Phoenix vann óvæntan sigur á Denver Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. janúar 2019 09:30 Efsta lið vesturdeildar NBA, Denver Nuggets, tapaði nokkuð óvænt fyrir botnliðinu Phoenix Suns í nótt. Heimamenn í Suns voru án þeirra stigahæsta manns í vetur Devin Booker en það hafði enginn áhrif. Phoenix var sterkara strax frá upphafi og stóð vel í liði Denver. Kelly Oubre Jr. jafnaði sinn besta árangur á ferlinum þegar hann skoraði 26 stig og tók 11 fráköst. Deandre Ayton bætti 23 stigum við fyrir Suns sem hefur unnið tvo af síðustu þremur leikjum. „Við vorum liðið sem var aggressívt í dag. Það er aðalástæðan,“ sagði Ayton eftir leikinn. Nikola Jokic gerði 21 stig og tók 10 fráköst fyrir Denver. „Við héldum þetta yrði auðvelt, við horfðum á árangur þeirra í vetur ekki leikmennina innan liðsins,“ sagði Jokic.Kelly Oubre Jr. ties his career-high with 26 PTS to help propel the @Suns to victory! #TimeToRisepic.twitter.com/dTeOoBZtP7 — NBA (@NBA) January 13, 2019 Í Orlando var Terrence Ross frábær fyrir heimamenn í Magic í seinni hálfleik gegn Boston Celtics og tryggði Magic sigurinn. Ross skoraði 25 stig í leiknum, 18 af þeim komu í seinni hálfleik. „Terrence Ross breytti leiknum. Þegar það kviknar svona í leikmanni þá verður þú að hægja á honum. Við gerðum það ekki,“ sagði Brad Stevens þjálfari Celtic. Það munaði þó ekki miklu því Jayson Tatum átti flautuskot sem hefði jafnað leikinn en það fór ekki ofan í. Celtic hafði komið til baka frá því að vera níu stigum undir á síðustu tæpu tveimur mínútunum.Aaron Gordon in open space! #PureMagic 91#CUsRise 84 : https://t.co/iPjKqpSDr5pic.twitter.com/e8iFqafh4q — NBA (@NBA) January 13, 2019Úrslit næturinnar: LA Clippers - Detroit Pistons 104-109 Miami Heat - Memphis Grizzlies 112-108 Orlando Magic - Boston Celtics 105-103 Minnesota Timberwolves - New Orelans Pelicans 110-106 Oklahoma City Thunder - San Antonio Spurs 122-112 Phoenix Suns - Denver Nuggets 102-93 Sacramento Kings - Charlotte Hornets 104-97 Utah Jazz - Chicago Bulls 110-102 NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira
Efsta lið vesturdeildar NBA, Denver Nuggets, tapaði nokkuð óvænt fyrir botnliðinu Phoenix Suns í nótt. Heimamenn í Suns voru án þeirra stigahæsta manns í vetur Devin Booker en það hafði enginn áhrif. Phoenix var sterkara strax frá upphafi og stóð vel í liði Denver. Kelly Oubre Jr. jafnaði sinn besta árangur á ferlinum þegar hann skoraði 26 stig og tók 11 fráköst. Deandre Ayton bætti 23 stigum við fyrir Suns sem hefur unnið tvo af síðustu þremur leikjum. „Við vorum liðið sem var aggressívt í dag. Það er aðalástæðan,“ sagði Ayton eftir leikinn. Nikola Jokic gerði 21 stig og tók 10 fráköst fyrir Denver. „Við héldum þetta yrði auðvelt, við horfðum á árangur þeirra í vetur ekki leikmennina innan liðsins,“ sagði Jokic.Kelly Oubre Jr. ties his career-high with 26 PTS to help propel the @Suns to victory! #TimeToRisepic.twitter.com/dTeOoBZtP7 — NBA (@NBA) January 13, 2019 Í Orlando var Terrence Ross frábær fyrir heimamenn í Magic í seinni hálfleik gegn Boston Celtics og tryggði Magic sigurinn. Ross skoraði 25 stig í leiknum, 18 af þeim komu í seinni hálfleik. „Terrence Ross breytti leiknum. Þegar það kviknar svona í leikmanni þá verður þú að hægja á honum. Við gerðum það ekki,“ sagði Brad Stevens þjálfari Celtic. Það munaði þó ekki miklu því Jayson Tatum átti flautuskot sem hefði jafnað leikinn en það fór ekki ofan í. Celtic hafði komið til baka frá því að vera níu stigum undir á síðustu tæpu tveimur mínútunum.Aaron Gordon in open space! #PureMagic 91#CUsRise 84 : https://t.co/iPjKqpSDr5pic.twitter.com/e8iFqafh4q — NBA (@NBA) January 13, 2019Úrslit næturinnar: LA Clippers - Detroit Pistons 104-109 Miami Heat - Memphis Grizzlies 112-108 Orlando Magic - Boston Celtics 105-103 Minnesota Timberwolves - New Orelans Pelicans 110-106 Oklahoma City Thunder - San Antonio Spurs 122-112 Phoenix Suns - Denver Nuggets 102-93 Sacramento Kings - Charlotte Hornets 104-97 Utah Jazz - Chicago Bulls 110-102
NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira