Skapa meiri eitraðan úrgang en ferskt vatn Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2019 20:30 Allt í allt erum 16 þúsund eimeingarstöðvar starfræktar um heiminn allan og er talið líklegt að þeim muni fjölga verulega. Þær framleiða um 51,8 milljarða rúmmetra af úrgangi á ári hverju. AP/Lenny Ignelzi Eimingarstöðvar um heim allan skapa meira af eitruðum úrgangi en ferskvatni. Úrganginum er að mestu leyti dælt aftur út í hafið þar sem hann veldur skaða á lífríki. Vísindamenn frá Kanada, Hollandi og Suður-Kóreu komust að þessari niðurstöðu en Sameinuðu þjóðirnar stóðu við bakið á þeim við rannsóknina. Allt í allt erum 16 þúsund eimeingarstöðvar starfræktar um heiminn allan og er talið líklegt að þeim muni fjölga verulega. Þær framleiða um 51,8 milljarða rúmmetra af úrgangi á ári hverju. Gróflega reiknað myndast um einn og hálfur lítri af leðjunni við hvern lítra af ferskvatni. Á hverju ári myndast það mikið af söltum úrgangi að hægt væri að þekja svæði um 170 þúsund ferkílómetra svæði (Ísland er rétt rúmir 100 þúsund ferkílómetrar) með 30 sentímetra þykku lagi af úrganginum, samkvæmt AP fréttaveitunni.Vísindamennirnir kalla eftir því að betur verði farið með úrganginn en meira en helmingur hans kemur frá einungis fjórum ríkjum. Þau eru Sádi-Arabía, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Kúveit og Katar. Ríki í Norður-Afríku og Kyrrahafinu reiða einnig mikið á eimað vatn til neyslu.Um er að ræða nokkurs konar saltleðju, sem inniheldur þar að auki efni eins og kopar og klór. Leðja þessi sekkur til botns þar sem henni er dælt út í sjó. Þar veldur hún skaða á lífríkinu og þá meðal annars með því að draga úr súrefni í sjónum. Meðal þess sem hægt væri að gera til að draga úr skaðanum frá leðjunni er að hræra hana saman við sjó áður en henni er dælt út í höfin aftur. Þá væri sömuleiðis hægt að safna henni saman í sérstökum laugum og safna saltinu og öðrum efnum þegar vatnið gufar upp.Wired bendir þó á að eiming sé sífellt að verða hagkvæmari og þróunin sé tiltölulega hröð. Vandinn sé sá að þau fjögur ríki sem eru nefnd hér að ofan eru nánast eingöngu að eima sjó og gera það með gömlum búnaði. Þau brenni olíu til að sjóða sjóinn. Slík aðferð er bæði orkusöm og skilur eftir sig meiri saltleðju en aðrar. Katar Kúveit Sameinuðu arabísku furstadæmin Sádi-Arabía Umhverfismál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Eimingarstöðvar um heim allan skapa meira af eitruðum úrgangi en ferskvatni. Úrganginum er að mestu leyti dælt aftur út í hafið þar sem hann veldur skaða á lífríki. Vísindamenn frá Kanada, Hollandi og Suður-Kóreu komust að þessari niðurstöðu en Sameinuðu þjóðirnar stóðu við bakið á þeim við rannsóknina. Allt í allt erum 16 þúsund eimeingarstöðvar starfræktar um heiminn allan og er talið líklegt að þeim muni fjölga verulega. Þær framleiða um 51,8 milljarða rúmmetra af úrgangi á ári hverju. Gróflega reiknað myndast um einn og hálfur lítri af leðjunni við hvern lítra af ferskvatni. Á hverju ári myndast það mikið af söltum úrgangi að hægt væri að þekja svæði um 170 þúsund ferkílómetra svæði (Ísland er rétt rúmir 100 þúsund ferkílómetrar) með 30 sentímetra þykku lagi af úrganginum, samkvæmt AP fréttaveitunni.Vísindamennirnir kalla eftir því að betur verði farið með úrganginn en meira en helmingur hans kemur frá einungis fjórum ríkjum. Þau eru Sádi-Arabía, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Kúveit og Katar. Ríki í Norður-Afríku og Kyrrahafinu reiða einnig mikið á eimað vatn til neyslu.Um er að ræða nokkurs konar saltleðju, sem inniheldur þar að auki efni eins og kopar og klór. Leðja þessi sekkur til botns þar sem henni er dælt út í sjó. Þar veldur hún skaða á lífríkinu og þá meðal annars með því að draga úr súrefni í sjónum. Meðal þess sem hægt væri að gera til að draga úr skaðanum frá leðjunni er að hræra hana saman við sjó áður en henni er dælt út í höfin aftur. Þá væri sömuleiðis hægt að safna henni saman í sérstökum laugum og safna saltinu og öðrum efnum þegar vatnið gufar upp.Wired bendir þó á að eiming sé sífellt að verða hagkvæmari og þróunin sé tiltölulega hröð. Vandinn sé sá að þau fjögur ríki sem eru nefnd hér að ofan eru nánast eingöngu að eima sjó og gera það með gömlum búnaði. Þau brenni olíu til að sjóða sjóinn. Slík aðferð er bæði orkusöm og skilur eftir sig meiri saltleðju en aðrar.
Katar Kúveit Sameinuðu arabísku furstadæmin Sádi-Arabía Umhverfismál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent