Bucks voru 13 stigum undir snemma í fjórða leikhluta en þá tóku Giannis Antetokounmpo og félagar öll völd á vellinum og unnu fjórða leikhlutann 32-12. Lokatölur því 108-99, Bucks í vil. Grikkinn öflugi var atkvæðamestur að vanda; gerði 34 stig auk þess að taka 14 fráköst.
Á sama tíma töpuðu þeirra helstu keppinautar í Austrinu þar sem Toronto Raptors tapaði fyrir Houston Rockets í hörkuleik, 121-119.
James Harden fór fyrir Rockets liðinu með 35 stig en Kawhi Leonard var stigahæstur hjá Raptors með 32 stig.
Denver Nuggets heldur áfram að þjarma að ríkjandi meisturum Golden State Warriors í Vesturdeildinni en Nuggets vann öruggan sigur á Phoenix Suns í nótt, 132-95, þar sem átta leikmenn skoruðu tíu stig eða meira en Paul Millsap var stigahæstur með 20 stig.
Úrslit næturinnar
Orlando Magic 91-95 Washington Wizards
Brooklyn Nets 109-99 New York Knicks
Cleveland Cavaliers 94-100 Miami Heat
Chicago Bulls 101-106 Los Angeles Clippers
Houston Rockets 121-119 Toronto Raptors
Memphis Grizzlies 96-99 Sacramento Kings
Dallas Mavericks 106-101 Detroit Pistons
Milwaukee Bucks 108-99 Charlotte Hornets
Denver Nuggets 132-95 Phoenix Suns
Utah Jazz 106-102 Minnesota Timberwolves