Segir ósæmilega orðbragðið á fundinum hafa verið tilvitnun í Bergþór sjálfan á Klaustri Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. janúar 2019 20:30 Björn Leví Gunnarsson og Bergþór Ólason eru ósammála um orðbragð nefndarmanna á fundi umhverfis- og samgöngunefndar í dag. Mynd/Samsett Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og áheyrnarfulltrúi í umhverfis- og samgöngunefnd, segir að hið ósæmilega orðbragð sem Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins lýsti á fundi nefndarinnar í dag hafi verið tilvitnun annarra nefndarmanna í orð Bergþórs sjálfs á Klaustri. Þá segir Björn Leví að Bergþór hafi verið ástæða þess að hann yfirgaf fundinn áður en honum lauk í morgun.Mikill hitafundur var haldinn í umhverfis- og samgöngunefnd í dag en Bergþór Ólason, einn þingmannanna sem hafði uppi ósæmileg ummæli á barnum Klaustri í nóvember síðastliðnum, sneri aftur sem formaður nefndarinnar. Á fundinum var lögð fram tillaga þess efnis að Bergþór viki úr sæti formanns en henni var vísað frá. Í yfirlýsingu frá þingflokksformönnum Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins sem send var út vegna frávísunartillögunnar segir jafnframt að hún hafi ekki verið stuðningsyfirlýsing við nefndarformennsku Bergþórs.„Helber lygi“ að aðrir nefndarmenn hafi notað jafnslæmt orðbragð og á Klaustri Björn Leví segir í samtali við Vísi að fundur umhverfis- og samgöngunefndar í morgun hafi byrjað á umræðum um það hvort viðeigandi sé að Bergþór mæti og „hlammi sér í formannsstólinn“, líkt og Björn lýsir því. Í samtali við Mbl fyrr í dag sagði Bergþór að orðbragðið á fundinum hefði verið „engu skárra en það sem kom fram hjá mönnum á Klaustri“. Þá hafi honum komið á óvart þau orð sem einstakir þingmenn létu falla á fundinum.Sjá einnig: Reiknar með að vera áfram formaður nema samkomulag minnihlutans verði tekið upp Björn Leví gefur lítið fyrir þessar lýsingar Bergþórs og segir orðbragðið sem sá síðarnefndi vísar til vera beina tilvitnun í orð hans á Klaustri forðum. „Það var fundur settur og fólk biður um orðið. Það var voðalega kurteist, fólk skiptist á að biðja um orðið og segja sitt. Það var þarna eitt atvik þar sem var vitnað í margfræga Klaustursupptöku og orð Bergþórs þar, sem hann er síðan að nota einhvern veginn þannig að aðrir nefndarmenn hafi farið jafnslæmum orðum á þessum fundi og hann notaði á Klaustursupptökunum. Sem er náttúrulega helber lygi af því að það var verið að vitna í hann til þess að útskýra hversu alvarlegt málið væri,“ segir Björn Leví. „Ástæðan fyrir því er þetta sem þú [Bergþór] sagðir og orðin sem voru sögð. Og að varpa því þannig, eins og einhver nefndarmaður þarna sé að segja eins ömurlegt og hann var að segja, er bara virkilega illa gert.“ Geti ekki sinnt skyldum sínum Þá hefur einnig komið fram að Björn Leví gekk út af fundinum þegar tíu mínútur voru eftir af honum. Á þeim tímapunkti hafði þegar verið borin upp hugmynd um að Bergþór viki úr sæti formanns en tillögunni var vísað frá, eins og áður segir. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður nefndarinnar, tók við formennsku á fundinum eftir að frávísunartillagan var samþykkt. „Ég spyr hann [Bergþór] hvort hann ætli að sitja áfram fundinn, hann segir já, að hann ætli að gera það og sinna sínum skyldum hvað það varðar. Þá segi ég að það komi í veg fyrir að ég get sinnt mínum skyldum og fer. Ég veit ekki hvort það verði þannig á næsta fundi, því það var svo mikið á þessum fundi sem bjó þetta til,“ segir Björn Leví, inntur eftir því af hverju hann hafi ákveðið að yfirgefa fundinn áður en honum lauk. Þá segist Björn Leví aðspurður ekki sjá þörf á því að leita sér sálfræðiaðstoðar sem stendur þingmönnum til boða vegna Klaustursmálsins. „Af hverju þarf ég að aðlagast því að hann sé þarna? Þetta er svo öfugsnúið.“ Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Reiknar með að vera áfram formaður nema samkomulag minnihlutans verði tekið upp Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, kveðst reikna með því að vera áfram formaður nefndarinnar nema að samkomulag stjórnarandstöðuflokkanna á þing um formennsku í fastanefndum verði tekið upp. 29. janúar 2019 12:49 Bergþór stýrir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, stýrir fundi umhverfis- og samgöngunefndar sem hófst klukkan 9 í morgun. 29. janúar 2019 10:05 Mikill hiti á fundi umhverfis- og samgöngunefndar vegna formennsku Bergþórs Helga Vala Helgadóttir segir að það hafi komið á óvart að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hafi stýrt fundi umhverfis- og samgöngunefndar í morgun. 29. janúar 2019 11:12 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og áheyrnarfulltrúi í umhverfis- og samgöngunefnd, segir að hið ósæmilega orðbragð sem Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins lýsti á fundi nefndarinnar í dag hafi verið tilvitnun annarra nefndarmanna í orð Bergþórs sjálfs á Klaustri. Þá segir Björn Leví að Bergþór hafi verið ástæða þess að hann yfirgaf fundinn áður en honum lauk í morgun.Mikill hitafundur var haldinn í umhverfis- og samgöngunefnd í dag en Bergþór Ólason, einn þingmannanna sem hafði uppi ósæmileg ummæli á barnum Klaustri í nóvember síðastliðnum, sneri aftur sem formaður nefndarinnar. Á fundinum var lögð fram tillaga þess efnis að Bergþór viki úr sæti formanns en henni var vísað frá. Í yfirlýsingu frá þingflokksformönnum Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins sem send var út vegna frávísunartillögunnar segir jafnframt að hún hafi ekki verið stuðningsyfirlýsing við nefndarformennsku Bergþórs.„Helber lygi“ að aðrir nefndarmenn hafi notað jafnslæmt orðbragð og á Klaustri Björn Leví segir í samtali við Vísi að fundur umhverfis- og samgöngunefndar í morgun hafi byrjað á umræðum um það hvort viðeigandi sé að Bergþór mæti og „hlammi sér í formannsstólinn“, líkt og Björn lýsir því. Í samtali við Mbl fyrr í dag sagði Bergþór að orðbragðið á fundinum hefði verið „engu skárra en það sem kom fram hjá mönnum á Klaustri“. Þá hafi honum komið á óvart þau orð sem einstakir þingmenn létu falla á fundinum.Sjá einnig: Reiknar með að vera áfram formaður nema samkomulag minnihlutans verði tekið upp Björn Leví gefur lítið fyrir þessar lýsingar Bergþórs og segir orðbragðið sem sá síðarnefndi vísar til vera beina tilvitnun í orð hans á Klaustri forðum. „Það var fundur settur og fólk biður um orðið. Það var voðalega kurteist, fólk skiptist á að biðja um orðið og segja sitt. Það var þarna eitt atvik þar sem var vitnað í margfræga Klaustursupptöku og orð Bergþórs þar, sem hann er síðan að nota einhvern veginn þannig að aðrir nefndarmenn hafi farið jafnslæmum orðum á þessum fundi og hann notaði á Klaustursupptökunum. Sem er náttúrulega helber lygi af því að það var verið að vitna í hann til þess að útskýra hversu alvarlegt málið væri,“ segir Björn Leví. „Ástæðan fyrir því er þetta sem þú [Bergþór] sagðir og orðin sem voru sögð. Og að varpa því þannig, eins og einhver nefndarmaður þarna sé að segja eins ömurlegt og hann var að segja, er bara virkilega illa gert.“ Geti ekki sinnt skyldum sínum Þá hefur einnig komið fram að Björn Leví gekk út af fundinum þegar tíu mínútur voru eftir af honum. Á þeim tímapunkti hafði þegar verið borin upp hugmynd um að Bergþór viki úr sæti formanns en tillögunni var vísað frá, eins og áður segir. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður nefndarinnar, tók við formennsku á fundinum eftir að frávísunartillagan var samþykkt. „Ég spyr hann [Bergþór] hvort hann ætli að sitja áfram fundinn, hann segir já, að hann ætli að gera það og sinna sínum skyldum hvað það varðar. Þá segi ég að það komi í veg fyrir að ég get sinnt mínum skyldum og fer. Ég veit ekki hvort það verði þannig á næsta fundi, því það var svo mikið á þessum fundi sem bjó þetta til,“ segir Björn Leví, inntur eftir því af hverju hann hafi ákveðið að yfirgefa fundinn áður en honum lauk. Þá segist Björn Leví aðspurður ekki sjá þörf á því að leita sér sálfræðiaðstoðar sem stendur þingmönnum til boða vegna Klaustursmálsins. „Af hverju þarf ég að aðlagast því að hann sé þarna? Þetta er svo öfugsnúið.“
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Reiknar með að vera áfram formaður nema samkomulag minnihlutans verði tekið upp Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, kveðst reikna með því að vera áfram formaður nefndarinnar nema að samkomulag stjórnarandstöðuflokkanna á þing um formennsku í fastanefndum verði tekið upp. 29. janúar 2019 12:49 Bergþór stýrir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, stýrir fundi umhverfis- og samgöngunefndar sem hófst klukkan 9 í morgun. 29. janúar 2019 10:05 Mikill hiti á fundi umhverfis- og samgöngunefndar vegna formennsku Bergþórs Helga Vala Helgadóttir segir að það hafi komið á óvart að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hafi stýrt fundi umhverfis- og samgöngunefndar í morgun. 29. janúar 2019 11:12 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Sjá meira
Reiknar með að vera áfram formaður nema samkomulag minnihlutans verði tekið upp Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, kveðst reikna með því að vera áfram formaður nefndarinnar nema að samkomulag stjórnarandstöðuflokkanna á þing um formennsku í fastanefndum verði tekið upp. 29. janúar 2019 12:49
Bergþór stýrir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, stýrir fundi umhverfis- og samgöngunefndar sem hófst klukkan 9 í morgun. 29. janúar 2019 10:05
Mikill hiti á fundi umhverfis- og samgöngunefndar vegna formennsku Bergþórs Helga Vala Helgadóttir segir að það hafi komið á óvart að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hafi stýrt fundi umhverfis- og samgöngunefndar í morgun. 29. janúar 2019 11:12