Hafa ekki svarað boði á nefndarfund um sendiherrakapal Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. janúar 2019 08:33 Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru á meðal þeirra sem sátu á Klaustur bar. Vísir/Vilhelm Alls óljóst er hvort að þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, muni mæta á opinn fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar sem boðað hefur verið til klukkan 10:30 í dag en þar á að ræða skipan í sendiherrastöður. Hvorugur þeirra hefur svarað fundarboði nefndarinnar. Bæði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, munu mæta á fundinn en til hans er boðað vegna Klaustursmálsins svokallaða. Á upptökum af Klaustur bar mátti heyra þá Gunnar Braga og Sigmund Davíð tala fjálglega um skipanir í sendiherrastöður. Mátti skilja það sem svo af upptökunni að Gunnar Bragi taldi sig eiga inni hjá Sjálfstæðisflokknum og að hann vænti þess að verða skipaður sendiherra. Bæði Bjarni og Guðlaugur Þór hafa þvertekið fyrir það að Gunnar Bragi eigi eitthvað í þessa veru inni hjá Sjálfstæðismönnum en hafa staðfest að Sigmundur Davíð hafi greint þeim frá áhuga Gunnars Braga á sendiherrastöðu. Ekkert samkomulag hafi hins vegar legið fyrir um slíkt. Halda átti fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar um málið fyrir jól en fundinum var frestað þar sem þeir Sigmundur og Gunnar Bragi höfðu ekki svarað ítrekuðum fundarboðum. Í kjölfarið var sett yfirlýsing á Facebook-síðu Miðflokksins þar sem fullyrt var að þeir sem voru boðaðir á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefðu enga skyldu til að mæta. „Það er afar fátítt að þingnefndir séu notaðar í jafn augljósum pólitískum tilgangi og átti að gera. Slíkt á ekki að viðgangast,“ sagði í yfirlýsingunni. Hvorki náðist í Gunnar Braga né Sigmund Davíð við vinnslu fréttarinnar. Fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar verður í beinni útsendingu á Vísi. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segjast ekki skyldugir til að koma fyrir nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmenn Miðflokksins telja sig ekki skylduga til að mæta á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. 12. desember 2018 16:47 Klausturmálið fer fyrir siðanefnd með einum hætti eða öðrum Steingrímur J. Sigfússon segir mál Ágústs Ólafs ekki komið á borð forsætisnefndar. 19. desember 2018 09:00 Bjarni og Guðlaugur ræða meintan sendiherrakapal á morgun Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra munu á morgun mæta á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna sendiherrakapals sem var til umræðu. 15. janúar 2019 13:49 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira
Alls óljóst er hvort að þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, muni mæta á opinn fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar sem boðað hefur verið til klukkan 10:30 í dag en þar á að ræða skipan í sendiherrastöður. Hvorugur þeirra hefur svarað fundarboði nefndarinnar. Bæði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, munu mæta á fundinn en til hans er boðað vegna Klaustursmálsins svokallaða. Á upptökum af Klaustur bar mátti heyra þá Gunnar Braga og Sigmund Davíð tala fjálglega um skipanir í sendiherrastöður. Mátti skilja það sem svo af upptökunni að Gunnar Bragi taldi sig eiga inni hjá Sjálfstæðisflokknum og að hann vænti þess að verða skipaður sendiherra. Bæði Bjarni og Guðlaugur Þór hafa þvertekið fyrir það að Gunnar Bragi eigi eitthvað í þessa veru inni hjá Sjálfstæðismönnum en hafa staðfest að Sigmundur Davíð hafi greint þeim frá áhuga Gunnars Braga á sendiherrastöðu. Ekkert samkomulag hafi hins vegar legið fyrir um slíkt. Halda átti fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar um málið fyrir jól en fundinum var frestað þar sem þeir Sigmundur og Gunnar Bragi höfðu ekki svarað ítrekuðum fundarboðum. Í kjölfarið var sett yfirlýsing á Facebook-síðu Miðflokksins þar sem fullyrt var að þeir sem voru boðaðir á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefðu enga skyldu til að mæta. „Það er afar fátítt að þingnefndir séu notaðar í jafn augljósum pólitískum tilgangi og átti að gera. Slíkt á ekki að viðgangast,“ sagði í yfirlýsingunni. Hvorki náðist í Gunnar Braga né Sigmund Davíð við vinnslu fréttarinnar. Fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar verður í beinni útsendingu á Vísi.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segjast ekki skyldugir til að koma fyrir nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmenn Miðflokksins telja sig ekki skylduga til að mæta á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. 12. desember 2018 16:47 Klausturmálið fer fyrir siðanefnd með einum hætti eða öðrum Steingrímur J. Sigfússon segir mál Ágústs Ólafs ekki komið á borð forsætisnefndar. 19. desember 2018 09:00 Bjarni og Guðlaugur ræða meintan sendiherrakapal á morgun Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra munu á morgun mæta á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna sendiherrakapals sem var til umræðu. 15. janúar 2019 13:49 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira
Segjast ekki skyldugir til að koma fyrir nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmenn Miðflokksins telja sig ekki skylduga til að mæta á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. 12. desember 2018 16:47
Klausturmálið fer fyrir siðanefnd með einum hætti eða öðrum Steingrímur J. Sigfússon segir mál Ágústs Ólafs ekki komið á borð forsætisnefndar. 19. desember 2018 09:00
Bjarni og Guðlaugur ræða meintan sendiherrakapal á morgun Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra munu á morgun mæta á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna sendiherrakapals sem var til umræðu. 15. janúar 2019 13:49