Innlendir framleiðendur með 41% af tollfrjálsum innflutningskvóta fyrir kjöt Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. janúar 2019 21:45 Innlendir kjúklinga- og svínabændur og afurðastöðvar í landbúnaði fengu samtals í sinn hlut rúmlega 41 prósent af tollfrjálsum innflutningskvóta fyrir kjötvörur, sem úthlutað var fyrir fyrri helming ársins 2019 samkvæmt tollasamningi Íslands og ESB. Bændur og afurðastöðvar flytja inn nærri 84 prósent af öllum svínakjötskvótanum. Heimilt er að flytja inn 1.397 tonn af kjötvörum frá ríkjum ESB tollfrjálst á fyrri helmingi þessa árs. Innlendir kjötframleiðendur fengu 573,5 tonn af kvótanum eða rúmlega 41 prósent. Félag atvinnurekenda tók þetta saman og byggði á tölum frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Umsvifamesti innflytjandinn er Mata en fyrirtækið er í eigum sömu aðila og Matfugl, sem er einn stærsti kjúklingaræktandi landsins og Síld og fiskur sem er stór svínaræktandi og selur afurðir undir vörumerkinu Ali. Aðrir innflytjendur úr hópi kjúklinga- og svínabænda eru Stjörnugrís og Reykjagarður sem selur afurðir undir vörumerkinu Holta. Þegar tollfrjáls kvóti er flokkaðir eftir tegundum afurða kemur í ljós að innlendir kjötframleiðendur eða afurðastöðvar í landbúnaði flytja inn 22% nautakjötkvótans, 84% af svínakjöti, 37% af alifuglakjöti, 10% af þurrkuðum og reyktum skinkum, 24% af pylsunum og 5% af tollkvóta fyrir eldaða kjötvöru. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að þessi mikli innflutningur bænda og afurðastöðva í íslenskum landbúnaði á erlendu kjöti setji málflutning um ætlaða heilsufarsvá sem fylgi kjötinnflutningi í nýtt ljós. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda.„Þetta segir okkur að þeir hafa engar áhyggjur af þeim hræðsluáróðri, leyfi ég mér að segja, sem hefur verið hafður í frammi, um að innflutningur á kjöti geti verið hættulegur heilsu fólks. Þetta er málflutningur sem að forysta Bændasamtakanna og talsmenn sumra afurðastöðva hafa haft í frammi en þarna sýnist mér að forystan segi eitt en félagsmennirnir geri annað. Og það er þannig að það þarf ekki að hafa áhyggjur af innflutningi á kjöti hvað varðar heilsu manna og dýra. Það er búið að sýna fram á það og reynsla annarra ríkja, til dæmis frá Noregi, sýnir okkur það líka,“ segir Ólafur Stephensen. Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Innlendir kjúklinga- og svínabændur og afurðastöðvar í landbúnaði fengu samtals í sinn hlut rúmlega 41 prósent af tollfrjálsum innflutningskvóta fyrir kjötvörur, sem úthlutað var fyrir fyrri helming ársins 2019 samkvæmt tollasamningi Íslands og ESB. Bændur og afurðastöðvar flytja inn nærri 84 prósent af öllum svínakjötskvótanum. Heimilt er að flytja inn 1.397 tonn af kjötvörum frá ríkjum ESB tollfrjálst á fyrri helmingi þessa árs. Innlendir kjötframleiðendur fengu 573,5 tonn af kvótanum eða rúmlega 41 prósent. Félag atvinnurekenda tók þetta saman og byggði á tölum frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Umsvifamesti innflytjandinn er Mata en fyrirtækið er í eigum sömu aðila og Matfugl, sem er einn stærsti kjúklingaræktandi landsins og Síld og fiskur sem er stór svínaræktandi og selur afurðir undir vörumerkinu Ali. Aðrir innflytjendur úr hópi kjúklinga- og svínabænda eru Stjörnugrís og Reykjagarður sem selur afurðir undir vörumerkinu Holta. Þegar tollfrjáls kvóti er flokkaðir eftir tegundum afurða kemur í ljós að innlendir kjötframleiðendur eða afurðastöðvar í landbúnaði flytja inn 22% nautakjötkvótans, 84% af svínakjöti, 37% af alifuglakjöti, 10% af þurrkuðum og reyktum skinkum, 24% af pylsunum og 5% af tollkvóta fyrir eldaða kjötvöru. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að þessi mikli innflutningur bænda og afurðastöðva í íslenskum landbúnaði á erlendu kjöti setji málflutning um ætlaða heilsufarsvá sem fylgi kjötinnflutningi í nýtt ljós. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda.„Þetta segir okkur að þeir hafa engar áhyggjur af þeim hræðsluáróðri, leyfi ég mér að segja, sem hefur verið hafður í frammi, um að innflutningur á kjöti geti verið hættulegur heilsu fólks. Þetta er málflutningur sem að forysta Bændasamtakanna og talsmenn sumra afurðastöðva hafa haft í frammi en þarna sýnist mér að forystan segi eitt en félagsmennirnir geri annað. Og það er þannig að það þarf ekki að hafa áhyggjur af innflutningi á kjöti hvað varðar heilsu manna og dýra. Það er búið að sýna fram á það og reynsla annarra ríkja, til dæmis frá Noregi, sýnir okkur það líka,“ segir Ólafur Stephensen.
Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira