Skiptast í fylkingar vegna Venesúela Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. janúar 2019 06:30 Juan Guaidó nýtur stuðnings Vesturlanda. Nordicphotos/AFP Stjórnarandstaðan í Venesúela með Juan Guaidó, starfandi forseta [að nafninu til], í fararbroddi leitast nú við að halda áfram að þrýsta á ríkisstjórn Nicolás Maduro forseta eftir fjöldamótmæli miðvikudagsins. Stjórnarandstaðan, sem fer með völdin á venesúelska þinginu, álítur Maduro valdaræningja og kosningar síðasta árs ólöglegar. Maduro er ekki sammála enda álítur hann hið tiltölulega nýstofnaða stjórnlagaþing, sem sósíalistar stýra, hærra sett. Valdafólk utan Venesúela kepptist í gær og á miðvikudag við að taka afstöðu með ýmist Maduro eða Guaidó. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist styðja Guaidó á miðvikudag og í gær tók Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, sömu afstöðu í símtali við Guaidó. Fjölmörg önnur ríki Rómönsku-Ameríku styðja forsetann aukinheldur og Frakkar, Bretar, Þjóðverjar og fleiri lýsa því yfir að kosningar síðasta árs hafi verið ólöglegar. Maduro á líka sína bandamenn. Sergeí Ríjabkov, varautanríkisráðherra Rússa, sagðist vara við því að Bandaríkin skiptu sér af ástandinu í Venesúela. „Rússland styður bandamann sinn, vinveitta Venesúela.“ Hua Chunying, upplýsingafulltrúi hjá kínverska utanríkisráðuneytinu, var á sama máli í gær. „Kína styður viðleitni ríkisstjórnar Venesúela til þess að skýla fullveldi sínu, sjálfstæði og stöðugleika.“ Birtist í Fréttablaðinu Venesúela Tengdar fréttir Vargöld í Venesúela: Ekkert útlit fyrir að herinn láti af stuðningi við Maduro Minnst sjö eru látnir og ótilgreindur fjöldi hefur verið handtekinn eftir fjöldamótmæli gegn Nicolas Maduro, annars forseta Venesúela í gær. 24. janúar 2019 12:00 Mótmæli gegn meintum valdaræningja Stjórnarandstaðan í Venesúela efndi í gær til fjöldamótmæla til þess að mótmæla ríkisstjórn Nicolás Maduro forseta. 24. janúar 2019 07:30 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Sjá meira
Stjórnarandstaðan í Venesúela með Juan Guaidó, starfandi forseta [að nafninu til], í fararbroddi leitast nú við að halda áfram að þrýsta á ríkisstjórn Nicolás Maduro forseta eftir fjöldamótmæli miðvikudagsins. Stjórnarandstaðan, sem fer með völdin á venesúelska þinginu, álítur Maduro valdaræningja og kosningar síðasta árs ólöglegar. Maduro er ekki sammála enda álítur hann hið tiltölulega nýstofnaða stjórnlagaþing, sem sósíalistar stýra, hærra sett. Valdafólk utan Venesúela kepptist í gær og á miðvikudag við að taka afstöðu með ýmist Maduro eða Guaidó. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist styðja Guaidó á miðvikudag og í gær tók Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, sömu afstöðu í símtali við Guaidó. Fjölmörg önnur ríki Rómönsku-Ameríku styðja forsetann aukinheldur og Frakkar, Bretar, Þjóðverjar og fleiri lýsa því yfir að kosningar síðasta árs hafi verið ólöglegar. Maduro á líka sína bandamenn. Sergeí Ríjabkov, varautanríkisráðherra Rússa, sagðist vara við því að Bandaríkin skiptu sér af ástandinu í Venesúela. „Rússland styður bandamann sinn, vinveitta Venesúela.“ Hua Chunying, upplýsingafulltrúi hjá kínverska utanríkisráðuneytinu, var á sama máli í gær. „Kína styður viðleitni ríkisstjórnar Venesúela til þess að skýla fullveldi sínu, sjálfstæði og stöðugleika.“
Birtist í Fréttablaðinu Venesúela Tengdar fréttir Vargöld í Venesúela: Ekkert útlit fyrir að herinn láti af stuðningi við Maduro Minnst sjö eru látnir og ótilgreindur fjöldi hefur verið handtekinn eftir fjöldamótmæli gegn Nicolas Maduro, annars forseta Venesúela í gær. 24. janúar 2019 12:00 Mótmæli gegn meintum valdaræningja Stjórnarandstaðan í Venesúela efndi í gær til fjöldamótmæla til þess að mótmæla ríkisstjórn Nicolás Maduro forseta. 24. janúar 2019 07:30 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Sjá meira
Vargöld í Venesúela: Ekkert útlit fyrir að herinn láti af stuðningi við Maduro Minnst sjö eru látnir og ótilgreindur fjöldi hefur verið handtekinn eftir fjöldamótmæli gegn Nicolas Maduro, annars forseta Venesúela í gær. 24. janúar 2019 12:00
Mótmæli gegn meintum valdaræningja Stjórnarandstaðan í Venesúela efndi í gær til fjöldamótmæla til þess að mótmæla ríkisstjórn Nicolás Maduro forseta. 24. janúar 2019 07:30