Julen og framtíð heimsins Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 29. janúar 2019 07:00 Til eru fréttir sem setja sálarlífið á annan endann. Þessu fengu Spánverjar að finna fyrir í þrettán daga þegar örlögin undu fram eina þá mestu harmsögu sem hægt er að hugsa sér. Tveggja ára drengur, Julen að nafni, dettur í borholu og liggur á sjötíu metra dýpi þar sem ekki er hægt að ná til hans. Brunnurinn er á toppi fjalls nokkurs við bæinn Totalán og var nú hafist handa við að grafa eina þrjátíu metra niður í fjallið og þaðan var síðan boruð hola samhliða þeirri sem barnið lá í. Því næst voru gerð göng úr þeirri nýju yfir í þessa ólukkans holu sem boruð hafði verið í leyfisleysi og op hennar, einhverra hluta vegna, óvarið fyrir harmleikjum sem þessum. Að þessu loknu var loks hægt að komast að líki drengsins. En allir harmleikir bjóða líka upp á nýja von og hana er ekki erfitt að finna í þessu tilviki. Með samtakamætti allra þeirra sem að þessu komu, og lágu þar íbúar þorpsins ekki á liði sínu, var mögulegt að vinna verk á nokkrum dögum sem undir venjulegum kringumstæðum hefði tekið nokkra mánuði. Það er að segja, einn ganginn enn sannast að þegar mikið liggur við er hægt að áorka því sem áður var talið ofar mannlegum mætti. Þetta er afar holl hugvekja nú þegar heimurinn er á heljarþröm sökum græðgi okkar. Hins vegar, hvað þessa veröld varðar þá er nokkuð síðan að þörfin á þessum samtakamætti gerði vart við sig en við erum ennþá að funda um málið og að standa í stappi við þverhausa eins og Trump sem halda að til einhvers sé að byrgja brunninn eftir að barnið er dottið ofan í hann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Spánn Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Til eru fréttir sem setja sálarlífið á annan endann. Þessu fengu Spánverjar að finna fyrir í þrettán daga þegar örlögin undu fram eina þá mestu harmsögu sem hægt er að hugsa sér. Tveggja ára drengur, Julen að nafni, dettur í borholu og liggur á sjötíu metra dýpi þar sem ekki er hægt að ná til hans. Brunnurinn er á toppi fjalls nokkurs við bæinn Totalán og var nú hafist handa við að grafa eina þrjátíu metra niður í fjallið og þaðan var síðan boruð hola samhliða þeirri sem barnið lá í. Því næst voru gerð göng úr þeirri nýju yfir í þessa ólukkans holu sem boruð hafði verið í leyfisleysi og op hennar, einhverra hluta vegna, óvarið fyrir harmleikjum sem þessum. Að þessu loknu var loks hægt að komast að líki drengsins. En allir harmleikir bjóða líka upp á nýja von og hana er ekki erfitt að finna í þessu tilviki. Með samtakamætti allra þeirra sem að þessu komu, og lágu þar íbúar þorpsins ekki á liði sínu, var mögulegt að vinna verk á nokkrum dögum sem undir venjulegum kringumstæðum hefði tekið nokkra mánuði. Það er að segja, einn ganginn enn sannast að þegar mikið liggur við er hægt að áorka því sem áður var talið ofar mannlegum mætti. Þetta er afar holl hugvekja nú þegar heimurinn er á heljarþröm sökum græðgi okkar. Hins vegar, hvað þessa veröld varðar þá er nokkuð síðan að þörfin á þessum samtakamætti gerði vart við sig en við erum ennþá að funda um málið og að standa í stappi við þverhausa eins og Trump sem halda að til einhvers sé að byrgja brunninn eftir að barnið er dottið ofan í hann.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar