétt fyrir utan London eftir að hafa fundist í geymslu stríðsminjasafnsins í borginni. AP greinir frá.

Líkamsleifarnar fundust í geymslu safnsins á síðasta ári. Líkamsleifarnar voru ásamt ýmsum munum hluti nafnlausrar gjafar sem safninu barst árið 1997. Munirnir reyndust vera úr Auschwitz útrýmingarbúðunum og greindu erfðaefnispróf frá því að líkamsleifarnar væru af fimm fullorðnum og einu barni.

Hundruð söfnuðust saman við greftrun líkamsleifanna. Rabbíninn Ephraim Mirvis sagði fórnarlömbin hafa verið svipt sjálfsvirðingunni bæði í lífi og dauða. Nú gæfist loks tækifæri til að votta þeim virðingu með jarðarför.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×