Whelan ekki sleppt gegn tryggingu Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2019 12:22 Paul Whelan í dómssal í morgun. AP/Pavel Golovkin Paul Whelan, sem hefur verið handtekinn í Rússlandi og er grunaður um njósnir, fékk afhent USB-drif sem innihélt ríkisleyndarmál Rússlands. Þetta segir lögmaður Whelan en hann segist ekki hafa vitað að drifið innihéldi leynilegar upplýsingar. Bandaríkjamaðurinn var færður fyrir dómara í dag þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að hann skyldi vera áfram í haldi þar til réttarhöldin gegn honum fara fram. Fregnir hafa áður borist af umræddu drifi. Rosbalt fréttaveitan sagði í byrjun mánaðarins að Whelan hefði hitt rússneskan borgara á hótelherbergi og fengið drifið afhent. Hann hefði svo verið handtekinn strax í kjölfari af því.Sjá einnig: Whelan formlega ákærður fyrir njósnirWhelan þvertekur fyrir að vera njósnari en fjölskylda hans segir hann hafa verið í Rússlandi vegna brúðkaups vinar hans úr landgönguliði Bandaríkjanna. Lögmaðurinn Vladimir Zherebenkov segir Whelan staðráðinn í því að sanna sakleysi sitt og segist ekki hafa séð neinar sannanir fyrir því að Whelan sé njósnari. Whelan er með ríkisborgararétt í fjórum ríkjum. Bandaríkjunum, Bretlandi, Írlandi og Kanada. Fulltrúar allra ríkjanna voru viðstaddir réttarhöldin í dag sem fóru annars fram fyrir luktum dyrum. Sérfræðingar segja mögulegt að Whelan hafi verið handtekinn svo yfirvöld í Rússlandi geti reynt að fá honum skipt fyrir Mariu Butina. Hún er rússneskur ríkisborgari sem hefur játað að ganga erinda Rússa í Bandaríkjunum. Whelan fæddist í Kanada en á breska foreldra. Þau fluttust til bandaríkjanna þegar hann var barn. Hann starfar nú sem öryggisstjóri fyrir fyrirtækið BorgWarner. Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Meintur njósnari stal peningum frá landgönguliðum og er með ferfalt ríkisfang Komið hefur í ljós að bandaríski maðurinn sem handtekinn var í Rússlandi fyrir meintar njósnir er með ferfalt ríkisfang. Árið 2006 var hann sakfelldur fyrir að hafa stolið um tíu þúsund dollurum úr sjóðum landgönguliða á meðan hann var staðsettur í Írak. 5. janúar 2019 14:30 Meintur njósnari sigldi um eyjar Breiðafjarðar Íbúar í Stykkishólmi urðu heldur en ekki hissa þegar þeir sáu meintan bandarískan njósnara í haldi Rússa sýndan í umhverfi Breiðafjarðar í heimspressunni í gærkvöldi. 2. janúar 2019 21:45 Fjölskylda meints njósnara segir hann saklausan Mögulegt er talið að Bandaríkjamaðurinn hafi verið handtekinn til að styrkja kröfu Pútín forseta um að rússneskur njósnari verði látinn laus vestanhafs. 2. janúar 2019 11:30 Bretar lýsa áhyggjum af meintum njósnara í haldi Rússa Utanríkisráðherra Bretlands segir til skoðunar hvort að breskir ferðalangar séu öruggir í Rússlandi. 4. janúar 2019 12:40 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Paul Whelan, sem hefur verið handtekinn í Rússlandi og er grunaður um njósnir, fékk afhent USB-drif sem innihélt ríkisleyndarmál Rússlands. Þetta segir lögmaður Whelan en hann segist ekki hafa vitað að drifið innihéldi leynilegar upplýsingar. Bandaríkjamaðurinn var færður fyrir dómara í dag þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að hann skyldi vera áfram í haldi þar til réttarhöldin gegn honum fara