Beint útsending: Fréttir Stöðvar 2 Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. janúar 2019 18:00 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 förum við yfir aðalmeðferðina í Shooters-málinu svokallaða en þar kom fram að 37 ára dyravörður sem lamaðist fyrir neðan háls í líkamsárás á kampavínsklúbbnum Shooters í miðbæ Reykjavíkur síðastliðið sumar hlaut svokallaðan alskaða. Þetta kom fram í máli bæklunarlæknis dyravarðarins þegar aðalmeðferð í málinu hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Artur Pawel Wisocki, 29 ára gamall Pólverji, játar að hafa ráðist á dyravörðinn en neitar að hafa hrint honum með þeim afleiðingum að hann lamaðist. Við segjum frá þeim viðsnúningi að eftir stíf fundahöld með sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og starfsfólki atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis hafi fundist leiðir til að draga úr fyrirhuguðum niðurskurði hjá Hafrannsóknastofnun. Ekki kemur til uppsagna og ekki þarf leggja rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni. Við segjum einnig frá því að þingmaður Vinstri grænna vill að ríkisstjórnin kanni það til hlítar hvort hægt sé að sameina Íslandsbanka og Landsbankann áður en teknar verði ákvarðanir um sölu bankanna. Varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir slíkar hugmyndir óráð og hefur efasemdir að það myndi standast samkeppnisrétt. Nokkrir ökumenn sem skemmdu bíla sína eftir að hafa ekið í holu á Hellisheiði í byrjun janúar ætla ekki að una ákvörðun Vegagerðarinnar sem ætlar ekki að bæta tjón ökumannanna. Til skoðunar er að höfða dómsmál á hendur Vegagerðinni vegna málsins. Fyrirhugað er að byggja allt að 500 íbúðir og 6000 fermetra af atvinnuhúsnæði við Suðurlandsbraut og Ármúla. Rífa á iðnaðarhúsnæði sem fyrir er á lóðinni en Orkuhúsið fær að standa og við heyrum af söngleik sem verður settur upp í Borgarleikhúsinu sem byggir á ævi og ferli söngvarans Bubba Morthens. Kvöldfréttir Stöðvar 2 í opinni dagskrá og á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöð 2 klukkan 18:30. Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 förum við yfir aðalmeðferðina í Shooters-málinu svokallaða en þar kom fram að 37 ára dyravörður sem lamaðist fyrir neðan háls í líkamsárás á kampavínsklúbbnum Shooters í miðbæ Reykjavíkur síðastliðið sumar hlaut svokallaðan alskaða. Þetta kom fram í máli bæklunarlæknis dyravarðarins þegar aðalmeðferð í málinu hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Artur Pawel Wisocki, 29 ára gamall Pólverji, játar að hafa ráðist á dyravörðinn en neitar að hafa hrint honum með þeim afleiðingum að hann lamaðist. Við segjum frá þeim viðsnúningi að eftir stíf fundahöld með sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og starfsfólki atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis hafi fundist leiðir til að draga úr fyrirhuguðum niðurskurði hjá Hafrannsóknastofnun. Ekki kemur til uppsagna og ekki þarf leggja rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni. Við segjum einnig frá því að þingmaður Vinstri grænna vill að ríkisstjórnin kanni það til hlítar hvort hægt sé að sameina Íslandsbanka og Landsbankann áður en teknar verði ákvarðanir um sölu bankanna. Varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir slíkar hugmyndir óráð og hefur efasemdir að það myndi standast samkeppnisrétt. Nokkrir ökumenn sem skemmdu bíla sína eftir að hafa ekið í holu á Hellisheiði í byrjun janúar ætla ekki að una ákvörðun Vegagerðarinnar sem ætlar ekki að bæta tjón ökumannanna. Til skoðunar er að höfða dómsmál á hendur Vegagerðinni vegna málsins. Fyrirhugað er að byggja allt að 500 íbúðir og 6000 fermetra af atvinnuhúsnæði við Suðurlandsbraut og Ármúla. Rífa á iðnaðarhúsnæði sem fyrir er á lóðinni en Orkuhúsið fær að standa og við heyrum af söngleik sem verður settur upp í Borgarleikhúsinu sem byggir á ævi og ferli söngvarans Bubba Morthens. Kvöldfréttir Stöðvar 2 í opinni dagskrá og á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöð 2 klukkan 18:30.
Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira