„Ég ætla ekkert inn í rifrildi á þessum forsendum við þessa menn“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. janúar 2019 10:56 Steingrímur J. Sigfússon þingforseti ræddi ásakanir Miðflokksmanna í Bítinu í morgun. Vísir/Vilhelm Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segist ekki ætla að láta draga sig inn í rifrildi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins og aðra þingmenn flokksins, sem deilt hafa hart á þingforsetann undanfarna daga. Þetta kom fram í málið Steingríms í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi ásakanir Miðflokksmanna í sinn garð vegna meðferðar þingsins á Klaustursmálinu svokallaða, þar sem þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins eiga í hlut. Sigmundur Davíð hefur í vikunni sakað Steingrím um að vera í „prívat herferð“ gegn sér. Þá sagði hann Steingrím hafa brotið þingskaparlög með tillögu sinni um að kjósa sérstaka forsætisnefnd til að fjalla um Klaustursmálið, þar sem forsætisnefnd er öll vanhæf til að fjalla um málið. Tillaga Steingríms, sem byggði á 94, grein þingskaparlaga um afbrigði, var samþykkt á þinginu í fyrradag með 45 atkvæðum gegn níu. Í kjölfarið sökuðu þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins Steingrím um valdníðslu og lögbrot.Löglegt og alvenjulegt Steingrímur sagðist aðspurður ekki ætla að láta draga sig inn í neinn leðjuslag um málið en hann hafði lesið umfjöllun um ásakanirnar í fjölmiðlum, og auðvitað setið undir þeim á þinginu. „Ég ætla ekkert inn í rifrildi á þessum forsendum við þessa menn, hvorki Sigmund Davíð né aðra þá sem í hlut áttu,“ sagði Steingrímur. Þá hafi breið samstaða verið um tillögu hans á Alþingi og þá liggi fyrir að engin lög hafi verið brotin. „[…] hafið yfir allan vafa að þetta er löglegt, alvenjulegt. Afbrigðin eru mjög mikilvægur þáttur í sjálfstæði þingsins. Þetta er jú líka löggjafinn sem er að taka þá ákvarðanir, og afbrigðum er oft beitt m.a. til að kjósa ekki í fastanefndir eins og við gerðum 2016 við þær óvenjulegu aðstæður að þing kom saman og ekki var búið að mynda meirihluta.“ Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins sem hafa verið í leyfi frá þingstörfum síðan í desember vegna Klaustursmálsins, tilkynntu báðir um endurkomu sína á Alþingi í morgun en þá hafði Steingrímur þegar komið í viðtal í Bítinu. Gunnar Bragi sagði til að mynda í tilkynningu sinni að hann hygðist snúa aftur á þing til að svara fyrir sig, m.a. vegna „framgöngu forseta Alþingis að undanförnu.“Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Steingrím í heild sinni. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Sökuðu forseta Alþingis um valdníðslu og lögbrot Alþingi kaus í dag tvo nýja varaforseta tímabundið til að fara með Klaustursmálið svokallaða þar sem forsætisnefnd þingsins hafði lýst sig vanhæfa til að fara með málið. 22. janúar 2019 15:06 Bergþóri og Gunnari Braga rennur blóðið til skyldunnar og snúa aftur á Alþingi í dag Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, snúa aftur á Alþingi í dag þar sem þingfundur hefst klukkan 10:30. 24. janúar 2019 09:56 Segir Steingrím J. Sigfússon einhvern mesta popúlista íslenskra stjórnmála Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að viðhorf Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis og þingmanns Vinstri grænna, í sinn garð sé vel þekkt. Það þýði samt ekki forseti þingsins geti nú leyft sér það að nota aðstöðu sína í einhverja prívat herferð gegn Sigmundi Davíð. 