Skapa meiri eitraðan úrgang en ferskt vatn Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2019 20:30 Allt í allt erum 16 þúsund eimeingarstöðvar starfræktar um heiminn allan og er talið líklegt að þeim muni fjölga verulega. Þær framleiða um 51,8 milljarða rúmmetra af úrgangi á ári hverju. AP/Lenny Ignelzi Eimingarstöðvar um heim allan skapa meira af eitruðum úrgangi en ferskvatni. Úrganginum er að mestu leyti dælt aftur út í hafið þar sem hann veldur skaða á lífríki. Vísindamenn frá Kanada, Hollandi og Suður-Kóreu komust að þessari niðurstöðu en Sameinuðu þjóðirnar stóðu við bakið á þeim við rannsóknina. Allt í allt erum 16 þúsund eimeingarstöðvar starfræktar um heiminn allan og er talið líklegt að þeim muni fjölga verulega. Þær framleiða um 51,8 milljarða rúmmetra af úrgangi á ári hverju. Gróflega reiknað myndast um einn og hálfur lítri af leðjunni við hvern lítra af ferskvatni. Á hverju ári myndast það mikið af söltum úrgangi að hægt væri að þekja svæði um 170 þúsund ferkílómetra svæði (Ísland er rétt rúmir 100 þúsund ferkílómetrar) með 30 sentímetra þykku lagi af úrganginum, samkvæmt AP fréttaveitunni.Vísindamennirnir kalla eftir því að betur verði farið með úrganginn en meira en helmingur hans kemur frá einungis fjórum ríkjum. Þau eru Sádi-Arabía, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Kúveit og Katar. Ríki í Norður-Afríku og Kyrrahafinu reiða einnig mikið á eimað vatn til neyslu.Um er að ræða nokkurs konar saltleðju, sem inniheldur þar að auki efni eins og kopar og klór. Leðja þessi sekkur til botns þar sem henni er dælt út í sjó. Þar veldur hún skaða á lífríkinu og þá meðal annars með því að draga úr súrefni í sjónum. Meðal þess sem hægt væri að gera til að draga úr skaðanum frá leðjunni er að hræra hana saman við sjó áður en henni er dælt út í höfin aftur. Þá væri sömuleiðis hægt að safna henni saman í sérstökum laugum og safna saltinu og öðrum efnum þegar vatnið gufar upp.Wired bendir þó á að eiming sé sífellt að verða hagkvæmari og þróunin sé tiltölulega hröð. Vandinn sé sá að þau fjögur ríki sem eru nefnd hér að ofan eru nánast eingöngu að eima sjó og gera það með gömlum búnaði. Þau brenni olíu til að sjóða sjóinn. Slík aðferð er bæði orkusöm og skilur eftir sig meiri saltleðju en aðrar. Katar Kúveit Sameinuðu arabísku furstadæmin Sádi-Arabía Umhverfismál Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Sjá meira
Eimingarstöðvar um heim allan skapa meira af eitruðum úrgangi en ferskvatni. Úrganginum er að mestu leyti dælt aftur út í hafið þar sem hann veldur skaða á lífríki. Vísindamenn frá Kanada, Hollandi og Suður-Kóreu komust að þessari niðurstöðu en Sameinuðu þjóðirnar stóðu við bakið á þeim við rannsóknina. Allt í allt erum 16 þúsund eimeingarstöðvar starfræktar um heiminn allan og er talið líklegt að þeim muni fjölga verulega. Þær framleiða um 51,8 milljarða rúmmetra af úrgangi á ári hverju. Gróflega reiknað myndast um einn og hálfur lítri af leðjunni við hvern lítra af ferskvatni. Á hverju ári myndast það mikið af söltum úrgangi að hægt væri að þekja svæði um 170 þúsund ferkílómetra svæði (Ísland er rétt rúmir 100 þúsund ferkílómetrar) með 30 sentímetra þykku lagi af úrganginum, samkvæmt AP fréttaveitunni.Vísindamennirnir kalla eftir því að betur verði farið með úrganginn en meira en helmingur hans kemur frá einungis fjórum ríkjum. Þau eru Sádi-Arabía, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Kúveit og Katar. Ríki í Norður-Afríku og Kyrrahafinu reiða einnig mikið á eimað vatn til neyslu.Um er að ræða nokkurs konar saltleðju, sem inniheldur þar að auki efni eins og kopar og klór. Leðja þessi sekkur til botns þar sem henni er dælt út í sjó. Þar veldur hún skaða á lífríkinu og þá meðal annars með því að draga úr súrefni í sjónum. Meðal þess sem hægt væri að gera til að draga úr skaðanum frá leðjunni er að hræra hana saman við sjó áður en henni er dælt út í höfin aftur. Þá væri sömuleiðis hægt að safna henni saman í sérstökum laugum og safna saltinu og öðrum efnum þegar vatnið gufar upp.Wired bendir þó á að eiming sé sífellt að verða hagkvæmari og þróunin sé tiltölulega hröð. Vandinn sé sá að þau fjögur ríki sem eru nefnd hér að ofan eru nánast eingöngu að eima sjó og gera það með gömlum búnaði. Þau brenni olíu til að sjóða sjóinn. Slík aðferð er bæði orkusöm og skilur eftir sig meiri saltleðju en aðrar.
Katar Kúveit Sameinuðu arabísku furstadæmin Sádi-Arabía Umhverfismál Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Sjá meira