Þingmenn sem fara í ótímabundið og launalaust leyfi ráða því sjálfir hvenær þeir koma til baka Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2019 15:00 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, í þingsal í gær. vísir/vilhelm Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir það algjörlega í höndum þeirra þingmanna sem taka sér ótímabundið, launalaust leyfi að ákveða hvenær þeir koma til baka til þingstarfa. Það hafi verið raunin með Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, en þeir komu aftur til starfa á Alþingi í gær eftir að hafa farið í leyfi vegna Klaustursmálsins. „Það sagði í þeirra bréfum að það var ótímabundið leyfi frá þingstörfum þannig að það var algjörlega í þeirra höndum hvenær þeir kæmu aftur. Varamaður situr að lágmarki eina viku en eftir það gátu þeir ákveðið hvenær þeir kæmu til þingstarfa aftur,“ segir Helgi. Þingmenn hafa gagnrýnt það að Gunnar Bragi og Bergþór hafi í raun komið fyrirvaralaust til starfa á Alþingi á ný þar sem þeir hafi ekki látið þingmenn vita af því að þeir væru að taka sæti á ný. Hafa meðal annars þær Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gagnrýnt þetta en þingmennirnir fóru afar ófögrum orðum um þær tvær þar sem þeir sátu á Klaustur Bar í nóvember síðastliðnum með tveimur öðrum þingmönnum úr Miðflokknum og tveimur þingmönnum sem þá voru í Flokki fólksins. Helgi segir aðspurður að Gunnar Bragi og Bergþór hafi tilkynnt sér það með tölvupóstum í gærmorgun að þeir myndu taka sæti á þingfundi sem myndi hefjast klukkan hálfellefu. „Það er að vísu skammur fyrirvari en gagnvart okkur á skrifstofunni var ekkert óeðlilegt við þetta. Það hefur gerst áður að þingmenn hafi tekið sæti þannig að þeir hafi látið vita skömmu fyrir þingfund að svo væri. Þannig að gagnvart hinni formlegu hlið málsins er ekkert við það að athuga. En svo eru auðvitað aðrar hliðar á þessu máli en það er ekki mitt mál að blanda mér í það,“ segir Helgi. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Óvinsælt og ólíklegt að Bergþór gegni áfram formennsku í nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason komu óvænt aftur til starfa í gær. Í samtölum við Fréttablaðið undrast margir þingmenn þessa ákvörðun þeirra. 25. janúar 2019 06:00 Segir 36 stunda „blackout“ Gunnars Braga geta bent til heilabilunar Gunnar sagðist velta fyrir sér hvað hefði gengið á en geðlæknir hefur ritað pistil um málið. 25. janúar 2019 14:13 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira
Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir það algjörlega í höndum þeirra þingmanna sem taka sér ótímabundið, launalaust leyfi að ákveða hvenær þeir koma til baka til þingstarfa. Það hafi verið raunin með Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, en þeir komu aftur til starfa á Alþingi í gær eftir að hafa farið í leyfi vegna Klaustursmálsins. „Það sagði í þeirra bréfum að það var ótímabundið leyfi frá þingstörfum þannig að það var algjörlega í þeirra höndum hvenær þeir kæmu aftur. Varamaður situr að lágmarki eina viku en eftir það gátu þeir ákveðið hvenær þeir kæmu til þingstarfa aftur,“ segir Helgi. Þingmenn hafa gagnrýnt það að Gunnar Bragi og Bergþór hafi í raun komið fyrirvaralaust til starfa á Alþingi á ný þar sem þeir hafi ekki látið þingmenn vita af því að þeir væru að taka sæti á ný. Hafa meðal annars þær Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gagnrýnt þetta en þingmennirnir fóru afar ófögrum orðum um þær tvær þar sem þeir sátu á Klaustur Bar í nóvember síðastliðnum með tveimur öðrum þingmönnum úr Miðflokknum og tveimur þingmönnum sem þá voru í Flokki fólksins. Helgi segir aðspurður að Gunnar Bragi og Bergþór hafi tilkynnt sér það með tölvupóstum í gærmorgun að þeir myndu taka sæti á þingfundi sem myndi hefjast klukkan hálfellefu. „Það er að vísu skammur fyrirvari en gagnvart okkur á skrifstofunni var ekkert óeðlilegt við þetta. Það hefur gerst áður að þingmenn hafi tekið sæti þannig að þeir hafi látið vita skömmu fyrir þingfund að svo væri. Þannig að gagnvart hinni formlegu hlið málsins er ekkert við það að athuga. En svo eru auðvitað aðrar hliðar á þessu máli en það er ekki mitt mál að blanda mér í það,“ segir Helgi.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Óvinsælt og ólíklegt að Bergþór gegni áfram formennsku í nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason komu óvænt aftur til starfa í gær. Í samtölum við Fréttablaðið undrast margir þingmenn þessa ákvörðun þeirra. 25. janúar 2019 06:00 Segir 36 stunda „blackout“ Gunnars Braga geta bent til heilabilunar Gunnar sagðist velta fyrir sér hvað hefði gengið á en geðlæknir hefur ritað pistil um málið. 25. janúar 2019 14:13 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira
Óvinsælt og ólíklegt að Bergþór gegni áfram formennsku í nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason komu óvænt aftur til starfa í gær. Í samtölum við Fréttablaðið undrast margir þingmenn þessa ákvörðun þeirra. 25. janúar 2019 06:00
Segir 36 stunda „blackout“ Gunnars Braga geta bent til heilabilunar Gunnar sagðist velta fyrir sér hvað hefði gengið á en geðlæknir hefur ritað pistil um málið. 25. janúar 2019 14:13