22. janúar 2019 10:45 Bergþór ætlar ekki að segja af sér Boðar endurkomu á þing. 24. janúar 2019 07:37 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segist ekki ætla að láta draga sig inn í rifrildi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins og aðra þingmenn flokksins, sem deilt hafa hart á þingforsetann undanfarna daga. Þetta kom fram í málið Steingríms í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi ásakanir Miðflokksmanna í sinn garð vegna meðferðar þingsins á Klaustursmálinu svokallaða, þar sem þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins eiga í hlut. Sigmundur Davíð hefur í vikunni sakað Steingrím um að vera í „prívat herferð“ gegn sér. Þá sagði hann Steingrím hafa brotið þingskaparlög með tillögu sinni um að kjósa sérstaka forsætisnefnd til að fjalla um Klaustursmálið, þar sem forsætisnefnd er öll vanhæf til að fjalla um málið. Tillaga Steingríms, sem byggði á 94, grein þingskaparlaga um afbrigði, var samþykkt á þinginu í fyrradag með 45 atkvæðum gegn níu. Í kjölfarið sökuðu þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins Steingrím um valdníðslu og lögbrot.Löglegt og alvenjulegt Steingrímur sagðist aðspurður ekki ætla að láta draga sig inn í neinn leðjuslag um málið en hann hafði lesið umfjöllun um ásakanirnar í fjölmiðlum, og auðvitað setið undir þeim á þinginu. „Ég ætla ekkert inn í rifrildi á þessum forsendum við þessa menn, hvorki Sigmund Davíð né aðra þá sem í hlut áttu,“ sagði Steingrímur. Þá hafi breið samstaða verið um tillögu hans á Alþingi og þá liggi fyrir að engin lög hafi verið brotin. „[…] hafið yfir allan vafa að þetta er löglegt, alvenjulegt. Afbrigðin eru mjög mikilvægur þáttur í sjálfstæði þingsins. Þetta er jú líka löggjafinn sem er að taka þá ákvarðanir, og afbrigðum er oft beitt m.a. til að kjósa ekki í fastanefndir eins og við gerðum 2016 við þær óvenjulegu aðstæður að þing kom saman og ekki var búið að mynda meirihluta.“ Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins sem hafa verið í leyfi frá þingstörfum síðan í desember vegna Klaustursmálsins, tilkynntu báðir um endurkomu sína á Alþingi í morgun en þá hafði Steingrímur þegar komið í viðtal í Bítinu. Gunnar Bragi sagði til að mynda í tilkynningu sinni að hann hygðist snúa aftur á þing til að svara fyrir sig, m.a. vegna „framgöngu forseta Alþingis að undanförnu.“Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Steingrím í heild sinni.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Sökuðu forseta Alþingis um valdníðslu og lögbrot Alþingi kaus í dag tvo nýja varaforseta tímabundið til að fara með Klaustursmálið svokallaða þar sem forsætisnefnd þingsins hafði lýst sig vanhæfa til að fara með málið. 22. janúar 2019 15:06 Bergþóri og Gunnari Braga rennur blóðið til skyldunnar og snúa aftur á Alþingi í dag Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, snúa aftur á Alþingi í dag þar sem þingfundur hefst klukkan 10:30. 24. janúar 2019 09:56 Segir Steingrím J. Sigfússon einhvern mesta popúlista íslenskra stjórnmála Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að viðhorf Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis og þingmanns Vinstri grænna, í sinn garð sé vel þekkt. Það þýði samt ekki forseti þingsins geti nú leyft sér það að nota aðstöðu sína í einhverja prívat herferð gegn Sigmundi Davíð. 22. janúar 2019 10:45 Bergþór ætlar ekki að segja af sér Boðar endurkomu á þing. 24. janúar 2019 07:37 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Sökuðu forseta Alþingis um valdníðslu og lögbrot Alþingi kaus í dag tvo nýja varaforseta tímabundið til að fara með Klaustursmálið svokallaða þar sem forsætisnefnd þingsins hafði lýst sig vanhæfa til að fara með málið. 22. janúar 2019 15:06
Bergþóri og Gunnari Braga rennur blóðið til skyldunnar og snúa aftur á Alþingi í dag Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, snúa aftur á Alþingi í dag þar sem þingfundur hefst klukkan 10:30. 24. janúar 2019 09:56
Segir Steingrím J. Sigfússon einhvern mesta popúlista íslenskra stjórnmála Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að viðhorf Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis og þingmanns Vinstri grænna, í sinn garð sé vel þekkt. Það þýði samt ekki forseti þingsins geti nú leyft sér það að nota aðstöðu sína í einhverja prívat herferð gegn Sigmundi Davíð. 22. janúar 2019 10:45