Vinstriflokkurinn segist ekki ætla að greiða atkvæði með Löfven Atli Ísleifsson skrifar 14. janúar 2019 12:05 Jonas Sjöstedt er formaður sænska Vinstriflokksins. Getty Jonas Sjöstedt, formaður sænska Vinstriflokksins, segir að flokkurinn muni ekki greiða atkvæði með því að Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmanna, verði áfram forsætisráðherra landsins. Þetta þýðir að ekki er víst að nokkuð verði af ríkisstjórn Jafnaðarmanna og Græningja sem Miðflokkurinn og Frjálslyndir ætla sér að verja vantrausti. Greint var frá því um helgina að flokkarnir hafi náð saman um myndun nýrrar stjórnar. Sjöstedt greindi frá afstöðu sinni og Vinstriflokksins eftir fund hans og þingforsetans Andreas Norlén, en þingforsetinn fundar í dag með leiðtogum allra flokka. Búist er við að hann muni tilnefna einn þeirra, líklegast Löfven, sem næsta forsætisráðherra síðar í dag og mun þingið greiða atkvæði um hann á miðvikudag.Vinstriflokkurinn komist ekki á áhrifastöðu Í samstarfsyfirlýsingu Jafnaðarmanna, Græningja, Miðflokksins og Frjálslyndra, sem birt var um helgina, er tekið fram að Vinstriflokkurinn skuli ekki hafa nein pólitísk áhrif á stefnu stjórnarinnar á kjörtímabilinu. Sjöstedt segist hins vegar ekki geta sætt sig við slíkt og mun flokkurinn því greiða atkvæði gegn Löfven.Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmannaflokksins.EPA/HENRIK MONTGOMERYMöguleg ríkisstjórn Jafnaðarmanna, Græningja, Miðflokksins og Frjálslyndra er ekki með meirihluta á þingi og yrði því háð því að aðrir flokkar myndi verja hana vantrausti. Ólíklegt er að sá stuðningur kæmi frá hægrivængnum og þyrfti hún því að treysta á þingmenn Vinstriflokksins.Til í frekari viðræður Sjöstedt segist opinn fyrir því að semja frekar við Löfven til að tryggja einhvers konar áhrif Vinstriflokksins og segist Löfven sömuleiðis vera reiðubúinn til viðræðna við Vinstriflokkinn. Segir Löfven að Vinstriflokkurinn yrði ekki settur í sama flokk og Svíþjóðardemókratar, sem reka harða stefnu í innflytjendamálum. Miðflokkurinn og Frjálslyndir hafa lagt áherslu á að tryggja að Svíþjóðardemókratar og Vinstriflokkurinn – flokkarnir yst á hægri/vinstriás stjórnmálanna – komist ekki í áhrifastöðu við myndun nýrrar stjórnar. 127 dagar eru nú liðnir frá kosningunum í Svíþjóð. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Mið- og vinstriflokkar sagðir hafa náð saman í Svíþjóð Sænskir fjölmiðlar segja að samkomulag sé í burðarliðnum um að Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmanna, verði áfram forsætisráðherra. 11. janúar 2019 13:57 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Jonas Sjöstedt, formaður sænska Vinstriflokksins, segir að flokkurinn muni ekki greiða atkvæði með því að Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmanna, verði áfram forsætisráðherra landsins. Þetta þýðir að ekki er víst að nokkuð verði af ríkisstjórn Jafnaðarmanna og Græningja sem Miðflokkurinn og Frjálslyndir ætla sér að verja vantrausti. Greint var frá því um helgina að flokkarnir hafi náð saman um myndun nýrrar stjórnar. Sjöstedt greindi frá afstöðu sinni og Vinstriflokksins eftir fund hans og þingforsetans Andreas Norlén, en þingforsetinn fundar í dag með leiðtogum allra flokka. Búist er við að hann muni tilnefna einn þeirra, líklegast Löfven, sem næsta forsætisráðherra síðar í dag og mun þingið greiða atkvæði um hann á miðvikudag.Vinstriflokkurinn komist ekki á áhrifastöðu Í samstarfsyfirlýsingu Jafnaðarmanna, Græningja, Miðflokksins og Frjálslyndra, sem birt var um helgina, er tekið fram að Vinstriflokkurinn skuli ekki hafa nein pólitísk áhrif á stefnu stjórnarinnar á kjörtímabilinu. Sjöstedt segist hins vegar ekki geta sætt sig við slíkt og mun flokkurinn því greiða atkvæði gegn Löfven.Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmannaflokksins.EPA/HENRIK MONTGOMERYMöguleg ríkisstjórn Jafnaðarmanna, Græningja, Miðflokksins og Frjálslyndra er ekki með meirihluta á þingi og yrði því háð því að aðrir flokkar myndi verja hana vantrausti. Ólíklegt er að sá stuðningur kæmi frá hægrivængnum og þyrfti hún því að treysta á þingmenn Vinstriflokksins.Til í frekari viðræður Sjöstedt segist opinn fyrir því að semja frekar við Löfven til að tryggja einhvers konar áhrif Vinstriflokksins og segist Löfven sömuleiðis vera reiðubúinn til viðræðna við Vinstriflokkinn. Segir Löfven að Vinstriflokkurinn yrði ekki settur í sama flokk og Svíþjóðardemókratar, sem reka harða stefnu í innflytjendamálum. Miðflokkurinn og Frjálslyndir hafa lagt áherslu á að tryggja að Svíþjóðardemókratar og Vinstriflokkurinn – flokkarnir yst á hægri/vinstriás stjórnmálanna – komist ekki í áhrifastöðu við myndun nýrrar stjórnar. 127 dagar eru nú liðnir frá kosningunum í Svíþjóð.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Mið- og vinstriflokkar sagðir hafa náð saman í Svíþjóð Sænskir fjölmiðlar segja að samkomulag sé í burðarliðnum um að Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmanna, verði áfram forsætisráðherra. 11. janúar 2019 13:57 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Mið- og vinstriflokkar sagðir hafa náð saman í Svíþjóð Sænskir fjölmiðlar segja að samkomulag sé í burðarliðnum um að Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmanna, verði áfram forsætisráðherra. 11. janúar 2019 13:57