Hlaut alvarlega áverka í andliti eftir flugeld við Hallgrímskirkju Birgir Olgeirsson skrifar 25. janúar 2019 10:16 Alisa Kreynes gagnrýnir viðbrögð yfirvalda en málið telst óupplýst hjá lögreglu. Bandarísk kona hlaut töluverða áverka á andliti eftir að flugeldur sprakk í hópi sem var staddur við Hallgrímskirkju í Reykjavík á gamlárskvöldi árið 2017. Fjallað er um mál Alisu Kreynes á vef DV þar sem rætt er við hana og birt tölvupóstsamskipti hennar við embætti ríkislögreglustjóra og Reykjavíkurborg þar sem hún gagnrýnir viðbrögð yfirvalda vegna málsins. Kreynes heldur því fram að ókunnugur maður hafi skotið flugeld að henni og fimm vinum hennar. Vinir hennar hlutu bruna á fatnaði og hári en Alisa varð fyrir skaða í andliti og hlaut alvarlega brunasár á eyrum nefni og augum. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að málið hafi verið rannsakað af lögreglu. Engar vísbendingar fundust um hver hefði verið að verki. Lögreglan hafði til hliðsjónar myndbandsupptöku af óhappinu en þar sást ekki hver það var sem skaut flugeldinum sem sprakk hjá hópnum. Lögreglan auglýsti eftir vitnum að atvikinu í fjölmiðlum en enginn gaf sig fram. Rannsókn málsins er lokið af hálfu lögreglu og telst málið óupplýst og lítur lögreglan svo á að um slys sé að ræða úr því að ekkert kom út úr rannsókninni. Ef einhver þó gefur sig fram með upplýsingar þá mun lögregla taka málið upp aftur. Í DV kemur fram að Kreynes vilji að heimurinn fái að vita hversu óábyrg íslensk yfirvöld eru og gagnrýnir að lítið sé gert til að vernda ferðamenn, sem eru þjóðarbúinu afar mikilvægir. Hún segist hafa þurft að greiða rúmar 100 þúsund krónur fyrir heimsókn á Landspítalann og þá hafi heildar lækniskostnaður hennar vegna atviksins verið um 3.000 dollarar, en hún þurfti að leita til lýtalæknis vegna áverkanna. Ferðamennska á Íslandi Flugeldar Lögreglumál Hallgrímskirkja Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Bandarísk kona hlaut töluverða áverka á andliti eftir að flugeldur sprakk í hópi sem var staddur við Hallgrímskirkju í Reykjavík á gamlárskvöldi árið 2017. Fjallað er um mál Alisu Kreynes á vef DV þar sem rætt er við hana og birt tölvupóstsamskipti hennar við embætti ríkislögreglustjóra og Reykjavíkurborg þar sem hún gagnrýnir viðbrögð yfirvalda vegna málsins. Kreynes heldur því fram að ókunnugur maður hafi skotið flugeld að henni og fimm vinum hennar. Vinir hennar hlutu bruna á fatnaði og hári en Alisa varð fyrir skaða í andliti og hlaut alvarlega brunasár á eyrum nefni og augum. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að málið hafi verið rannsakað af lögreglu. Engar vísbendingar fundust um hver hefði verið að verki. Lögreglan hafði til hliðsjónar myndbandsupptöku af óhappinu en þar sást ekki hver það var sem skaut flugeldinum sem sprakk hjá hópnum. Lögreglan auglýsti eftir vitnum að atvikinu í fjölmiðlum en enginn gaf sig fram. Rannsókn málsins er lokið af hálfu lögreglu og telst málið óupplýst og lítur lögreglan svo á að um slys sé að ræða úr því að ekkert kom út úr rannsókninni. Ef einhver þó gefur sig fram með upplýsingar þá mun lögregla taka málið upp aftur. Í DV kemur fram að Kreynes vilji að heimurinn fái að vita hversu óábyrg íslensk yfirvöld eru og gagnrýnir að lítið sé gert til að vernda ferðamenn, sem eru þjóðarbúinu afar mikilvægir. Hún segist hafa þurft að greiða rúmar 100 þúsund krónur fyrir heimsókn á Landspítalann og þá hafi heildar lækniskostnaður hennar vegna atviksins verið um 3.000 dollarar, en hún þurfti að leita til lýtalæknis vegna áverkanna.
Ferðamennska á Íslandi Flugeldar Lögreglumál Hallgrímskirkja Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira