Endurbygging eina tvöfalda steinbæjarins í borginni á lokametrunum Atli Ísleifsson skrifar 3. febrúar 2019 11:00 Húsið verður selt á almennum markaði og gerir framkvæmdastjóri Minjaverndar ráð fyrir að tap félagsins vegna verksins verði um tuttugu milljónir króna. vísir/vilhelm Áætlað er að framkvæmdum við endurbætur Minjaverndar á Stóraseli við Holtsgötu í Reykjavík, eina tveggja bursta steinbæ sem eftir er í borginni, ljúki í maí næstkomandi. Framkvæmdastjóri Minjaverndar segir ávallt hafa verið gert ráð fyrir tap verði á verkefninu, en til stendur að selja húsið á almennum markaði þegar framkvæmdum lýkur. Bærinn var byggður í tveimur áföngum árin 1884 og 1893, en áður hafði þar staðið torfbær um margra alda skeið. Bærinn stendur nú í bakgarði húsa við Holtsgötu, Ánanaust, Sólvallagötu og Framnesveg. Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar, segir að Minjavernd hafi tekið við húsinu árið 2014 þegar gerður var rammasamningur við Reykjavíkurborg – samning sem náði meðal annars til þessa húss. Hann segir húsið hafa verið afar hrörlegt og því „misþyrmt“, meðal annars með ýmsum viðbyggingum svo sem gróðurhúsi á þaki. Þá hafði hluti hlaðinna veggja verið rifinn. Húsið var hrörlegt að sjá fyrir endurbætur.Mynd/Minjavernd 20 milljón króna tap Byrjað var að taka innan úr húsinu árið 2015 og stóðu svo yfir fornleifarannsóknir fram til ársins 2016. „Endurgerð að ytra byrði er nú lokið, búið er að endurhlaða þá steinveggi sem endurhlaðnir verða og er unnið að undirbúningi panelklæðninga innandyra. Áætlað er að verkinu verði lokið í maí,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar Hann segir að samkvæmt um þriggja ára gamalli fjárhagsáætlun hafi verið gert ráð fyrir að byggingar- og hönnunarkostnaður yrði um áttatíu milljónir. Ekki sé talinn með kostnaður vegna ýmissa leyfa og fornleifarannsókna. Selt á almennum markaði Húsið verður selt á almennum markaði og gerir Þorsteinn ráð fyrir að tap Minjaverndar vegna verksins verði um tuttugu milljónir. Alltaf hafi verið gert ráð fyrir tap á verkinu líkt og oft er þegar Minjavernd hefur við byggingum og hyggur á endurbætur. Minjavernd er hlutafélag þar sem íslenska ríkið og Reykjavíkurborg eiga bæði um 38 prósenta hlut, og sjálfseignarstofnunin Minjar um 23 prósenta hlut. Einu sinni var...Mynd/Minjavernd Borgarstjórn Fornminjar Reykjavík Húsavernd Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Sjá meira
Áætlað er að framkvæmdum við endurbætur Minjaverndar á Stóraseli við Holtsgötu í Reykjavík, eina tveggja bursta steinbæ sem eftir er í borginni, ljúki í maí næstkomandi. Framkvæmdastjóri Minjaverndar segir ávallt hafa verið gert ráð fyrir tap verði á verkefninu, en til stendur að selja húsið á almennum markaði þegar framkvæmdum lýkur. Bærinn var byggður í tveimur áföngum árin 1884 og 1893, en áður hafði þar staðið torfbær um margra alda skeið. Bærinn stendur nú í bakgarði húsa við Holtsgötu, Ánanaust, Sólvallagötu og Framnesveg. Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar, segir að Minjavernd hafi tekið við húsinu árið 2014 þegar gerður var rammasamningur við Reykjavíkurborg – samning sem náði meðal annars til þessa húss. Hann segir húsið hafa verið afar hrörlegt og því „misþyrmt“, meðal annars með ýmsum viðbyggingum svo sem gróðurhúsi á þaki. Þá hafði hluti hlaðinna veggja verið rifinn. Húsið var hrörlegt að sjá fyrir endurbætur.Mynd/Minjavernd 20 milljón króna tap Byrjað var að taka innan úr húsinu árið 2015 og stóðu svo yfir fornleifarannsóknir fram til ársins 2016. „Endurgerð að ytra byrði er nú lokið, búið er að endurhlaða þá steinveggi sem endurhlaðnir verða og er unnið að undirbúningi panelklæðninga innandyra. Áætlað er að verkinu verði lokið í maí,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar Hann segir að samkvæmt um þriggja ára gamalli fjárhagsáætlun hafi verið gert ráð fyrir að byggingar- og hönnunarkostnaður yrði um áttatíu milljónir. Ekki sé talinn með kostnaður vegna ýmissa leyfa og fornleifarannsókna. Selt á almennum markaði Húsið verður selt á almennum markaði og gerir Þorsteinn ráð fyrir að tap Minjaverndar vegna verksins verði um tuttugu milljónir. Alltaf hafi verið gert ráð fyrir tap á verkinu líkt og oft er þegar Minjavernd hefur við byggingum og hyggur á endurbætur. Minjavernd er hlutafélag þar sem íslenska ríkið og Reykjavíkurborg eiga bæði um 38 prósenta hlut, og sjálfseignarstofnunin Minjar um 23 prósenta hlut. Einu sinni var...Mynd/Minjavernd
Borgarstjórn Fornminjar Reykjavík Húsavernd Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Sjá meira