„Ég ætla ekkert inn í rifrildi á þessum forsendum við þessa menn“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. janúar 2019 10:56 Steingrímur J. Sigfússon þingforseti ræddi ásakanir Miðflokksmanna í Bítinu í morgun. Vísir/Vilhelm Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segist ekki ætla að láta draga sig inn í rifrildi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins og aðra þingmenn flokksins, sem deilt hafa hart á þingforsetann undanfarna daga. Þetta kom fram í málið Steingríms í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi ásakanir Miðflokksmanna í sinn garð vegna meðferðar þingsins á Klaustursmálinu svokallaða, þar sem þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins eiga í hlut. Sigmundur Davíð hefur í vikunni sakað Steingrím um að vera í „prívat herferð“ gegn sér. Þá sagði hann Steingrím hafa brotið þingskaparlög með tillögu sinni um að kjósa sérstaka forsætisnefnd til að fjalla um Klaustursmálið, þar sem forsætisnefnd er öll vanhæf til að fjalla um málið. Tillaga Steingríms, sem byggði á 94, grein þingskaparlaga um afbrigði, var samþykkt á þinginu í fyrradag með 45 atkvæðum gegn níu. Í kjölfarið sökuðu þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins Steingrím um valdníðslu og lögbrot.Löglegt og alvenjulegt Steingrímur sagðist aðspurður ekki ætla að láta draga sig inn í neinn leðjuslag um málið en hann hafði lesið umfjöllun um ásakanirnar í fjölmiðlum, og auðvitað setið undir þeim á þinginu. „Ég ætla ekkert inn í rifrildi á þessum forsendum við þessa menn, hvorki Sigmund Davíð né aðra þá sem í hlut áttu,“ sagði Steingrímur. Þá hafi breið samstaða verið um tillögu hans á Alþingi og þá liggi fyrir að engin lög hafi verið brotin. „[…] hafið yfir allan vafa að þetta er löglegt, alvenjulegt. Afbrigðin eru mjög mikilvægur þáttur í sjálfstæði þingsins. Þetta er jú líka löggjafinn sem er að taka þá ákvarðanir, og afbrigðum er oft beitt m.a. til að kjósa ekki í fastanefndir eins og við gerðum 2016 við þær óvenjulegu aðstæður að þing kom saman og ekki var búið að mynda meirihluta.“ Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins sem hafa verið í leyfi frá þingstörfum síðan í desember vegna Klaustursmálsins, tilkynntu báðir um endurkomu sína á Alþingi í morgun en þá hafði Steingrímur þegar komið í viðtal í Bítinu. Gunnar Bragi sagði til að mynda í tilkynningu sinni að hann hygðist snúa aftur á þing til að svara fyrir sig, m.a. vegna „framgöngu forseta Alþingis að undanförnu.“Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Steingrím í heild sinni. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Sökuðu forseta Alþingis um valdníðslu og lögbrot Alþingi kaus í dag tvo nýja varaforseta tímabundið til að fara með Klaustursmálið svokallaða þar sem forsætisnefnd þingsins hafði lýst sig vanhæfa til að fara með málið. 22. janúar 2019 15:06 Bergþóri og Gunnari Braga rennur blóðið til skyldunnar og snúa aftur á Alþingi í dag Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, snúa aftur á Alþingi í dag þar sem þingfundur hefst klukkan 10:30. 24. janúar 2019 09:56 Segir Steingrím J. Sigfússon einhvern mesta popúlista íslenskra stjórnmála Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að viðhorf Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis og þingmanns Vinstri grænna, í sinn garð sé vel þekkt. Það þýði samt ekki forseti þingsins geti nú leyft sér það að nota aðstöðu sína í einhverja prívat herferð gegn Sigmundi Davíð. 