fram. Fregnir hafa áður borist af umræddu drifi. Rosbalt fréttaveitan sagði í byrjun mánaðarins að Whelan hefði hitt rússneskan borgara á hótelherbergi og fengið drifið afhent. Hann hefði svo verið handtekinn strax í kjölfari af því.Sjá einnig: Whelan formlega ákærður fyrir njósnirWhelan þvertekur fyrir að vera njósnari en fjölskylda hans segir hann hafa verið í Rússlandi vegna brúðkaups vinar hans úr landgönguliði Bandaríkjanna. Lögmaðurinn Vladimir Zherebenkov segir Whelan staðráðinn í því að sanna sakleysi sitt og segist ekki hafa séð neinar sannanir fyrir því að Whelan sé njósnari. Whelan er með ríkisborgararétt í fjórum ríkjum. Bandaríkjunum, Bretlandi, Írlandi og Kanada. Fulltrúar allra ríkjanna voru viðstaddir réttarhöldin í dag sem fóru annars fram fyrir luktum dyrum. Sérfræðingar segja mögulegt að Whelan hafi verið handtekinn svo yfirvöld í Rússlandi geti reynt að fá honum skipt fyrir Mariu Butina. Hún er rússneskur ríkisborgari sem hefur játað að ganga erinda Rússa í Bandaríkjunum. Whelan fæddist í Kanada en á breska foreldra. Þau fluttust til bandaríkjanna þegar hann var barn. Hann starfar nú sem öryggisstjóri fyrir fyrirtækið BorgWarner.
Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Meintur njósnari stal peningum frá landgönguliðum og er með ferfalt ríkisfang Komið hefur í ljós að bandaríski maðurinn sem handtekinn var í Rússlandi fyrir meintar njósnir er með ferfalt ríkisfang. Árið 2006 var hann sakfelldur fyrir að hafa stolið um tíu þúsund dollurum úr sjóðum landgönguliða á meðan hann var staðsettur í Írak. 5. janúar 2019 14:30 Meintur njósnari sigldi um eyjar Breiðafjarðar Íbúar í Stykkishólmi urðu heldur en ekki hissa þegar þeir sáu meintan bandarískan njósnara í haldi Rússa sýndan í umhverfi Breiðafjarðar í heimspressunni í gærkvöldi. 2. janúar 2019 21:45 Fjölskylda meints njósnara segir hann saklausan Mögulegt er talið að Bandaríkjamaðurinn hafi verið handtekinn til að styrkja kröfu Pútín forseta um að rússneskur njósnari verði látinn laus vestanhafs. 2. janúar 2019 11:30 Bretar lýsa áhyggjum af meintum njósnara í haldi Rússa Utanríkisráðherra Bretlands segir til skoðunar hvort að breskir ferðalangar séu öruggir í Rússlandi. 4. janúar 2019 12:40 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Meintur njósnari stal peningum frá landgönguliðum og er með ferfalt ríkisfang Komið hefur í ljós að bandaríski maðurinn sem handtekinn var í Rússlandi fyrir meintar njósnir er með ferfalt ríkisfang. Árið 2006 var hann sakfelldur fyrir að hafa stolið um tíu þúsund dollurum úr sjóðum landgönguliða á meðan hann var staðsettur í Írak. 5. janúar 2019 14:30
Meintur njósnari sigldi um eyjar Breiðafjarðar Íbúar í Stykkishólmi urðu heldur en ekki hissa þegar þeir sáu meintan bandarískan njósnara í haldi Rússa sýndan í umhverfi Breiðafjarðar í heimspressunni í gærkvöldi. 2. janúar 2019 21:45
Fjölskylda meints njósnara segir hann saklausan Mögulegt er talið að Bandaríkjamaðurinn hafi verið handtekinn til að styrkja kröfu Pútín forseta um að rússneskur njósnari verði látinn laus vestanhafs. 2. janúar 2019 11:30
Bretar lýsa áhyggjum af meintum njósnara í haldi Rússa Utanríkisráðherra Bretlands segir til skoðunar hvort að breskir ferðalangar séu öruggir í Rússlandi. 4. janúar 2019 12:40