Fleiri burðardýr sleppa óséð inn í landið Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. janúar 2019 19:00 Lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á fjórðungi minna af hörðum fíkniefnum á síðasta ári samanborið við árið 2017. Talsvert fleiri burðardýr sleppa því óséð inn í landið og er þróunin mikið áhyggjuefni að sögn rannsóknarlögreglumanns hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Ný persónuverndarlög kunna að hafa áhrif á þróunina. Í sautján fíkniefnamálum sem komu upp í Leifsstöð á síðastliðnu ári lagði rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum hald á um ellefu kíló af hörðum fíkniefnum. Þetta sýna bráðabirgðartölur embættisins en þetta er fjórum sinnum minna magn en það sem náðist árið 2017 en það voru um 42 kíló í 46 fíkniefnamálum. Munurinn er mestur þegar kemur að kókaíni en 6,6 kíló náðust á síðasta ári en 35 kíló árið 2017.Jón Halldór SigurðssonÞetta verður að teljast sérstaklega athyglisvert í ljósi þess að verð á kókaíni hefur lækkað talsvert síðasta árið og eru merki um að neyslan fari stöðugt vaxandi. Þannig má ætla að fleiri burðardýr komist óséð með fíkniefnin inn í landið. „Það er töluverður munur, við erum að haldleggja um þrjátíu kílóum minna af fíkniefnum,“ segir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Þessar tölur séu engan veginn í takt við það sem er að ske í samfélaginu. „Við erum náttúrulega að sjá að það er stór og mikil aukning á fíkniefnum í landinu. Verð fíkniefna hefur verið að lækka sem bendir til þess að það er aukning. Það er aukning umfram eftirspurn,“ segir Jón Halldór og bætir við að efnin séu þannig augljóslega enn að koma inn í landið. Ný persónuverndarlög hafa áhrif á þróunina Hann segir erfitt að segja til um hvað veldur þessari þróun. Mögulega sé búið að finna nýjar leiðir til að koma fíkniefnum inn í landið en það sé fleira sem hefur áhrif. „Það gæti möulega skýrst af því að eftir að ný persónuverndarlög tóku gildi hefur okkur reynst erfiðara að fá upplýsingar til að vinna fyrirbyggjandi aðgerðir. Það er eitt af þeim atriðum sem við getum bent á en annað er óútskýrt,“ segir Jón Halldór. Nú sé unnið að því að kanna hvernig geti staðið að þessum mikla mun á náðum fíkniefnum. „Þetta er áhyggjuefni fleiri en lögreglu og tollgæslu. Þetta er áhyggjuefni alls þjóðfélagsins. Við erum að sjá fólk fara ansi illa út úr þessu þannig ég held að þetta komi við allar þjóðfélagsstéttir,“ segir Jón Halldór. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Persónuvernd Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á fjórðungi minna af hörðum fíkniefnum á síðasta ári samanborið við árið 2017. Talsvert fleiri burðardýr sleppa því óséð inn í landið og er þróunin mikið áhyggjuefni að sögn rannsóknarlögreglumanns hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Ný persónuverndarlög kunna að hafa áhrif á þróunina. Í sautján fíkniefnamálum sem komu upp í Leifsstöð á síðastliðnu ári lagði rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum hald á um ellefu kíló af hörðum fíkniefnum. Þetta sýna bráðabirgðartölur embættisins en þetta er fjórum sinnum minna magn en það sem náðist árið 2017 en það voru um 42 kíló í 46 fíkniefnamálum. Munurinn er mestur þegar kemur að kókaíni en 6,6 kíló náðust á síðasta ári en 35 kíló árið 2017.Jón Halldór SigurðssonÞetta verður að teljast sérstaklega athyglisvert í ljósi þess að verð á kókaíni hefur lækkað talsvert síðasta árið og eru merki um að neyslan fari stöðugt vaxandi. Þannig má ætla að fleiri burðardýr komist óséð með fíkniefnin inn í landið. „Það er töluverður munur, við erum að haldleggja um þrjátíu kílóum minna af fíkniefnum,“ segir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Þessar tölur séu engan veginn í takt við það sem er að ske í samfélaginu. „Við erum náttúrulega að sjá að það er stór og mikil aukning á fíkniefnum í landinu. Verð fíkniefna hefur verið að lækka sem bendir til þess að það er aukning. Það er aukning umfram eftirspurn,“ segir Jón Halldór og bætir við að efnin séu þannig augljóslega enn að koma inn í landið. Ný persónuverndarlög hafa áhrif á þróunina Hann segir erfitt að segja til um hvað veldur þessari þróun. Mögulega sé búið að finna nýjar leiðir til að koma fíkniefnum inn í landið en það sé fleira sem hefur áhrif. „Það gæti möulega skýrst af því að eftir að ný persónuverndarlög tóku gildi hefur okkur reynst erfiðara að fá upplýsingar til að vinna fyrirbyggjandi aðgerðir. Það er eitt af þeim atriðum sem við getum bent á en annað er óútskýrt,“ segir Jón Halldór. Nú sé unnið að því að kanna hvernig geti staðið að þessum mikla mun á náðum fíkniefnum. „Þetta er áhyggjuefni fleiri en lögreglu og tollgæslu. Þetta er áhyggjuefni alls þjóðfélagsins. Við erum að sjá fólk fara ansi illa út úr þessu þannig ég held að þetta komi við allar þjóðfélagsstéttir,“ segir Jón Halldór.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Persónuvernd Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira