Leggja til að úrræði fyrir fyrstu kaupendur nái til fleiri Heimir Már Pétursson skrifar 23. janúar 2019 12:30 Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Varaformaður Viðreisnar mælir í dag fyrir frumvarpi á Alþingi sem stækkar þann hóp sem nýtt geti séreignarlífeyrissparnað til kaupa á húsnæði samkvæmt lögum um stuðning við fyrstu kaupendur. Þannig geti fólk sem ekki hafi átt fasteign í þrjú ár einnig nýtt sér séreignarsparnað eins og fyrstu kaupendur til að safna eigin fé til íbúðarkaupa. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar mælir í dag fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð frá árinu 2017, ásamt öðrum þingmönnum Viðreisnar, þingmönnum úr flokki Pírata og Flokki fólksins. Þorsteinn segir lífeyriskerfið hafa breyst frá því lögin voru sett með hækkun iðgjalds á almenna markaðnum um 3,5 prósent í tilgreinda séreign, lífeyrissparnað sem geti m.a. nýst fólki til kaupa á fyrstu íbúð. „Þetta skiptir gríðarlega miklu máli sérstaklega fyrir tekjulægstu hópana sem eru hvað ólíklegastir til að nýta sér viðbótina. Það er að segja hina aukalegu séreign við 4,2 prósentin. Þá séu lagðar til nokkrar aðrar breytingar á lögunum til að mynda að fólk sem hafi misst húsnæði og ekki átt íbúð undanfarin þrjú ár geti nýtt sér úrræðið eins og fyrstu kaupendur hafði það ekki nýtt úrræðið áður. Þannig að þarna myndi að mínu viti fjölga verulega í hópi þeirra sem ættu möguleika á að nýta sér séreign sem sparnaðarúrræði til húsnæðiskaupa,” segir Þorsteinn. „Það var stór hópur einstaklinga sem missti húsnæði sitt á hrunárunum og eftir hrun sem ekki hefur getað nýtt þetta úrræði til að koma aftur inn á fasteignamarkaðinn. Af því að skilyrðin um það eða heimildin var bundin við fyrstu kaup,” segir Þorsteinn. Séreignarsparnaðarleiðin hafi réttilega verið gagnrýnd fyrir að hún nái ekki til þeirra sem lægstar hafi tekjurnar og þurfi kannski mest á þessu úrræði að halda og breytingarnar geti auðveldað þeim hópi að nýta sér þetta úrræði til söfnunar eiginfjár til kaupa á íbúðarhúsnæði. Þá er lagt til að ekki verði miðað við samfelldan sparnað heldur sparnað á undangengnum 120 mánuðum sem nýta megi til kaupa á fasteign. „Það hefur sýnt sig að tekjulægstu hóparnir nýta viðbótar séreignarsparnaðurinn síst. Þannig að þetta stækkar þann hóp sem ætti kost á að nýta þessa leið,” segir Þorsteinn Víglundsson. Alþingi Húsnæðismál Kjaramál Skipulag Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Varaformaður Viðreisnar mælir í dag fyrir frumvarpi á Alþingi sem stækkar þann hóp sem nýtt geti séreignarlífeyrissparnað til kaupa á húsnæði samkvæmt lögum um stuðning við fyrstu kaupendur. Þannig geti fólk sem ekki hafi átt fasteign í þrjú ár einnig nýtt sér séreignarsparnað eins og fyrstu kaupendur til að safna eigin fé til íbúðarkaupa. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar mælir í dag fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð frá árinu 2017, ásamt öðrum þingmönnum Viðreisnar, þingmönnum úr flokki Pírata og Flokki fólksins. Þorsteinn segir lífeyriskerfið hafa breyst frá því lögin voru sett með hækkun iðgjalds á almenna markaðnum um 3,5 prósent í tilgreinda séreign, lífeyrissparnað sem geti m.a. nýst fólki til kaupa á fyrstu íbúð. „Þetta skiptir gríðarlega miklu máli sérstaklega fyrir tekjulægstu hópana sem eru hvað ólíklegastir til að nýta sér viðbótina. Það er að segja hina aukalegu séreign við 4,2 prósentin. Þá séu lagðar til nokkrar aðrar breytingar á lögunum til að mynda að fólk sem hafi misst húsnæði og ekki átt íbúð undanfarin þrjú ár geti nýtt sér úrræðið eins og fyrstu kaupendur hafði það ekki nýtt úrræðið áður. Þannig að þarna myndi að mínu viti fjölga verulega í hópi þeirra sem ættu möguleika á að nýta sér séreign sem sparnaðarúrræði til húsnæðiskaupa,” segir Þorsteinn. „Það var stór hópur einstaklinga sem missti húsnæði sitt á hrunárunum og eftir hrun sem ekki hefur getað nýtt þetta úrræði til að koma aftur inn á fasteignamarkaðinn. Af því að skilyrðin um það eða heimildin var bundin við fyrstu kaup,” segir Þorsteinn. Séreignarsparnaðarleiðin hafi réttilega verið gagnrýnd fyrir að hún nái ekki til þeirra sem lægstar hafi tekjurnar og þurfi kannski mest á þessu úrræði að halda og breytingarnar geti auðveldað þeim hópi að nýta sér þetta úrræði til söfnunar eiginfjár til kaupa á íbúðarhúsnæði. Þá er lagt til að ekki verði miðað við samfelldan sparnað heldur sparnað á undangengnum 120 mánuðum sem nýta megi til kaupa á fasteign. „Það hefur sýnt sig að tekjulægstu hóparnir nýta viðbótar séreignarsparnaðurinn síst. Þannig að þetta stækkar þann hóp sem ætti kost á að nýta þessa leið,” segir Þorsteinn Víglundsson.
Alþingi Húsnæðismál Kjaramál Skipulag Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira