Aðkoma stjórnvalda að kjaraviðræðunum þarf að vera umtalsverð Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. janúar 2019 18:45 Kjaraviðræðum VR, Eflingar, Verkalýðsfélaga Akraness og Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins var framhaldið í dag. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir áríðandi að hraða viðræðum þar sem mánuður sé liðinn frá því að kjarasamningar losnuðu og segir að aðkoma stjórnvalda að viðræðunum þurfi að vera umtalsverð. Samninganefndirnar hittust hjá Ríkissáttasemjara í morgun og var fundurinn sá fyrsti af þremur í þessari viku. Í dag voru réttindamál launþegar meðal annars til umræðu.Fara yfir í baklandið „Það voru fjölmörg atriði til umræðu. Viðerum að skoða og fórum yfir og menn ætla að taka inn í baklandið sitt og fara yfir,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. „Ég mundi segja að þetta hafi verið vinnufundur. Við fórum í gegnum mjög mörg atriði. Sum voru afgreidd en öðrum var vísað inn í vinnuhópa sem að munu taka til starfa á næstu dögum,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að loknum fundi í dag. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.Vísir/VilhelmFormaður Verkalýðsfélags Akranes segir að einhverjar kröfur hafi verið lagðar fram á fundinum í morgun. „Ég veit ekki hvort að þeir sætti sig við allt en sumu var ekki hafnað,“ sagði Vilhjálmur. Aðspurður um það hvort að þessar viðræður muni leiða til sátta eða átaka á vinnumarkaði segir Vilhjálmur að hann geti ekki svarað því eins og staðan er í dag. „Það liggur alveg fyrir að núna viljum við líka fara ræða við stjórnvöld,“ segir Vilhjálmur. Samninganefnd Alþýðusambandsins hittist á fundi í dag þar sem rætt var um aðkomu stjórnvalda að kjaraviðræðunum. „Það er alveg ljóst ef við ætlum að ná saman og ná að loka þessu að þá þarf aðkoma stjórnvalda að vera umtalsverð,“ segir Vilhjálmur.Hvað þurfa stjórnvöld að gera til þess að liðka enn frekar fyrir samningaviðræðum ykkar við Samtök atvinnulífsins?„Ég lít svo á að við eigum í samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins og svo höfum við gerst svo djörf að sækja fram með mjög markvissar og metnaðarfullar kröfur á stjórnvöld en að á bara alveg eftir að fara í gegnum,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar að loknum fundinum í dag. Fulltrúar verkalýðsfélaganna fjögurra og Samtaka atvinnulífsins koma til með að hittast í húskynnum Ríkissáttasemjara aftur á miðvikudag. Í lok vikunnar veður svo metið hverju viðræðurnar hafa skilað og hvort halda eigi áfram. „það er erfitt giska hversu langan tíma þetta tekur en á meðan vinnulagið er með þessum hætti þá hljótum við að vera bjartsýn,“ sagði Halldór Benjamín. Akranes Kjaramál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Kjaraviðræðum VR, Eflingar, Verkalýðsfélaga Akraness og Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins var framhaldið í dag. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir áríðandi að hraða viðræðum þar sem mánuður sé liðinn frá því að kjarasamningar losnuðu og segir að aðkoma stjórnvalda að viðræðunum þurfi að vera umtalsverð. Samninganefndirnar hittust hjá Ríkissáttasemjara í morgun og var fundurinn sá fyrsti af þremur í þessari viku. Í dag voru réttindamál launþegar meðal annars til umræðu.Fara yfir í baklandið „Það voru fjölmörg atriði til umræðu. Viðerum að skoða og fórum yfir og menn ætla að taka inn í baklandið sitt og fara yfir,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. „Ég mundi segja að þetta hafi verið vinnufundur. Við fórum í gegnum mjög mörg atriði. Sum voru afgreidd en öðrum var vísað inn í vinnuhópa sem að munu taka til starfa á næstu dögum,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að loknum fundi í dag. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.Vísir/VilhelmFormaður Verkalýðsfélags Akranes segir að einhverjar kröfur hafi verið lagðar fram á fundinum í morgun. „Ég veit ekki hvort að þeir sætti sig við allt en sumu var ekki hafnað,“ sagði Vilhjálmur. Aðspurður um það hvort að þessar viðræður muni leiða til sátta eða átaka á vinnumarkaði segir Vilhjálmur að hann geti ekki svarað því eins og staðan er í dag. „Það liggur alveg fyrir að núna viljum við líka fara ræða við stjórnvöld,“ segir Vilhjálmur. Samninganefnd Alþýðusambandsins hittist á fundi í dag þar sem rætt var um aðkomu stjórnvalda að kjaraviðræðunum. „Það er alveg ljóst ef við ætlum að ná saman og ná að loka þessu að þá þarf aðkoma stjórnvalda að vera umtalsverð,“ segir Vilhjálmur.Hvað þurfa stjórnvöld að gera til þess að liðka enn frekar fyrir samningaviðræðum ykkar við Samtök atvinnulífsins?„Ég lít svo á að við eigum í samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins og svo höfum við gerst svo djörf að sækja fram með mjög markvissar og metnaðarfullar kröfur á stjórnvöld en að á bara alveg eftir að fara í gegnum,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar að loknum fundinum í dag. Fulltrúar verkalýðsfélaganna fjögurra og Samtaka atvinnulífsins koma til með að hittast í húskynnum Ríkissáttasemjara aftur á miðvikudag. Í lok vikunnar veður svo metið hverju viðræðurnar hafa skilað og hvort halda eigi áfram. „það er erfitt giska hversu langan tíma þetta tekur en á meðan vinnulagið er með þessum hætti þá hljótum við að vera bjartsýn,“ sagði Halldór Benjamín.
Akranes Kjaramál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent