Breska þingið fjallar um fimmtán breytingartillögur við Brexit-samning Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. janúar 2019 12:30 Stuðninsmaður áframhaldandi aðildar Breta að ESB við þinghúsið í Westminster í gær. Á meðal breytingartillagna sem eru á dagskránni er tillaga frá Jeremy Corbyn o.fl. um að samið verði að nýju við ESB og samningur borinn undir þjóðaratkvæði. Vísir/EPA Fimmtán breytingartillögur við lagafrumvarp um útgöngusamning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, úr Evrópusambandinu verða til umræðu á breska þinginu í dag. Líkurnar á því að Bretar hætti í Evrópusambandinu án samnings eru taldar aukast á hverjum degi. Hinn 15. janúar síðastliðinn var Brexit-samningur Theresu May forsætisráðherra Bretlands felldur í neðri deild breska þingsins með 230 atkvæða mun í atkvæðagreiðslu. Alls greiddu 432 atkvæði gegn samningnum en 202 með honum. Í dag fjallar þingið um fimmtán breytingartillögur við frumvarpið sem var fellt 15. janúar en engin þeirra kemur frá ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra. Engu að síður mun May sjálf hefja umræðuna og er búist við því að hún taki til máls klukkan tuttugur mínútur í eitt eftir hádegi. Á meðal þessara fimmtán tillagna á dagskránni er breytingartillaga frá Jeremy Corbyn, formanni Verkamannaflokksins og sextíu og átta þingmönnum, um að samið verði að nýju við Evrópusambandið og nýr úrsagnarsamningur verði borinn undir þjóðaratkvæði. Þá er á dagskránni breytingartillaga frá Yvette Cooper þingmanni Verkamannaflokksins og 138 öðrum þingmönnum sem felur í sér að tryggt verði að Bretland fari ekki úr Evrópusambandinu án samnings. Þetta frestar í reynd Brexit ef enginn samningur er á borðinu sem nýtur meirihlutastuðnings þingsins. Verkamannaflokkurinn er klofinn í afstöðunni til Brexit og Jeremy Corbyn hefur ekkert viljað gefa út um hvort hann styðji tillögu Cooper ef breytingartillaga hans nýtur ekki brautargengis.Theresa May fyrir utan Downinstræti 10 í gær. Hún verður málshefjandi í umræðu um Brexit í breska þinginu í dag þar sem 15 breytingartillögur við úrsagnarsamning hennar eru á dagskrá. Engin þeirra kemur þó frá ríkisstjórn hennar.Vísir/EPAAlveg óvíst hvort hin ESB-ríkin samþykki að fella niður Backstop ákvæði Þá er á dagskrá tillaga sem fellir niður svokallað "Backstop" ákvæði úr úrsagnarsamningnum. Umrætt ákvæði um Backstop felur í sér áframhaldandi veru Bretlands í tollabandalaginu en um eitt hundrað þingmenn Íhaldsflokksins kusu gegn úrsagnarsamningi May og fóru þannig gegn formanni eigin flokks vegna andstöðu við þetta ákvæði um veru Bretlands í tollabandalaginu eftir Brexit. Backstop er í raun trygging fyrir því að landamærin við Írland verði eitt tollasvæði eftir útgönguna og verði í gildi þangað til að gengið hefur verið frá fríverslunarsamningi milli Bretlands og ESB eftir Brexit. Þótt breska þingið samþykki að fella þetta niður úr úrsagnarsamningnum er algjörlega óvíst hvort hin 27 ESB-ríkin samþykki þessa breytingu. Helen McEntee, Evrópumálaráðherra Írlands, kallar eftir auknu raunsæi frá Bretum og lét hafa eftir sér við Guardian í dag að ekki standi til að breyta úrsagnarsamningnum. Bretar þurfa að ganga úr í Evrópusambandinu hinn 29. mars næstkomandi því þá eru tvö ár liðin frá því að 50. gr. Lissabon-sáttmálans, sem fjallar um útgöngu aðildarríkis úr sambandinu, var virkjuð. Líkur á því að Bretar gangi úr ESB án samnings eru nú taldast aukast með hverjum deginum sem líður. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Fimmtán breytingartillögur við lagafrumvarp um útgöngusamning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, úr Evrópusambandinu verða til umræðu á breska þinginu í dag. Líkurnar á því að Bretar hætti í Evrópusambandinu án samnings eru taldar aukast á hverjum degi. Hinn 15. janúar síðastliðinn var Brexit-samningur Theresu May forsætisráðherra Bretlands felldur í neðri deild breska þingsins með 230 atkvæða mun í atkvæðagreiðslu. Alls greiddu 432 atkvæði gegn samningnum en 202 með honum. Í dag fjallar þingið um fimmtán breytingartillögur við frumvarpið sem var fellt 15. janúar en engin þeirra kemur frá ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra. Engu að síður mun May sjálf hefja umræðuna og er búist við því að hún taki til máls klukkan tuttugur mínútur í eitt eftir hádegi. Á meðal þessara fimmtán tillagna á dagskránni er breytingartillaga frá Jeremy Corbyn, formanni Verkamannaflokksins og sextíu og átta þingmönnum, um að samið verði að nýju við Evrópusambandið og nýr úrsagnarsamningur verði borinn undir þjóðaratkvæði. Þá er á dagskránni breytingartillaga frá Yvette Cooper þingmanni Verkamannaflokksins og 138 öðrum þingmönnum sem felur í sér að tryggt verði að Bretland fari ekki úr Evrópusambandinu án samnings. Þetta frestar í reynd Brexit ef enginn samningur er á borðinu sem nýtur meirihlutastuðnings þingsins. Verkamannaflokkurinn er klofinn í afstöðunni til Brexit og Jeremy Corbyn hefur ekkert viljað gefa út um hvort hann styðji tillögu Cooper ef breytingartillaga hans nýtur ekki brautargengis.Theresa May fyrir utan Downinstræti 10 í gær. Hún verður málshefjandi í umræðu um Brexit í breska þinginu í dag þar sem 15 breytingartillögur við úrsagnarsamning hennar eru á dagskrá. Engin þeirra kemur þó frá ríkisstjórn hennar.Vísir/EPAAlveg óvíst hvort hin ESB-ríkin samþykki að fella niður Backstop ákvæði Þá er á dagskrá tillaga sem fellir niður svokallað "Backstop" ákvæði úr úrsagnarsamningnum. Umrætt ákvæði um Backstop felur í sér áframhaldandi veru Bretlands í tollabandalaginu en um eitt hundrað þingmenn Íhaldsflokksins kusu gegn úrsagnarsamningi May og fóru þannig gegn formanni eigin flokks vegna andstöðu við þetta ákvæði um veru Bretlands í tollabandalaginu eftir Brexit. Backstop er í raun trygging fyrir því að landamærin við Írland verði eitt tollasvæði eftir útgönguna og verði í gildi þangað til að gengið hefur verið frá fríverslunarsamningi milli Bretlands og ESB eftir Brexit. Þótt breska þingið samþykki að fella þetta niður úr úrsagnarsamningnum er algjörlega óvíst hvort hin 27 ESB-ríkin samþykki þessa breytingu. Helen McEntee, Evrópumálaráðherra Írlands, kallar eftir auknu raunsæi frá Bretum og lét hafa eftir sér við Guardian í dag að ekki standi til að breyta úrsagnarsamningnum. Bretar þurfa að ganga úr í Evrópusambandinu hinn 29. mars næstkomandi því þá eru tvö ár liðin frá því að 50. gr. Lissabon-sáttmálans, sem fjallar um útgöngu aðildarríkis úr sambandinu, var virkjuð. Líkur á því að Bretar gangi úr ESB án samnings eru nú taldast aukast með hverjum deginum sem líður.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent