Þetta staðfesti Hollenska skautasambandið í dag. Í yfirlýsingu segir að kviknað hafi í fötum Knegt þar sem hann var að kveikja upp í eldavél með eldivið í morgun. Hafi Knegt hlotið þriðja stigs brunasár á vinstri fæti.
Knegt, sem vann til silfurverðlauna í 1.500 metra skautahlauti á Ólympíuleikunum í Pyeongchang á síðasta ári, var fluttur í sjúkrabíl á sjúkrahús í bænum Groningen í norðurhluta Hollands.
Hinn 29 ára Knegt gat ekki keppt á Evrópumótinu í skautahlaupi, sem hefst í hollenska bænum Dordrecht um helgina, eftir að hafa slasast á fæti í síðasta mánuði.
Að neðan má sjá viðtal við Knegt eftir að hann setti heimsmet í 1.500 metra skautahlaupi árið 2016.