Umræða um vantraust á grísku ríkisstjórnina hefst á þinginu í dag. Búist er við að atkvæðagreiðsla fari fram annað kvöld.
Alexis Tsipras forsætisráðherra kallaði sjálfur eftir umræðunni eftir að Sjálfstæðir Grikkir, samstarfsflokkur Syriza, flokks Tsipras, sagði sig úr stjórnarsamstarfinu á sunnudag vegna gerðar samnings við Makedóna um breytingu á nafni þess ríkis.
Syriza hefur 145 sæti af 300 á gríska þinginu og hefur að auki getað treyst á stuðning eins þingmanns utan flokka. Í gær tilkynnti Elena Kountoura, ferðamálaráðherra og þingmaður Sjálfstæðra Grikkja, og annar samflokksmaður að þau myndu styðja Tsipras í atkvæðagreiðslunni. Þau voru í kjölfarið rekin úr þingflokki Sjálfstæðra Grikkja.
Grikkir ræða um vantraust
Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
