Menntamálaráðherra Færeyja sagði af sér Kristján Már Unnarsson skrifar 27. janúar 2019 09:30 Rigmor Dam, fráfarandi menntamálaráðherra Færeyja. Mynd/Mentamálaráðið. Menntamálaráðherra Færeyja, Rigmor Dam, sagði af sér ráðherraembætti í vikunni. Ástæðan er heimildalaus ráðstöfun fjármuna í kringum byggingu menntasetursins Glasir í Þórshöfn, sem fór átta prósent fram úr fjárheimildum. „Skólinn er á mína ábyrgð. Ég tek afleiðingunum af þessum málum og segi af mér,“ sagði Rigmor Dam í viðtali í sjónvarpsþættinum Dagur og Vika í Kringvarpi Færeyja. Í yfirlýsingu sagðist hún vilja skapa frið um Glasir-skólann. „Það vorum við sem sömdum um að hún skyldi segja af sér,“ sagði Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, sem hefur jafnframt tekið tímabundið við menntamálunum í landsstjórninni. Samkvæmt fréttum færeyskra fjölmiðla er heildarkostnaður við byggingu menntaskólans kominn í 11,6 milljarða íslenskra króna. Framúrkeyrslan nemur um 840 milljónum íslenskra króna.Menntasetrið Glasir í Marknagili í Þórshöfn.Mynd/Landsverkið, Kim Christensen,Rigmor Dam kvaðst í desember ekki hafa haft neina vitneskju um bakreikningana, þrátt fyrir reglulega fundi með Landsverkinu, opinberri framkvæmdastofnun Færeyja. Hún hefur sakað Landsverkið um ósannindi og að hafa afvegaleitt sig í málinu. Forstjóri þess, Ewald Kjølbro, var látinn taka pokann sinn í desember en hann hafði kennt danska ráðgjafafyrirtækinu BIG um vandræðaganginn og sakað það um lélega ráðgjöf. Trúnaðarbrestur varð vegna munnlegra samninga um viðbótarverk, sem Landsverkið sagðist hafa gert með leyfi Ríkisendurskoðunar, sem neitar því að hafa veitt slíkar heimildir, enda sé reglan sú að samningar skuli vera skriflegir. Aksel V. Johannesen lögmaður kom Rigmor Dam til varnar í desember. Hann sagði að sökin í málinu lægi einhversstaðar á milli Landsverksins og danska fyrirtækisins, sem hannaði bygginguna. Aksel sagði þá að Rigmor hefði gert allt rétt í meðhöndlun sinni á Glasir-verkefninu. Enginn ástæða væri til að ásaka hana. Hann bætti þó við að ef í ljós kæmi að hún nyti ekki trausts meirihlutans, fyrir það hvernig hún hefði haldið á málinu sem ráðherra, væri sinn flokkur, Javnaðarflokkurinn, tilbúinn að leysa hana undan skyldum sínum. Stjórnarandstaðan hótaði vantrauststillögu og sagði stjórnina reyna að koma sér undan pólitískri ábyrgð á málinu. Fór svo að Rigmor sagði af sér á mánudag.Glasir-byggingin þykir glæsileg, að innan sem utan.Mynd/Landsverkið, Kim Christensen.Glasir menntasetrið í Marknagili er sögð stærsta húsbygging Færeyja, tæpir 20 þúsund fermetrar á sex hæðum. Byggingin var vígð í ágúst og hýsir menntaskóla, verslunarskóla og tækniskóla. Nemendur eru um 1.500 talsins og starfsmenn um 250. Friðrik krónprins Danmerkur og Mary krónprinsessa skoðuðu menntasetrið í opinberri heimsókn til Færeyja í ágúst skömmu eftir opnunina. Rigmor Dam er af þekktri stjórnmálaætt í Færeyjum og var fyrst kjörin á þing fyrir Javnaðarflokkinn árið 2011. Atli Dam lögmaður var frændi hennar og afi hennar, Peter Mohr Dam, var einnig lögmaður Færeyja. Frænka hennar, Helena Dam, dóttir Atla Dam, hefur einnig gegnt ráðherraembættum. Færeyjar Tengdar fréttir Ráðgjafar Reykhólahrepps í vondum málum í Noregi Norska verkfræðistofan Multiconsult er miðdepillinn í einhverju mesta byggingahneyksli Noregs, gríðarlegri framúrkeyrslu á kostnaði við endurbyggingu norska Stórþingsins í miðborg Oslóar. 