Inga segir Miðflokksþingmenn hvorki hafa iðrast né sýnt hógværð Heimir Már Pétursson skrifar 24. janúar 2019 18:29 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sem fékk mikla útreið í ummælum Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar á Klaustur barnum, segir þá hvorki hafa sýnt iðrun eða hógværð. Hún hafi ekki treyst sér inn í þingsal Alþingis í dag.Hvernig líður þér í dag með endurkomu þessarra tveggja Miðflokksþingmanna? „Bara illa, mjög svo. Það er bara þykkt andrúmsloft hérna og við vitum eiginlega ekkert hvernig við eigum að vera. Þeir koma bara svífandi inn eins og ekkert hafi í skorist og gera ekki einu sinni boð á undan sér. Þannig að þeir sem hefðu kannski viljað undirbúa þetta og taka á því einhvern veginn þeir fengu engin tækifæri til þess. Persónulega hef ég ekki stigið inn í þingsalinn í dag,” segir Inga. Það sé með ólíkindum að mæta þessum mönnum í þinghúsinu. „Greinilega ristir siðferði þeirra ekki dýpra en raun ber vitni. Og við sem höfum mátt þola alveg ótrúlega ósvífna framkomu frá þessu fólki, þessum einstaklingum, við stöndum bara hér uppi varnarlaus,” segir formaður Flokks fólksins. Það var greinilegt aðóvænt endurkoma tvímenninganna fékk mikiðá Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra sem í tvígang gekk að Gunnari Braga í þingsal í dag og hvíslaði að honum. Eftir seinna skiptið yfirgaf hún síðan þingsalinn í greinilegu uppnámi. Inga gefur ekki mikið fyrir afsökunarbeiðnir Gunnars Braga og Bergþórs. „Mér finnst þeir yfir höfuð ekki hafa af heilindum beðið einn eða neinn afsökunar. Mér finnst þetta hafa verið heimatilbúið og engan veginn sannfærandi á nokkrun hátt. Vegna þess að áður en farið var að birta þessar Klaustur upptökur höfðu þeir ekkert til að biðjast afsökunar fyrir. Það er einhvern veginn eins og þeir séu búnir ljóst og leynt frá þessum tíma að búa til fórnarlömb úr sér,” segir Inga. Þeir hefðu að minnsta kosti átt á sýna þingi og þjóð þá virðingu að halda sig frá Alþingi þar til siðanefnd þingsins kláraði að afgreiða þeirra mál. Þeir hafi hins vegar hvorki sýnt iðrun né hógværð. „Já, nákvæmlega. Þeir hafa hvorki sýnt iðrun eða hógværð. Mér finnst þeir einkennast meira af yfirgengilegum hroka,” segir Inga Sæland. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Lilja sagði við Gunnar að hún væri ekki sátt við framkomu hans Segist ekki hafa vitað af endurkomu Miðflokksmanna á þing fyrr en við upphaf þingfundar. 24. janúar 2019 14:48 Lilja hafði sitthvað að segja við Gunnar Braga á þingi í dag Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, gekk tvisvar að Gunnari Braga Sveinssyni, þingmanni Miðflokksins, á þingfundi í morgun og hafði sitthvað að segja við þingmanninn. 24. janúar 2019 13:47 Sér mest eftir því að hafa ekki látið Lilju vita Gunnar Bragi vill ekki gefa upp hvað honum og Lilju fór á milli á þingfundi í morgun. 24. janúar 2019 15:56 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sem fékk mikla útreið í ummælum Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar á Klaustur barnum, segir þá hvorki hafa sýnt iðrun eða hógværð. Hún hafi ekki treyst sér inn í þingsal Alþingis í dag.Hvernig líður þér í dag með endurkomu þessarra tveggja Miðflokksþingmanna? „Bara illa, mjög svo. Það er bara þykkt andrúmsloft hérna og við vitum eiginlega ekkert hvernig við eigum að vera. Þeir koma bara svífandi inn eins og ekkert hafi í skorist og gera ekki einu sinni boð á undan sér. Þannig að þeir sem hefðu kannski viljað undirbúa þetta og taka á því einhvern veginn þeir fengu engin tækifæri til þess. Persónulega hef ég ekki stigið inn í þingsalinn í dag,” segir Inga. Það sé með ólíkindum að mæta þessum mönnum í þinghúsinu. „Greinilega ristir siðferði þeirra ekki dýpra en raun ber vitni. Og við sem höfum mátt þola alveg ótrúlega ósvífna framkomu frá þessu fólki, þessum einstaklingum, við stöndum bara hér uppi varnarlaus,” segir formaður Flokks fólksins. Það var greinilegt aðóvænt endurkoma tvímenninganna fékk mikiðá Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra sem í tvígang gekk að Gunnari Braga í þingsal í dag og hvíslaði að honum. Eftir seinna skiptið yfirgaf hún síðan þingsalinn í greinilegu uppnámi. Inga gefur ekki mikið fyrir afsökunarbeiðnir Gunnars Braga og Bergþórs. „Mér finnst þeir yfir höfuð ekki hafa af heilindum beðið einn eða neinn afsökunar. Mér finnst þetta hafa verið heimatilbúið og engan veginn sannfærandi á nokkrun hátt. Vegna þess að áður en farið var að birta þessar Klaustur upptökur höfðu þeir ekkert til að biðjast afsökunar fyrir. Það er einhvern veginn eins og þeir séu búnir ljóst og leynt frá þessum tíma að búa til fórnarlömb úr sér,” segir Inga. Þeir hefðu að minnsta kosti átt á sýna þingi og þjóð þá virðingu að halda sig frá Alþingi þar til siðanefnd þingsins kláraði að afgreiða þeirra mál. Þeir hafi hins vegar hvorki sýnt iðrun né hógværð. „Já, nákvæmlega. Þeir hafa hvorki sýnt iðrun eða hógværð. Mér finnst þeir einkennast meira af yfirgengilegum hroka,” segir Inga Sæland.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Lilja sagði við Gunnar að hún væri ekki sátt við framkomu hans Segist ekki hafa vitað af endurkomu Miðflokksmanna á þing fyrr en við upphaf þingfundar. 24. janúar 2019 14:48 Lilja hafði sitthvað að segja við Gunnar Braga á þingi í dag Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, gekk tvisvar að Gunnari Braga Sveinssyni, þingmanni Miðflokksins, á þingfundi í morgun og hafði sitthvað að segja við þingmanninn. 24. janúar 2019 13:47 Sér mest eftir því að hafa ekki látið Lilju vita Gunnar Bragi vill ekki gefa upp hvað honum og Lilju fór á milli á þingfundi í morgun. 24. janúar 2019 15:56 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Lilja sagði við Gunnar að hún væri ekki sátt við framkomu hans Segist ekki hafa vitað af endurkomu Miðflokksmanna á þing fyrr en við upphaf þingfundar. 24. janúar 2019 14:48
Lilja hafði sitthvað að segja við Gunnar Braga á þingi í dag Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, gekk tvisvar að Gunnari Braga Sveinssyni, þingmanni Miðflokksins, á þingfundi í morgun og hafði sitthvað að segja við þingmanninn. 24. janúar 2019 13:47
Sér mest eftir því að hafa ekki látið Lilju vita Gunnar Bragi vill ekki gefa upp hvað honum og Lilju fór á milli á þingfundi í morgun. 24. janúar 2019 15:56