Ætlar ekki að una ákvörðun Vegagerðarinnar Jóhann K. Jóhannsson og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 11. janúar 2019 20:00 Nokkrir ökumenn ætla ekki að una ákvörðun um að bæta ekki tjón þeirra sem keyrðu í holur á Hellisheiði í byrjun janúar Vísir/JóhannK Nokkrir ökumenn sem skemmdu bíla sína eftir að hafa ekið í holu á Hellisheiði í byrjun janúar ætla ekki að una ákvörðun Vegagerðarinnar sem ætlar ekki að bæta tjón ökumannanna. Til skoðunar er að höfða dómsmál á hendur Vegagerðinni.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar að stofnunin muni ekki greiða tjón þeirra sem óku í holur á Suðurlandsvegi, 2. janúar síðastliðinn en fréttastofa hefur upplýsingar um að tjón hlaupi frá tugi upp í hundruð þúsunda.Páll Halldórsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Selfossi sagði þetta í hádegisfréttum Bylgjunnar, þann 2. janúar síðastliðinn „Samtal eru lélegur kafli á Hellisheiði á þremur stöðum og þetta eru svona um einn og hálfur eða tveir kílómetrar á hverjum stað.“ Torfi Rafn Sigurðsson, hæstaréttarlögmaður er einn þeirra sem varð fyrir tjóni en inni í samfélagsmiðlahópnum Íbúar á Selfossi á Facebook óskar hann eftir að ná tali að ökumönnum sem lendi í tjóni á heiðinni þennan dag. Torfi Ragnar Sigurðsson, hæstaréttarlögmaðurVísir/MHH„Hún var kannski meira sett fram til þess að safna liði og aðstoða þá sem hafa lent í þessu tjóni. Við lentum í þessu sjálf og maður var sjálfur ekki sáttur við afgreiðslu Vegagerðarinnar að hafna bótaskyldu,“ segir Torfi Ragnar Sigurðsson, hæstaréttarlögmaður og tjónþoli í málinu. Torfi segir að nú þegar hafi nokkrir sett sig í samband við sig og segir að umfangið af þessu sé meira en hann hafi átt von á. „Ég gef nú ekki mikið fyrir þennan rökstuðning frá Vegagerðinni fyrir þessari höfnun á bótaskyldu. Maður var að vonast eftir því að Vegagerðin hefði hlaupið á sig í þessum viðbrögðum sínum og myndi taka afstöðu sína til endurskoðunar,“ segir Torfi. Torfi segir að ástand vegarins til vesturs um Hellisheiði hafi sjaldan eða aldrei verið jafn slæmt. „Það að Vegagerðin skuli vita af þessu gefur þeim fullt tilefni til að bregðast við þessu með einhverjum hætti. Þeim er í lófa lagið að ef að aðstæður eru þannig að holur geti verið að myndast að setja upp skilti eða koma tilkynningu til almennings til þess að koma í Veg fyrir að svona hlutir gerist,“ segir Torfi. Samgöngur Tengdar fréttir Vegagerðin bætir ekki holutjón Sextán tilkynningar um tjón hafa borist Vegagerðinni eftir að ökumenn keyrðu í holur á Hellisheiðinni. Vegagerðin mun ekki bæta tjónið þar sem stofnunin vissi ekki af holunum fyrr en eftir á. 10. janúar 2019 19:57 Óvíst hvað viðgerðir á holum á Hellisheiði þoli lengi Þrír tveggja kílómetra kaflar á austurleiðinni slæmir. 2. janúar 2019 19:15 Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira
Nokkrir ökumenn sem skemmdu bíla sína eftir að hafa ekið í holu á Hellisheiði í byrjun janúar ætla ekki að una ákvörðun Vegagerðarinnar sem ætlar ekki að bæta tjón ökumannanna. Til skoðunar er að höfða dómsmál á hendur Vegagerðinni.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar að stofnunin muni ekki greiða tjón þeirra sem óku í holur á Suðurlandsvegi, 2. janúar síðastliðinn en fréttastofa hefur upplýsingar um að tjón hlaupi frá tugi upp í hundruð þúsunda.Páll Halldórsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Selfossi sagði þetta í hádegisfréttum Bylgjunnar, þann 2. janúar síðastliðinn „Samtal eru lélegur kafli á Hellisheiði á þremur stöðum og þetta eru svona um einn og hálfur eða tveir kílómetrar á hverjum stað.“ Torfi Rafn Sigurðsson, hæstaréttarlögmaður er einn þeirra sem varð fyrir tjóni en inni í samfélagsmiðlahópnum Íbúar á Selfossi á Facebook óskar hann eftir að ná tali að ökumönnum sem lendi í tjóni á heiðinni þennan dag. Torfi Ragnar Sigurðsson, hæstaréttarlögmaðurVísir/MHH„Hún var kannski meira sett fram til þess að safna liði og aðstoða þá sem hafa lent í þessu tjóni. Við lentum í þessu sjálf og maður var sjálfur ekki sáttur við afgreiðslu Vegagerðarinnar að hafna bótaskyldu,“ segir Torfi Ragnar Sigurðsson, hæstaréttarlögmaður og tjónþoli í málinu. Torfi segir að nú þegar hafi nokkrir sett sig í samband við sig og segir að umfangið af þessu sé meira en hann hafi átt von á. „Ég gef nú ekki mikið fyrir þennan rökstuðning frá Vegagerðinni fyrir þessari höfnun á bótaskyldu. Maður var að vonast eftir því að Vegagerðin hefði hlaupið á sig í þessum viðbrögðum sínum og myndi taka afstöðu sína til endurskoðunar,“ segir Torfi. Torfi segir að ástand vegarins til vesturs um Hellisheiði hafi sjaldan eða aldrei verið jafn slæmt. „Það að Vegagerðin skuli vita af þessu gefur þeim fullt tilefni til að bregðast við þessu með einhverjum hætti. Þeim er í lófa lagið að ef að aðstæður eru þannig að holur geti verið að myndast að setja upp skilti eða koma tilkynningu til almennings til þess að koma í Veg fyrir að svona hlutir gerist,“ segir Torfi.
Samgöngur Tengdar fréttir Vegagerðin bætir ekki holutjón Sextán tilkynningar um tjón hafa borist Vegagerðinni eftir að ökumenn keyrðu í holur á Hellisheiðinni. Vegagerðin mun ekki bæta tjónið þar sem stofnunin vissi ekki af holunum fyrr en eftir á. 10. janúar 2019 19:57 Óvíst hvað viðgerðir á holum á Hellisheiði þoli lengi Þrír tveggja kílómetra kaflar á austurleiðinni slæmir. 2. janúar 2019 19:15 Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira
Vegagerðin bætir ekki holutjón Sextán tilkynningar um tjón hafa borist Vegagerðinni eftir að ökumenn keyrðu í holur á Hellisheiðinni. Vegagerðin mun ekki bæta tjónið þar sem stofnunin vissi ekki af holunum fyrr en eftir á. 10. janúar 2019 19:57
Óvíst hvað viðgerðir á holum á Hellisheiði þoli lengi Þrír tveggja kílómetra kaflar á austurleiðinni slæmir. 2. janúar 2019 19:15