26. janúar 2019 08:45 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Menntamálaráðherra Færeyja, Rigmor Dam, sagði af sér ráðherraembætti í vikunni. Ástæðan er heimildalaus ráðstöfun fjármuna í kringum byggingu menntasetursins Glasir í Þórshöfn, sem fór átta prósent fram úr fjárheimildum. „Skólinn er á mína ábyrgð. Ég tek afleiðingunum af þessum málum og segi af mér,“ sagði Rigmor Dam í viðtali í sjónvarpsþættinum Dagur og Vika í Kringvarpi Færeyja. Í yfirlýsingu sagðist hún vilja skapa frið um Glasir-skólann. „Það vorum við sem sömdum um að hún skyldi segja af sér,“ sagði Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, sem hefur jafnframt tekið tímabundið við menntamálunum í landsstjórninni. Samkvæmt fréttum færeyskra fjölmiðla er heildarkostnaður við byggingu menntaskólans kominn í 11,6 milljarða íslenskra króna. Framúrkeyrslan nemur um 840 milljónum íslenskra króna.Menntasetrið Glasir í Marknagili í Þórshöfn.Mynd/Landsverkið, Kim Christensen,Rigmor Dam kvaðst í desember ekki hafa haft neina vitneskju um bakreikningana, þrátt fyrir reglulega fundi með Landsverkinu, opinberri framkvæmdastofnun Færeyja. Hún hefur sakað Landsverkið um ósannindi og að hafa afvegaleitt sig í málinu. Forstjóri þess, Ewald Kjølbro, var látinn taka pokann sinn í desember en hann hafði kennt danska ráðgjafafyrirtækinu BIG um vandræðaganginn og sakað það um lélega ráðgjöf. Trúnaðarbrestur varð vegna munnlegra samninga um viðbótarverk, sem Landsverkið sagðist hafa gert með leyfi Ríkisendurskoðunar, sem neitar því að hafa veitt slíkar heimildir, enda sé reglan sú að samningar skuli vera skriflegir. Aksel V. Johannesen lögmaður kom Rigmor Dam til varnar í desember. Hann sagði að sökin í málinu lægi einhversstaðar á milli Landsverksins og danska fyrirtækisins, sem hannaði bygginguna. Aksel sagði þá að Rigmor hefði gert allt rétt í meðhöndlun sinni á Glasir-verkefninu. Enginn ástæða væri til að ásaka hana. Hann bætti þó við að ef í ljós kæmi að hún nyti ekki trausts meirihlutans, fyrir það hvernig hún hefði haldið á málinu sem ráðherra, væri sinn flokkur, Javnaðarflokkurinn, tilbúinn að leysa hana undan skyldum sínum. Stjórnarandstaðan hótaði vantrauststillögu og sagði stjórnina reyna að koma sér undan pólitískri ábyrgð á málinu. Fór svo að Rigmor sagði af sér á mánudag.Glasir-byggingin þykir glæsileg, að innan sem utan.Mynd/Landsverkið, Kim Christensen.Glasir menntasetrið í Marknagili er sögð stærsta húsbygging Færeyja, tæpir 20 þúsund fermetrar á sex hæðum. Byggingin var vígð í ágúst og hýsir menntaskóla, verslunarskóla og tækniskóla. Nemendur eru um 1.500 talsins og starfsmenn um 250. Friðrik krónprins Danmerkur og Mary krónprinsessa skoðuðu menntasetrið í opinberri heimsókn til Færeyja í ágúst skömmu eftir opnunina. Rigmor Dam er af þekktri stjórnmálaætt í Færeyjum og var fyrst kjörin á þing fyrir Javnaðarflokkinn árið 2011. Atli Dam lögmaður var frændi hennar og afi hennar, Peter Mohr Dam, var einnig lögmaður Færeyja. Frænka hennar, Helena Dam, dóttir Atla Dam, hefur einnig gegnt ráðherraembættum.
Færeyjar Tengdar fréttir Ráðgjafar Reykhólahrepps í vondum málum í Noregi Norska verkfræðistofan Multiconsult er miðdepillinn í einhverju mesta byggingahneyksli Noregs, gríðarlegri framúrkeyrslu á kostnaði við endurbyggingu norska Stórþingsins í miðborg Oslóar. 26. janúar 2019 08:45 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Ráðgjafar Reykhólahrepps í vondum málum í Noregi Norska verkfræðistofan Multiconsult er miðdepillinn í einhverju mesta byggingahneyksli Noregs, gríðarlegri framúrkeyrslu á kostnaði við endurbyggingu norska Stórþingsins í miðborg Oslóar. 26. janúar 2019 08:45