Reiknar með að vera áfram formaður nema samkomulag minnihlutans verði tekið upp Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. janúar 2019 12:49 Bergþór Ólason reiknar með að vera áfram formaður í umhverfis- og samgöngunefnd. vísir/vilhelm Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, kveðst reikna með því að vera áfram formaður nefndarinnar nema að samkomulag stjórnarandstöðuflokkanna á þing um formennsku í fastanefndum verði tekið upp. Verði samkomulagið tekið upp segist hann jafnframt reikna með því að formennskur annarra stjórnarandstöðuflokka komi til skoðunar en Samfylkingin fer með formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og Píratar í velferðarnefnd. Þetta kom fram í máli Bergþórs þegar hann ræddi við Kristján Már Unnarsson, fréttamann, að loknum fundi í umhverfis- og samgöngunefnd í morgun. Uppnám varð á fundinum þegar Bergþór mætti og settist í stól formannsins og sagði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar sem sæti á í nefndinni, að það hefði óvart að hann hefði farið beint í formannsstólinn. Eins og flestum er kunnugt er Bergþór einn sex þingmanna sem sátu á Klaustur Bar í nóvember síðastliðnum og létu ýmis niðrandi ummæli falla um samþingmenn sína og aðra nafntogaða einstaklinga.Sjá einnig:Mikill hiti á nefndarfundi vegna formennsku Bergþórs Aðspurður hvort að uppákoman á nefndarfundinum hafi ekki verið óþægileg sagði hann svo ekki vera. „Nei, nei, hún var nú kannski viðbúin að nokkru leyti. Það hafa auðvitað mörg stór orð fallið á síðustu dögum og vikum þannig að ég var í sjálfu sér viðbúinn þessu og virði þær skoðanir sem þarna komu fram.“ Spurður út í það hvort að honum væri sætt áfram sem formanni í nefndinni vísaði Bergþór í áðurnefnt samkomulag stjórnarandstöðuflokkanna. „Það er í rauninni þannig eins og fram hefur komið í fjölmiðlum að formennska mín er tengd því samkomulagi sem stjórnarandstöðuflokkarnir gerðu varðandi þau þrjú formannssæti sem stjórnarandstöðunni féllu í skaut og á meðan það samkomulag er ekki tekið upp þá reikna ég með að ég sitji í formannsstólnum. Það er þannig að ef að það verður tekið upp þá má reikna með því að formennskur annarra stjórnarandstöðuflokkanna komi til skoðunar í því samhengi,“ sagði Bergþór. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bergþór stýrir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, stýrir fundi umhverfis- og samgöngunefndar sem hófst klukkan 9 í morgun. 29. janúar 2019 10:05 Mikill hiti á fundi umhverfis- og samgöngunefndar vegna formennsku Bergþórs Helga Vala Helgadóttir segir að það hafi komið á óvart að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hafi stýrt fundi umhverfis- og samgöngunefndar í morgun. 29. janúar 2019 11:12 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, kveðst reikna með því að vera áfram formaður nefndarinnar nema að samkomulag stjórnarandstöðuflokkanna á þing um formennsku í fastanefndum verði tekið upp. Verði samkomulagið tekið upp segist hann jafnframt reikna með því að formennskur annarra stjórnarandstöðuflokka komi til skoðunar en Samfylkingin fer með formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og Píratar í velferðarnefnd. Þetta kom fram í máli Bergþórs þegar hann ræddi við Kristján Már Unnarsson, fréttamann, að loknum fundi í umhverfis- og samgöngunefnd í morgun. Uppnám varð á fundinum þegar Bergþór mætti og settist í stól formannsins og sagði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar sem sæti á í nefndinni, að það hefði óvart að hann hefði farið beint í formannsstólinn. Eins og flestum er kunnugt er Bergþór einn sex þingmanna sem sátu á Klaustur Bar í nóvember síðastliðnum og létu ýmis niðrandi ummæli falla um samþingmenn sína og aðra nafntogaða einstaklinga.Sjá einnig:Mikill hiti á nefndarfundi vegna formennsku Bergþórs Aðspurður hvort að uppákoman á nefndarfundinum hafi ekki verið óþægileg sagði hann svo ekki vera. „Nei, nei, hún var nú kannski viðbúin að nokkru leyti. Það hafa auðvitað mörg stór orð fallið á síðustu dögum og vikum þannig að ég var í sjálfu sér viðbúinn þessu og virði þær skoðanir sem þarna komu fram.“ Spurður út í það hvort að honum væri sætt áfram sem formanni í nefndinni vísaði Bergþór í áðurnefnt samkomulag stjórnarandstöðuflokkanna. „Það er í rauninni þannig eins og fram hefur komið í fjölmiðlum að formennska mín er tengd því samkomulagi sem stjórnarandstöðuflokkarnir gerðu varðandi þau þrjú formannssæti sem stjórnarandstöðunni féllu í skaut og á meðan það samkomulag er ekki tekið upp þá reikna ég með að ég sitji í formannsstólnum. Það er þannig að ef að það verður tekið upp þá má reikna með því að formennskur annarra stjórnarandstöðuflokkanna komi til skoðunar í því samhengi,“ sagði Bergþór.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bergþór stýrir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, stýrir fundi umhverfis- og samgöngunefndar sem hófst klukkan 9 í morgun. 29. janúar 2019 10:05 Mikill hiti á fundi umhverfis- og samgöngunefndar vegna formennsku Bergþórs Helga Vala Helgadóttir segir að það hafi komið á óvart að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hafi stýrt fundi umhverfis- og samgöngunefndar í morgun. 29. janúar 2019 11:12 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Bergþór stýrir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, stýrir fundi umhverfis- og samgöngunefndar sem hófst klukkan 9 í morgun. 29. janúar 2019 10:05
Mikill hiti á fundi umhverfis- og samgöngunefndar vegna formennsku Bergþórs Helga Vala Helgadóttir segir að það hafi komið á óvart að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hafi stýrt fundi umhverfis- og samgöngunefndar í morgun. 29. janúar 2019 11:12