Allt að tuttugu áður óþekktar eldflaugastöðvar eru starfræktar í Norður-Kóreu. Beyond Parallel, rannsóknarteymi á vegum varnarmálahugveitunnar CSIS, birti afrakstur rannsóknar sinnar í gær. Þar sagði að starfrækt væri svokölluð Sino-ri stöð, sem einræðisstjórn Kim Jong-un hefur aldrei greint frá áður, auk allt að nítján annarra.
Þessar nýju, leynilegu eldflaugastöðvar gætu sett strik í reikninginn í viðræðum stjórnar Kim við Bandaríkin og Suður-Kóreu um afvopnun. Fyrir helgi var greint frá því að Kim myndi funda öðru sinni með Bandaríkjaforseta í lok janúar.
