Seinkun klukkunnar: Almenningur velur á milli þriggja kosta Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. janúar 2019 09:52 Seinkun klukkunnar hefur verið mikið hitamál undanfarin ár. Mynd/Getty Greinargerðin Staðartími á Íslandi – stöðumat og tillögur hefur verið birt í samráðsgátt Stjórnarráðsins. Í greinargerðinni er skoðað hvort seinka eigi klukkunni og hafa þrír valkostir verið settir fram, sem vinna á úr í samráði við almenning. „Rannsóknir sýna að nætursvefn Íslendinga er almennt séð of stuttur en slíkt getur verið heilsuspillandi og haft áhrif á námsárangur og framleiðni í atvinnulífinu. Sérstaklega er þetta áhyggjuefni vegna barna og ungmenna. Ein líkleg skýring er að klukkan sé ekki í samræmi við hnattræna legu landsins,“ segir í greinargerðinni. Almenningi, atvinnulífi og stjórnsýslu hefur því verið boðið að taka þátt í samráði og leggja fram sín sjónarmið um „stöðumat, framtíðarsýn og áhrif mögulegra breytinga“. Í kjölfarið verður unnið úr ábendingunum og stefna mótuð af hálfu stjórnvalda en samráðstími verður tveir mánuðir. Eftirfarandi valkostir, sem nú verður haft samráð um, eru settir fram í greinargerðinni:Óbreytt staða, klukkan er áfram 1 klst. fljótari en ef miðað væri við hnattstöðu, en með fræðslu er fólk hvatt til að ganga fyrr til náða.Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).Klukkan áfram óbreytt en skólar og jafnvel fyrirtæki og stofnanir hefja starfsemi seinna á morgnana.Færri birtustundir og rótgróinn vinnudagur Um valkost 1 í greinargerðinni segir að þar sem viðurhlutamikið sé að færa klukkuna, og því fylgi einhverjir ókostir, þá kæmi til greina að reyna að hafa áhrif á hegðun fólks með öðrum hætti. Þannig yrði fólki ráðlagt að færa kvöldmatartíma, kvöldviðburði framar og breyta jafnvel opnunartíma verslana og þjónustufyrirtækja í samræmi við það. Einnig þurfi að hamla gegn ósiðum sem trufla reglulegar svefnvenjur. Ókostur við valkost 2, seinkun klukkunnar, er í greinargerðinni sagður færri birtustundir síðdegis eftir vinnu eða skóla. Hins vegar er seinkun klukkannar um eina klukkustund sögð nærtæk leið til að auka lífsgæði og lýðheilsu. Þá er einnig farið yfir valkost 3. Með honum hæfist skóladagurinn síðar og yrði þá lengri í hinn endann. Ekki er vitað hver viðbrögð kennara og starfsfólks skólanna yrðu við þeirri leið. Því væri nauðsynlegt að samfélagið allt tæki tillit til þeirra breytinga og vakni því sú spurning hvort stofnanir gætu í einhverjum mæli farið sömu leið. Slíkt gæti þó verið vandkvæðum bundið vegna þess hve rótgróið það er að fyrirtæki og stofnanir hefji starfsemi á bilinu 8-9 á morgnana. Alþingi Klukkan á Íslandi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Katrín ræður tímanum og getur breytt honum Starfshópur um leiðréttingu klukkunnar skilaði af sér í upphafi árs. Óvissa var uppi um hvaða ráðuneyti tíminn heyrði undir. Málið er sem stendur í vinnslu í forsætisráðuneytinu. Icelandair hefur efasemdir um að krukka í tímann. 26. september 2018 08:30 Heilbrigðisráðherra skipar starfshóp um leiðréttingu klukkunnar Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að kanna ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan landsmanna af því að leiðrétta klukkuna hér á landi. 23. nóvember 2017 14:37 Vilja seinka klukkunni um eina klukkustund Þingmenn allra þingflokka, nema Vinstri grænna, lögðu fram þingsályktunartillögu um seinkun klukkunnar og bjartari morgna. 2. nóvember 2014 10:04 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Sjá meira
Greinargerðin Staðartími á Íslandi – stöðumat og tillögur hefur verið birt í samráðsgátt Stjórnarráðsins. Í greinargerðinni er skoðað hvort seinka eigi klukkunni og hafa þrír valkostir verið settir fram, sem vinna á úr í samráði við almenning. „Rannsóknir sýna að nætursvefn Íslendinga er almennt séð of stuttur en slíkt getur verið heilsuspillandi og haft áhrif á námsárangur og framleiðni í atvinnulífinu. Sérstaklega er þetta áhyggjuefni vegna barna og ungmenna. Ein líkleg skýring er að klukkan sé ekki í samræmi við hnattræna legu landsins,“ segir í greinargerðinni. Almenningi, atvinnulífi og stjórnsýslu hefur því verið boðið að taka þátt í samráði og leggja fram sín sjónarmið um „stöðumat, framtíðarsýn og áhrif mögulegra breytinga“. Í kjölfarið verður unnið úr ábendingunum og stefna mótuð af hálfu stjórnvalda en samráðstími verður tveir mánuðir. Eftirfarandi valkostir, sem nú verður haft samráð um, eru settir fram í greinargerðinni:Óbreytt staða, klukkan er áfram 1 klst. fljótari en ef miðað væri við hnattstöðu, en með fræðslu er fólk hvatt til að ganga fyrr til náða.Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).Klukkan áfram óbreytt en skólar og jafnvel fyrirtæki og stofnanir hefja starfsemi seinna á morgnana.Færri birtustundir og rótgróinn vinnudagur Um valkost 1 í greinargerðinni segir að þar sem viðurhlutamikið sé að færa klukkuna, og því fylgi einhverjir ókostir, þá kæmi til greina að reyna að hafa áhrif á hegðun fólks með öðrum hætti. Þannig yrði fólki ráðlagt að færa kvöldmatartíma, kvöldviðburði framar og breyta jafnvel opnunartíma verslana og þjónustufyrirtækja í samræmi við það. Einnig þurfi að hamla gegn ósiðum sem trufla reglulegar svefnvenjur. Ókostur við valkost 2, seinkun klukkunnar, er í greinargerðinni sagður færri birtustundir síðdegis eftir vinnu eða skóla. Hins vegar er seinkun klukkannar um eina klukkustund sögð nærtæk leið til að auka lífsgæði og lýðheilsu. Þá er einnig farið yfir valkost 3. Með honum hæfist skóladagurinn síðar og yrði þá lengri í hinn endann. Ekki er vitað hver viðbrögð kennara og starfsfólks skólanna yrðu við þeirri leið. Því væri nauðsynlegt að samfélagið allt tæki tillit til þeirra breytinga og vakni því sú spurning hvort stofnanir gætu í einhverjum mæli farið sömu leið. Slíkt gæti þó verið vandkvæðum bundið vegna þess hve rótgróið það er að fyrirtæki og stofnanir hefji starfsemi á bilinu 8-9 á morgnana.
Alþingi Klukkan á Íslandi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Katrín ræður tímanum og getur breytt honum Starfshópur um leiðréttingu klukkunnar skilaði af sér í upphafi árs. Óvissa var uppi um hvaða ráðuneyti tíminn heyrði undir. Málið er sem stendur í vinnslu í forsætisráðuneytinu. Icelandair hefur efasemdir um að krukka í tímann. 26. september 2018 08:30 Heilbrigðisráðherra skipar starfshóp um leiðréttingu klukkunnar Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að kanna ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan landsmanna af því að leiðrétta klukkuna hér á landi. 23. nóvember 2017 14:37 Vilja seinka klukkunni um eina klukkustund Þingmenn allra þingflokka, nema Vinstri grænna, lögðu fram þingsályktunartillögu um seinkun klukkunnar og bjartari morgna. 2. nóvember 2014 10:04 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Sjá meira
Katrín ræður tímanum og getur breytt honum Starfshópur um leiðréttingu klukkunnar skilaði af sér í upphafi árs. Óvissa var uppi um hvaða ráðuneyti tíminn heyrði undir. Málið er sem stendur í vinnslu í forsætisráðuneytinu. Icelandair hefur efasemdir um að krukka í tímann. 26. september 2018 08:30
Heilbrigðisráðherra skipar starfshóp um leiðréttingu klukkunnar Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að kanna ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan landsmanna af því að leiðrétta klukkuna hér á landi. 23. nóvember 2017 14:37
Vilja seinka klukkunni um eina klukkustund Þingmenn allra þingflokka, nema Vinstri grænna, lögðu fram þingsályktunartillögu um seinkun klukkunnar og bjartari morgna. 2. nóvember 2014 10:04