Einn af þeim sem keppa við hann um það hnoss er James Harden hjá Houston Rockets sem var einmitt kosinn sá mikilvægasti í NBA-deildinni á síðustu leiktíð. Félagarnir mættust með liðum sínum í nótt.
Giannis Antetokounmpo fór fyrir liði Milwaukee Bucks en hann endaði leikinn með 27 stig, 21 fráköst, 5 stoðsendingar og sigurinn.
James Harden var með 42 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar en tapaði 9 boltum og svo leiknum líka.
Giannis Antetokounmpo lét James Harden líka finna fyrir sér eins og má í þessari sókn hér fyrir neðan.
Þetta var nú fulllangt gengið hjá Giannis eða hvað? Grikinn ætlaði sér nú örugglega aldrei að skjóta Harden niður heldur aðeins að koma boltanum niður á liðsfélaga sinn niður í horni.
Giannis Antetokounmpo og félagar í Milwaukee Bucks hafa unnið 29 leiki á tímabilinu eða sex leikjum fleira en Harden og félagar í Houston Rockets.
Antetokounmpo er með 26,6 stig, 12,8 fráköst og 6,0 stoðsendingar að meðaltali í leik en hann hefur nýtt 58 prósent skota sinn og er einnig með yfir eitt varið skot (1,5) og einn stolinn bolta (1,3) að meðaltali í leik.
Harden er með 33,9 stig, 8,6 stoðsendingar, 6,0 fráköst og 2,0 stolna bolta að meðaltali í leik en hann hefur hitt úr 43,6 prósent skota sinna. Harden hefur sett niður 4,9 þrista að meðaltali en hann er að skora úr 9,4 vítaskotum að meðaltali í leik.
@Giannis_An34 patrols the paint in the @Bucks road win, finishing with 27 PTS, 5 AST & a career-high 21 REB! #FearTheDeerpic.twitter.com/vbyV6WB1c0
— NBA (@NBA) January 10, 2019
@JHarden13 tallies 42 PTS, 11 REB, 6 AST for the @HoustonRockets against Milwaukee. #Rockets
Harden has now recorded at least 30 points and five assists in each of his last 14 games, the longest such streak in @NBAHistory. pic.twitter.com/lPmLa2uZ00
— NBA (@NBA) January 10, 2019