22. janúar 2019 10:45 Bergþór ætlar ekki að segja af sér Boðar endurkomu á þing. 24. janúar 2019 07:37 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segist ekki ætla að láta draga sig inn í rifrildi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins og aðra þingmenn flokksins, sem deilt hafa hart á þingforsetann undanfarna daga. Þetta kom fram í málið Steingríms í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi ásakanir Miðflokksmanna í sinn garð vegna meðferðar þingsins á Klaustursmálinu svokallaða, þar sem þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins eiga í hlut. Sigmundur Davíð hefur í vikunni sakað Steingrím um að vera í „prívat herferð“ gegn sér. Þá sagði hann Steingrím hafa brotið þingskaparlög með tillögu sinni um að kjósa sérstaka forsætisnefnd til að fjalla um Klaustursmálið, þar sem forsætisnefnd er öll vanhæf til að fjalla um málið. Tillaga Steingríms, sem byggði á 94, grein þingskaparlaga um afbrigði, var samþykkt á þinginu í fyrradag með 45 atkvæðum gegn níu. Í kjölfarið sökuðu þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins Steingrím um valdníðslu og lögbrot.Löglegt og alvenjulegt Steingrímur sagðist aðspurður ekki ætla að láta draga sig inn í neinn leðjuslag um málið en hann hafði lesið umfjöllun um ásakanirnar í fjölmiðlum, og auðvitað setið undir þeim á þinginu. „Ég ætla ekkert inn í rifrildi á þessum forsendum við þessa menn, hvorki Sigmund Davíð né aðra þá sem í hlut áttu,“ sagði Steingrímur. Þá hafi breið samstaða verið um tillögu hans á Alþingi og þá liggi fyrir að engin lög hafi verið brotin. „[…] hafið yfir allan vafa að þetta er löglegt, alvenjulegt. Afbrigðin eru mjög mikilvægur þáttur í sjálfstæði þingsins. Þetta er jú líka löggjafinn sem er að taka þá ákvarðanir, og afbrigðum er oft beitt m.a. til að kjósa ekki í fastanefndir eins og við gerðum 2016 við þær óvenjulegu aðstæður að þing kom saman og ekki var búið að mynda meirihluta.“ Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins sem hafa verið í leyfi frá þingstörfum síðan í desember vegna Klaustursmálsins, tilkynntu báðir um endurkomu sína á Alþingi í morgun en þá hafði Steingrímur þegar komið í viðtal í Bítinu. Gunnar Bragi sagði til að mynda í tilkynningu sinni að hann hygðist snúa aftur á þing til að svara fyrir sig, m.a. vegna „framgöngu forseta Alþingis að undanförnu.“Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Steingrím í heild sinni.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Sökuðu forseta Alþingis um valdníðslu og lögbrot Alþingi kaus í dag tvo nýja varaforseta tímabundið til að fara með Klaustursmálið svokallaða þar sem forsætisnefnd þingsins hafði lýst sig vanhæfa til að fara með málið. 22. janúar 2019 15:06 Bergþóri og Gunnari Braga rennur blóðið til skyldunnar og snúa aftur á Alþingi í dag Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, snúa aftur á Alþingi í dag þar sem þingfundur hefst klukkan 10:30. 24. janúar 2019 09:56 Segir Steingrím J. Sigfússon einhvern mesta popúlista íslenskra stjórnmála Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að viðhorf Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis og þingmanns Vinstri grænna, í sinn garð sé vel þekkt. Það þýði samt ekki forseti þingsins geti nú leyft sér það að nota aðstöðu sína í einhverja prívat herferð gegn Sigmundi Davíð. 22. janúar 2019 10:45 Bergþór ætlar ekki að segja af sér Boðar endurkomu á þing. 24. janúar 2019 07:37 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Sökuðu forseta Alþingis um valdníðslu og lögbrot Alþingi kaus í dag tvo nýja varaforseta tímabundið til að fara með Klaustursmálið svokallaða þar sem forsætisnefnd þingsins hafði lýst sig vanhæfa til að fara með málið. 22. janúar 2019 15:06
Bergþóri og Gunnari Braga rennur blóðið til skyldunnar og snúa aftur á Alþingi í dag Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, snúa aftur á Alþingi í dag þar sem þingfundur hefst klukkan 10:30. 24. janúar 2019 09:56
Segir Steingrím J. Sigfússon einhvern mesta popúlista íslenskra stjórnmála Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að viðhorf Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis og þingmanns Vinstri grænna, í sinn garð sé vel þekkt. Það þýði samt ekki forseti þingsins geti nú leyft sér það að nota aðstöðu sína í einhverja prívat herferð gegn Sigmundi Davíð. 22. janúar 2019 10:45