Ný afstaða til veganisma Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir skrifar 29. janúar 2019 08:15 Grænkerum (vegan fólki) fer sífjölgandi í heiminum og þar eru Íslendingar sannarlega ekki að draga lappirnar. Heyrst hefur að hér á landi sé heldur hátt hlutfall grænkera, samanborið við önnur lönd. Verslanir bjóða sífellt upp á meira magn af allskyns grænkerafæði og eftirspurnin leynir sér ekki. Hvers vegna vegan? Fólk gerist vegan af ýmsum ástæðum en þar má til dæmis nefna siðferðilegar, heilsufarslegar og umhverfislegar ástæður. Aðgengi að fjölbreyttu fæðuúrvali gerir það tiltölulega auðvelt að verða grænkeri og í dag er það mun raunhæfari kostur en áður fyrr. Fortíðin Við vitum öll að án dýranna hefðum við Íslendingar líklega aldrei lifað af. Mjólkin, kjötið og aðrar dýraafurðir voru okkur lífsnauðsynleg næring sem ekki var auðveldlega hægt að sneiða framhjá, en í dag er öldin önnur. Matvörubúðir eru fullar af hollum og góðum mat sem ekki kemur úr dýraríkinu. Raunar óhollum mat líka, ef því ber að skipta. Framtíðin Við vitum það líka í dag að mjólkin er ekki alveg jafn holl og við töldum hér áður fyrr, auk þess er auðvelt að finna henni umhverfisvænni staðgengil. Margt hefur breyst í landbúnaði og dýr eru fyrst og fremst alin upp til manneldis á sem hagkvæmasta máta. Það sem er hagkvæmast fyrir okkur er þó ekki endilega farsælast fyrir dýrin. Á Íslandi komumst við til dæmis að því nýverið að legusár fundust á svínum í ansi mörgum svínabúum landsins. Auk þess kolféll ímynd okkar um hamingjusömu hænuna þegar Kastljós tók Brúneggjaumræðuna fyrir á svo eftirminnilegan hátt. Aðgengi upplýsinga um kjöt- og mjólkuriðnaðinn hefur stóraukist. Ef fólk er tilbúið til þess að horfast í augu við hann, þá hefur það greiðan aðgang að þeim upplýsingum á netinu. Því miður eru sláturhúsin þó ekki fús við að leyfa fólki að taka upp það sem þar fer fram. Eitt sinn heyrði ég að „ef að sláturhús væru gerð úr glerveggjum værum við öll vegan“. Kannski er eitthvað til í því? Samfélagið okkar á Íslandi endurspeglar alltaf að einhverju leyti gamlan veruleika. Breytingar taka tíma. Við þurfum stundum að staldra aðeins við, þora að efast um það sem okkur þykir almennt svo sjálfsagt og fylgja eigin sannfæringu. En þá er það stóra spurningin, hvernig ætlum við að takast á við þessar breyttu samfélagsvenjur? Hvenær gefst gott tækifæri til endurskoðunar á lagaumgjörðinni og viðhorfum fólks í kringum neyslu dýra- og dýraafurða? Hvað nú? Á viðburðinum Mataræði og mannréttindi verður leitast eftir því að svara spurningunni „Ættu ríki og sveitarfélög að stuðla að neyslu almennings á grænkerafæði?“ Því og fleiru verður svarað af fólki úr ábyrgðarstöðum ríkis og sveitarfélaga. Í pallborði verða þær Salvör Nordal, umboðsmaður barna, Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, alþingiskona, Hólmfríður Þorgeirsdóttir, næringarfræðingur og verkefnisstjóri hjá Embætti Landlæknis, og Hildur Harðardóttir, sérfræðingur Umhverfisstofnunar á sviði loftslagsmála og græns samfélags. Viðburðurinn er haldinn í tengslum við Veganúar og er í boði Samtaka Grænkera á Íslandi. Hann er haldinn í kvöld að Túngötu 14 klukkan 20:00, allir eru velkomnir.Höfundur er félagsfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegan Brúneggjamálið Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Grænkerum (vegan fólki) fer sífjölgandi í heiminum og þar eru Íslendingar sannarlega ekki að draga lappirnar. Heyrst hefur að hér á landi sé heldur hátt hlutfall grænkera, samanborið við önnur lönd. Verslanir bjóða sífellt upp á meira magn af allskyns grænkerafæði og eftirspurnin leynir sér ekki. Hvers vegna vegan? Fólk gerist vegan af ýmsum ástæðum en þar má til dæmis nefna siðferðilegar, heilsufarslegar og umhverfislegar ástæður. Aðgengi að fjölbreyttu fæðuúrvali gerir það tiltölulega auðvelt að verða grænkeri og í dag er það mun raunhæfari kostur en áður fyrr. Fortíðin Við vitum öll að án dýranna hefðum við Íslendingar líklega aldrei lifað af. Mjólkin, kjötið og aðrar dýraafurðir voru okkur lífsnauðsynleg næring sem ekki var auðveldlega hægt að sneiða framhjá, en í dag er öldin önnur. Matvörubúðir eru fullar af hollum og góðum mat sem ekki kemur úr dýraríkinu. Raunar óhollum mat líka, ef því ber að skipta. Framtíðin Við vitum það líka í dag að mjólkin er ekki alveg jafn holl og við töldum hér áður fyrr, auk þess er auðvelt að finna henni umhverfisvænni staðgengil. Margt hefur breyst í landbúnaði og dýr eru fyrst og fremst alin upp til manneldis á sem hagkvæmasta máta. Það sem er hagkvæmast fyrir okkur er þó ekki endilega farsælast fyrir dýrin. Á Íslandi komumst við til dæmis að því nýverið að legusár fundust á svínum í ansi mörgum svínabúum landsins. Auk þess kolféll ímynd okkar um hamingjusömu hænuna þegar Kastljós tók Brúneggjaumræðuna fyrir á svo eftirminnilegan hátt. Aðgengi upplýsinga um kjöt- og mjólkuriðnaðinn hefur stóraukist. Ef fólk er tilbúið til þess að horfast í augu við hann, þá hefur það greiðan aðgang að þeim upplýsingum á netinu. Því miður eru sláturhúsin þó ekki fús við að leyfa fólki að taka upp það sem þar fer fram. Eitt sinn heyrði ég að „ef að sláturhús væru gerð úr glerveggjum værum við öll vegan“. Kannski er eitthvað til í því? Samfélagið okkar á Íslandi endurspeglar alltaf að einhverju leyti gamlan veruleika. Breytingar taka tíma. Við þurfum stundum að staldra aðeins við, þora að efast um það sem okkur þykir almennt svo sjálfsagt og fylgja eigin sannfæringu. En þá er það stóra spurningin, hvernig ætlum við að takast á við þessar breyttu samfélagsvenjur? Hvenær gefst gott tækifæri til endurskoðunar á lagaumgjörðinni og viðhorfum fólks í kringum neyslu dýra- og dýraafurða? Hvað nú? Á viðburðinum Mataræði og mannréttindi verður leitast eftir því að svara spurningunni „Ættu ríki og sveitarfélög að stuðla að neyslu almennings á grænkerafæði?“ Því og fleiru verður svarað af fólki úr ábyrgðarstöðum ríkis og sveitarfélaga. Í pallborði verða þær Salvör Nordal, umboðsmaður barna, Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, alþingiskona, Hólmfríður Þorgeirsdóttir, næringarfræðingur og verkefnisstjóri hjá Embætti Landlæknis, og Hildur Harðardóttir, sérfræðingur Umhverfisstofnunar á sviði loftslagsmála og græns samfélags. Viðburðurinn er haldinn í tengslum við Veganúar og er í boði Samtaka Grænkera á Íslandi. Hann er haldinn í kvöld að Túngötu 14 klukkan 20:00, allir eru velkomnir.Höfundur er félagsfræðingur.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun