„Kjörnir fulltrúar geta ekki haft þessar skoðanir“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. janúar 2019 12:02 Henry Alexander Henrysson var afráttarlaus í umræðu um Klaustursmálið í Silfrinu á RÚV í morgun. Henry Alexander Henrysson, aðjúnkt við heimspekideild Háskóla Íslands og sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun, óttast að Miðflokksþingmennirnir Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson eigi ekki hæglega afturkvæmt á Alþingi eftir leyfið sem þeir tóku sér vegna Klaustursmálsins. Þá segir hann að kjörnir fulltrúar geti hreinlega ekki leyft sér að hafa skoðanir á borð við þær sem látnar voru í ljós á upptökunum. Henry var afdráttarlaus í greiningu sinni á endurkomu Gunnars Braga og Bergþórs í þættinum Silfrinu á RÚV í morgun en þingmennirnir sneru aftur á þing í vikunni með miklum látum.Grundvallarspurningar um lýðræði Henry sagði það afar eftirtektarvert hvaða ástæður Gunnar Bragi og Bergþór hefðu gefið fyrir ákvörðun sinni um að koma aftur til starfa. Þeir hafa báðir sagst gegna skyldu gagnvart kjósendum sínum og því ákveðið að mæta til vinnu á þinginu en Henry setti spurningamerki við þær röksemdafærslur. „Hvernig þeir lýsa því að þeir hafi enn þá trúverðugleika frá sínum kjósendum, sínum hópum. Að það hafi einhverjir hringt í þá, og svo framvegis, að þeir hafi talað við sitt fólk. Þetta eru bara grundvallarspurningar um lýðræði. Þurfa alþingismenn bara að vera trúverðugir í augum sinna kjósenda, sinna vina, eða þurfa þeir að vera trúverðugir í augum almennings?“ spurði Henry.Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, mætti til vinnu á fimmtudaginn í fyrsta sinn eftir að upptökurnar á Klaustri voru gerðar opinberar.Vísir/VilhelmEins og rekaviðardrumbar í öldurótinu Hann sagði þá Gunnar Braga og Bergþór óhjákvæmilega hafa tapað trúverðugleika sínum. „Ég held að í þessu tilviki sé það þannig að þessir tveir þingmenn, svo við tölum um þá því þeir hafa verið í fréttum í vikunni, ég held að þeir hafi tapað sínum trúverðugleika. Það er ekkert hægt að komast fram hjá því, ég held við séum öll sammála um það. Þeir fá hann ekki auðveldlega aftur og ég held þeir séu ekki að öðlast hann aftur með sínum viðbrögðum í vikunni.“ Þá taldi Henry að erfitt yrði fyrir umrædda þingmenn að starfa áfram inni á þingi þar sem þeir yrðu líklega alltaf litaðir Klaustursmálinu. „Ég er voða hræddur um að, af því að ég er hræddur um að þeir hafi tapað sínum trúverðugleika, að ef þeir ætla að sitja inni á alþingi núna að þá verði þeir eins og einhverjir rekaviðardrumbar sem skolast til í öldurótinu næstu ár.“ „Kjörnir fulltrúar geta ekki haft þessar skoðanir“ Auk þess lýsti hann yfir áhyggjum af skilningsleysinu sem virtist loða við viðbrögð Miðflokksmanna í málinu. Þingmennirnir hafa stillt sér upp sem fórnarlömbum og vísað til þess að þeir hafi verið teknir ólöglega upp á Klaustri í nóvember. „Það er líka lykilatriði í þessu sem ég held að megi ekki gleymast. Það er að kjörnir fulltrúar geta ekki haft þessar skoðanir. Þeir geta ekki leyft sér þetta. Þetta er bara ekki í boði, hvort sem þetta hefði farið út eða ekki,“ sagði Henry. „Þetta skilningsleysi sem kemur svo í ljós í öllum viðbrögðum þeirra, það er það sem ég hef mestar áhyggjur af í þessu.“ Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Óvinsælt og ólíklegt að Bergþór gegni áfram formennsku í nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason komu óvænt aftur til starfa í gær. Í samtölum við Fréttablaðið undrast margir þingmenn þessa ákvörðun þeirra. 25. janúar 2019 06:00 Þingmenn sem fara í ótímabundið og launalaust leyfi ráða því sjálfir hvenær þeir koma til baka Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir það algjörlega í höndum þeirra þingmanna sem taka sér ótímabundið, launalaust leyfi að ákveða hvenær þeir koma til baka til þingstarfa. 25. janúar 2019 15:00 Íris gæti ekki hugsað sér að mæta aftur til vinnu í sporum Miðflokksmanna Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum segir að hún gæti ekki hugsað sér að mæta aftur til starfa á Alþingi, væri hún í sporum þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins. 26. janúar 2019 14:14 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Sjá meira
Henry Alexander Henrysson, aðjúnkt við heimspekideild Háskóla Íslands og sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun, óttast að Miðflokksþingmennirnir Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson eigi ekki hæglega afturkvæmt á Alþingi eftir leyfið sem þeir tóku sér vegna Klaustursmálsins. Þá segir hann að kjörnir fulltrúar geti hreinlega ekki leyft sér að hafa skoðanir á borð við þær sem látnar voru í ljós á upptökunum. Henry var afdráttarlaus í greiningu sinni á endurkomu Gunnars Braga og Bergþórs í þættinum Silfrinu á RÚV í morgun en þingmennirnir sneru aftur á þing í vikunni með miklum látum.Grundvallarspurningar um lýðræði Henry sagði það afar eftirtektarvert hvaða ástæður Gunnar Bragi og Bergþór hefðu gefið fyrir ákvörðun sinni um að koma aftur til starfa. Þeir hafa báðir sagst gegna skyldu gagnvart kjósendum sínum og því ákveðið að mæta til vinnu á þinginu en Henry setti spurningamerki við þær röksemdafærslur. „Hvernig þeir lýsa því að þeir hafi enn þá trúverðugleika frá sínum kjósendum, sínum hópum. Að það hafi einhverjir hringt í þá, og svo framvegis, að þeir hafi talað við sitt fólk. Þetta eru bara grundvallarspurningar um lýðræði. Þurfa alþingismenn bara að vera trúverðugir í augum sinna kjósenda, sinna vina, eða þurfa þeir að vera trúverðugir í augum almennings?“ spurði Henry.Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, mætti til vinnu á fimmtudaginn í fyrsta sinn eftir að upptökurnar á Klaustri voru gerðar opinberar.Vísir/VilhelmEins og rekaviðardrumbar í öldurótinu Hann sagði þá Gunnar Braga og Bergþór óhjákvæmilega hafa tapað trúverðugleika sínum. „Ég held að í þessu tilviki sé það þannig að þessir tveir þingmenn, svo við tölum um þá því þeir hafa verið í fréttum í vikunni, ég held að þeir hafi tapað sínum trúverðugleika. Það er ekkert hægt að komast fram hjá því, ég held við séum öll sammála um það. Þeir fá hann ekki auðveldlega aftur og ég held þeir séu ekki að öðlast hann aftur með sínum viðbrögðum í vikunni.“ Þá taldi Henry að erfitt yrði fyrir umrædda þingmenn að starfa áfram inni á þingi þar sem þeir yrðu líklega alltaf litaðir Klaustursmálinu. „Ég er voða hræddur um að, af því að ég er hræddur um að þeir hafi tapað sínum trúverðugleika, að ef þeir ætla að sitja inni á alþingi núna að þá verði þeir eins og einhverjir rekaviðardrumbar sem skolast til í öldurótinu næstu ár.“ „Kjörnir fulltrúar geta ekki haft þessar skoðanir“ Auk þess lýsti hann yfir áhyggjum af skilningsleysinu sem virtist loða við viðbrögð Miðflokksmanna í málinu. Þingmennirnir hafa stillt sér upp sem fórnarlömbum og vísað til þess að þeir hafi verið teknir ólöglega upp á Klaustri í nóvember. „Það er líka lykilatriði í þessu sem ég held að megi ekki gleymast. Það er að kjörnir fulltrúar geta ekki haft þessar skoðanir. Þeir geta ekki leyft sér þetta. Þetta er bara ekki í boði, hvort sem þetta hefði farið út eða ekki,“ sagði Henry. „Þetta skilningsleysi sem kemur svo í ljós í öllum viðbrögðum þeirra, það er það sem ég hef mestar áhyggjur af í þessu.“
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Óvinsælt og ólíklegt að Bergþór gegni áfram formennsku í nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason komu óvænt aftur til starfa í gær. Í samtölum við Fréttablaðið undrast margir þingmenn þessa ákvörðun þeirra. 25. janúar 2019 06:00 Þingmenn sem fara í ótímabundið og launalaust leyfi ráða því sjálfir hvenær þeir koma til baka Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir það algjörlega í höndum þeirra þingmanna sem taka sér ótímabundið, launalaust leyfi að ákveða hvenær þeir koma til baka til þingstarfa. 25. janúar 2019 15:00 Íris gæti ekki hugsað sér að mæta aftur til vinnu í sporum Miðflokksmanna Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum segir að hún gæti ekki hugsað sér að mæta aftur til starfa á Alþingi, væri hún í sporum þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins. 26. janúar 2019 14:14 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Sjá meira
Óvinsælt og ólíklegt að Bergþór gegni áfram formennsku í nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason komu óvænt aftur til starfa í gær. Í samtölum við Fréttablaðið undrast margir þingmenn þessa ákvörðun þeirra. 25. janúar 2019 06:00
Þingmenn sem fara í ótímabundið og launalaust leyfi ráða því sjálfir hvenær þeir koma til baka Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir það algjörlega í höndum þeirra þingmanna sem taka sér ótímabundið, launalaust leyfi að ákveða hvenær þeir koma til baka til þingstarfa. 25. janúar 2019 15:00
Íris gæti ekki hugsað sér að mæta aftur til vinnu í sporum Miðflokksmanna Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum segir að hún gæti ekki hugsað sér að mæta aftur til starfa á Alþingi, væri hún í sporum þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins. 26. janúar 2019 14:14