Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. janúar 2019 17:00 Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. Sumarið 2018 fór sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið þess á leit við Hagfræðistofnun að hún legði mat á þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Í skýrslunni átti að fjalla um bæði kostnað og ábata af hvalveiðum fyrir þjóðarhag. Skýrsla stofnunarinnar var birt í dag og kynnt fyrir hagsmunaaðilum. Þar kemur fram að Íslendingar hafi veitt innan við 1% af af öllum hvölum sem veiddir voru í heiminum frá stríðslokum og fram að banni Alþjóðahvalveiðiráðsins árið 1986. Eftir 1986 sé hlutfall Íslendinga af veiddum hvölum í heiminum um 3%. Í skýrslunni er meðal annars fjallað um áhrif hvalveiða á ferðaþjónustuna. En þar segir: „Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf. Sér í lagi er ekki að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað að neinu ráði.“ Þá telja skýrsluhöfundar að skilgreina megi fleiri hvalategundir sem nytjastofna en með þessu er í reynd verið að mæla með frekari hvalfveiðum. „Hvölum hefur fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi. Stjórnvöld ákveða hvaða tegundir má veiða. Eðlilegt virðist að skilgreina fleiri hvalategundir sem nytjastofna, sem veiða má úr ef staða þeirra leyfir,“ segir í skýrslunni. Þá virðast hvalveiðar ekki hafa haft áhrif á hvalaskoðun að mati höfunda en í skýrslunni segir: „Ekki er heldur að sjá að hvalveiðar hafi dregið úr áhuga á hvalaskoðun hér við land. Stærsti hluti hvalveiða við Ísland eru á langreyði, langt utan hvalaskoðunarsvæða.“ Í skýrslunni kemur fram að hvalaskoðun geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. Höfundar telja eðlilegt að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun en Alþjóðahvalveiðiráðið hefur gefið út handbók með verklagsreglum sem miða að því að draga sem mest úr truflunum af völdum hvalaskoðunar. „Mörg lönd hafa sett reglur um hvalaskoðun. Bæði náttúrverndarsamtök og Hafrannsóknastofnun bentu á það í umsögnum um frumvarp til laga um hvali árið 2009 að eðlilegt og æskilegt væri að setja lög eða reglur að þessu tagi. Þörfin á lagasetningu hefur ekki minnkað,“ segir í skýrslunni. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.Þurfum álit vísindasamfélagsins Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fékk skýrsluna afhenta í gærkvöldi. Hann segir að þörf sé á áliti vísindasamfélagsins áður hægt sé að meta hvort forsendur séu til að skilgreina fleir hvalategundir sem nytjastofna. „Ég hef verið talsmaður þess að við nýtum allar auðlindir landsins með sjálfbærum hætti á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar. Í því tilfelli sem snýr að þessari hugmynd, sem kemur fram í skýrslunni, að nýta fleiri nytjastofna þá liggur ekki fyrir neitt mat á slíku frá Hafrannsóknarstofnun. Ég tel að áður en slík umræða fari fram þurfum við að kalla eftir áliti vísindasamfélagsins,“ segir Kristján Þór. Varðandi það sem kemur fram í skýrslunni og snýr að regluverki utan um hvalaskoðun segir Kristján að hann hafi þegar rætt það mál við ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. „Hvalaskoðun er eðlilega nýting á auðlindinni sem hvalurinn er fyrir okkur Íslendinga. Ef við getum sett okkur einhverjar reglur um umgengni í þessum efnum sem leiða til betri nýtingar á þeim verðmætum sem felast í hvalaskoðun þá eigum við að skoða það. Ég hef raunar nefnt það við ráðherra ferðamála að við þurfum að gefa örlítinn gaum að þessu og ég er ekki í vafa um að Samtök ferðaþjónustunnar eru tilbúin að koma í slíka vegerð með okkur,“ segir Kristján. Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Hvalveiðar Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Sjá meira
Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. Sumarið 2018 fór sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið þess á leit við Hagfræðistofnun að hún legði mat á þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Í skýrslunni átti að fjalla um bæði kostnað og ábata af hvalveiðum fyrir þjóðarhag. Skýrsla stofnunarinnar var birt í dag og kynnt fyrir hagsmunaaðilum. Þar kemur fram að Íslendingar hafi veitt innan við 1% af af öllum hvölum sem veiddir voru í heiminum frá stríðslokum og fram að banni Alþjóðahvalveiðiráðsins árið 1986. Eftir 1986 sé hlutfall Íslendinga af veiddum hvölum í heiminum um 3%. Í skýrslunni er meðal annars fjallað um áhrif hvalveiða á ferðaþjónustuna. En þar segir: „Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf. Sér í lagi er ekki að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað að neinu ráði.“ Þá telja skýrsluhöfundar að skilgreina megi fleiri hvalategundir sem nytjastofna en með þessu er í reynd verið að mæla með frekari hvalfveiðum. „Hvölum hefur fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi. Stjórnvöld ákveða hvaða tegundir má veiða. Eðlilegt virðist að skilgreina fleiri hvalategundir sem nytjastofna, sem veiða má úr ef staða þeirra leyfir,“ segir í skýrslunni. Þá virðast hvalveiðar ekki hafa haft áhrif á hvalaskoðun að mati höfunda en í skýrslunni segir: „Ekki er heldur að sjá að hvalveiðar hafi dregið úr áhuga á hvalaskoðun hér við land. Stærsti hluti hvalveiða við Ísland eru á langreyði, langt utan hvalaskoðunarsvæða.“ Í skýrslunni kemur fram að hvalaskoðun geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. Höfundar telja eðlilegt að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun en Alþjóðahvalveiðiráðið hefur gefið út handbók með verklagsreglum sem miða að því að draga sem mest úr truflunum af völdum hvalaskoðunar. „Mörg lönd hafa sett reglur um hvalaskoðun. Bæði náttúrverndarsamtök og Hafrannsóknastofnun bentu á það í umsögnum um frumvarp til laga um hvali árið 2009 að eðlilegt og æskilegt væri að setja lög eða reglur að þessu tagi. Þörfin á lagasetningu hefur ekki minnkað,“ segir í skýrslunni. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.Þurfum álit vísindasamfélagsins Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fékk skýrsluna afhenta í gærkvöldi. Hann segir að þörf sé á áliti vísindasamfélagsins áður hægt sé að meta hvort forsendur séu til að skilgreina fleir hvalategundir sem nytjastofna. „Ég hef verið talsmaður þess að við nýtum allar auðlindir landsins með sjálfbærum hætti á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar. Í því tilfelli sem snýr að þessari hugmynd, sem kemur fram í skýrslunni, að nýta fleiri nytjastofna þá liggur ekki fyrir neitt mat á slíku frá Hafrannsóknarstofnun. Ég tel að áður en slík umræða fari fram þurfum við að kalla eftir áliti vísindasamfélagsins,“ segir Kristján Þór. Varðandi það sem kemur fram í skýrslunni og snýr að regluverki utan um hvalaskoðun segir Kristján að hann hafi þegar rætt það mál við ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. „Hvalaskoðun er eðlilega nýting á auðlindinni sem hvalurinn er fyrir okkur Íslendinga. Ef við getum sett okkur einhverjar reglur um umgengni í þessum efnum sem leiða til betri nýtingar á þeim verðmætum sem felast í hvalaskoðun þá eigum við að skoða það. Ég hef raunar nefnt það við ráðherra ferðamála að við þurfum að gefa örlítinn gaum að þessu og ég er ekki í vafa um að Samtök ferðaþjónustunnar eru tilbúin að koma í slíka vegerð með okkur,“ segir Kristján.
Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Hvalveiðar Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Sjá meira